Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.2001, Blaðsíða 25

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.2001, Blaðsíða 25
^Vlor^unn A -skurSs'tofu Hvernig væri að fá að sjá hjúkrunarfræðinga að störfum í þessum „lokaða" heimi skurðstofunnar? Blaðamanni Tímarits hjúkrunarfræðinga bauðst að skyggnast að hurðarbaki á einni af 7 skurðstofum á Landspítalanum - háskólasjúkrahúsi, Fossvogi, og eftir að hafa verið full- vissuð um að þetta væri mjög „pen“ aðgerð sló ég til og dag einn í maí var ég mætt á skurðstofugang til að fylgjast með æðaskurðaðgerð á fæti sjúklings með æðakölkun. Þóra Guðjónsdóttir, skurðhjúkrunarfræðingur sem hefur umsjón með kennslu og fræðslu á skurðstofunni í Foss- vogi, var í hópi þeirra sem voru að störfum á skurðstofunni þennan morgun og hún var mér til leiðsagnar á meðan á skurðaðgerðinni stóð. Hér á síðunum má svo sjá og lesa um nokkuð afþví sem fram fór á skurðstofunni. Fyrst þurftum við Þóra auðvitað að fara í skurðstofu- gallann (Þóra í bláan og ég í grænan, í stíl við háralit) og setja hettur á höfuðið. Því miður var ekki hægt að fá svona flottar húfur eins og skurðstofuliðið í Bráðavaktinni og Chicago Hope eru með í sjónvarpsþáttunum vinsælu en að öðru leyti var þetta nokkuð líkt. Þegar við Þóra komum á sjálfa skurðstofuna kl. rúm- lega 8, nú búnar að bæta á okkur andlitsgrímum, voru þar fyrir að undirþúa aðgerðina Guðrún Daníelsdóttir, skurð- hjúkrunarfræðingur og aðstoðardeildarstjóri, Stefán Þor- marsson, svæfingalæknir, og Guðbjörg Ragnarsdóttir, svæfingahjúkrunarfræðingur. Guðrún var í dauðhreinsuð- um, einnota sloppi yfir skurðstofugallanum en hún var aðgerðarhjúkrunarfræðingurinn. Það þýðir að hún stendur hjá læknunum allan tímann meðan aðgerð varir. Þóra var aftur á móti umsjónarhjúkrunarfræðingur í aðgerðarinni sem þýðir að hún er á ferli í kringum hina og sinnir um- önnun sjúklingsins og undirbúningi hans fyrir aðgerð, ásamt ýmsum störfum. Að auki var Sjöfn Arnórsdóttir við aðgerðina og hafði það hlutverk að vera hjúkrunarfræð- ingur „í kring" eins og það er almennt kallað. Erum góðar að telja Á dauðhreinsað borð er Guðrún að taka til öll tæki og tól sem nota átti í aðgerðinni og raða þeim upp eftir kúnstar- innar reglum. Saman tvítelja þær Þóra allar grisjur sem nota á og að auki eru þær skráðar á töflu. Að aðgerð lok- inni endurtaka hjúkrunarfræðingarnir talninguna og merkja við á töflunni, þannig á að vera tryggt að ekki verði nein grisja eftir inni í sjúklingnum. Fleira er talið og stemmt af á þennan hátt, s.s. allar nálar og minni tæki. Öll skæri, hníf- ar, tangir o.þ.h. er skráð á lista og eftir aðgerð fer Guðrún yfir að allt stemmi. „Við erum að minnsta kosti góðar í að telja", segir hún glettnislega. Á meðan þessu fer fram eru Stefán og Guðbjörg að 177 Tlmarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 77. árg. 2001
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.