Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.2001, Blaðsíða 23

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.2001, Blaðsíða 23
Skurðhjúkrun - ekkí lokAðuv keimuv Af ýmsum ástæðum hafa hjúkrunarfræðingar ekki skilað sér í skurðhjúkrun á undanförnum árum. Það hefur leitt til þess að eðlileg endurnýjun hefur ekki átt sér stað. Meðal- aldur starfandi skurðhjúkrunarfræðinga er nú 43 ár og til vandræða gæti horft ef ekki verður breyting á. En hvaða ástæður liggja að baki þessu ástandi? Ljóst er að þær eru margar og að einhverju leyti sam- tvinnaðar. Hér áður fyrr var ákveðinn töfraljómi yfir skurð- hjúkrun og hún þótti spennandi og eftirsóknarverð. Áður voru hjúkrunarnemar lengur á skurðdeildum en öðrum deildum og þessi langi tími gerði það að verkum að margir þeirra fóru að finna sig þar og gátu hugsað sér að starfa á skurðdeild í framtíðinni. Síðan gerist það að í nokkur ár koma hjúkrunarnemar í HÍ alls ekki á skurðstofur á sínum námstíma og segja má að það vegi þungt með tilliti til þess að endurnýjun hefur ekki átt sér stað. Á þessu hefur þó orðið breyting sl. 6 ár og nú fá nemar mjög góða kynningu á því sem fram fer á skurðstofu en að vísu á mjög stuttum tíma. Áður voru nemar í 3 mánuði á skurð- stofu en nú er þetta komið niður í 4-6 daga. Ekki má svo gleyma því að skortur er á hjúkrunarfræðingum almennt sem auðvitað bitnar á skurðstofum eins og annars staðar. Leið, sem fara á til þess að laða hjúkrunarfræðinga að skurðhjúkrun, er að bjóða 3. árs hjúkrunarnemum að koma að vinna í sumarvinnu á skurðstofu. Nú er krafan sú að þeir séu búnir að vinna eitt ár áður en þeir koma til starfa á skurðstofu. Einnig geta hjúkrunarfræðingar lokið kjörári sínu á skurðstofu og farið síðan beint í vinnu þangað. Starfandi hjúkrunarfræðingar geta svo sótt um að vinna á skurðstofu þótt þeir séu ekki með sérnám. Þeir eru þá í aðlögunarstarfi í 6 mánuði og fara síðan í sérnám- ið þegar það býðst. Síðast var sérnám í boði 1999-2000 en fagdeild skurðhjúkrunar er nú að vinna drög að næsta sérnámi. Segja má að þema þessa blaðs sé skurðhjúkrun og með því að lesa það efni sem hér fer á eftir ættu allir sem áhuga hafa að geta fengið nokkuð góða innsýn í heim skurðhjúkrunar. Umfjöllunin er byggð á lokaverkefnum nokkurra skurðhjúkrunarfræðinga auk þess sem fylgst er með aðgerð á skurðstofu í máli og myndum. Aðaanqur ekki bannaður Skurðhjúkrunarfræðingar vilja ekki vera einangruð og ósýnileg stétt á bak við iokaðar dyr sem merktar eru: „Óviðkomandi bannaður aðgangur". íþessari grein er veitt innsýn í það sem gerist á bak við þessar luktu dyr og von- andi eykur hún skilning á störfum skurðhjúkrunarfræðinga. í upphafi skurðlækninga voru það hjúkrunarfræðingar af almennum deildum sem báru ábyrgð á að aðstoða skurðiækna við aðgerðir og annast sjúklingana. Með tím- anum fjölgaði aðgerðum, tæknin varð flóknari og auknar kröfur voru gerðar um dauðhreinsað umhverfi í skurð- aðgerðum. Þannig þróaðist ákveðin sérhæfing hjúkrunar- fræðinganna sem höfðu ekki lengur tíma til að sinna vinnu á deildum en unnu nú á bak við lokaðar dyr skurðstofunn- ar og þar með varð vinna þeirra síður sjáanleg. Upphafleg orsök einangrunar skurðstofunnar var eingöngu landfræði- leg, þ.e. til að viðhalda smitgát, en með tímanum virðist hún hafa þróast yfir í faglega einangrun. Þessi einangrun hefur leitt til þess að fólk á erfitt með að átta sig á hlutverki skurðhjúkrunarfræðinga og því er oft haldið fram að inni á skurðstofunni sé veitt lítil hjúkrun, starf skurðhjúkrunar- fræðinga sé tækninvinna, þeir rétti og hreinsi verkfæri og aðstoði skurðlækna, þetta sé aðstoðarmannavinna og ekki þörf á að hafa hjúkrunarfræðing í þessu starfi. Einnig er talað um að lítil samskipti séu milli sjúklings og skurðhjúkrunarfræðings því sjúklingarnir séu meira og minna sofandi. Þessu erum við sem til þekkjum auðvitað ósammála - hjúkrun er veitt á skurðstofu ekki síður en á öðrum deildum. Mjög fjölbreytileg hjúkrunarstörf Hlutverk allra hjúkrunarfræðinga, markmið og skyldur eru ““ 175 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 77. árg. 2001
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.