Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.2001, Blaðsíða 26

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.2001, Blaðsíða 26
Guðrún aðgerðarhjúkrunarfræðingur íklædd dauð- hreinsuðum sloppi með tæki og tól sem notuð eru við aðgerðina. setja upp allt sem þarf fyrir svæfinguna. Reyndar verður sjúklingurinn ekki svæfður heldur fær hann „epidúral" deyf- ingu. Á skráningarblaði sjúklingsins er beiðni læknis um aðgerðina og á því eru margs konar upplýsingar um sjúklinginn og aðgerðina sem hann er að fara í og að auki fylgir blað frá lager þar sem skráð er allt sem gert er ráð fyrir að sé notað í aðgerðinni. Á meðan á aðgerð stendur færir Þóra umbeðnar upplýsingar jafnt og þétt inn á skráningarblaðið og stemmir af það sem notað hefur verið af lager. Skráningin er því jafnframt birgðatalning. Sjöfn og Þóra koma „diatherm“ plötu fyrir undir sjúklingnum. Á bakvið þær sést Guðbjörg Elsa svæfingarhjúkrunarfræðingur. A þessari skurðstofu er sérstakt skurðborð sem hægt er að renna til, m.a. svo taka megi æðamyndir á meðan á aðgerð stendur. Sérstök Tempura - dýna er að auki á borðinu í þessari aðgerð til að minnka líkur á þrýstings- sáramyndun. í upphafi er er hlýrra á skurðstofunni en annars staðar hitastigið á að vera 21 °- 23°C svo sjúkiingn- um verði ekki kalt. Nú er allt að verða tilbúið fyrir sjúklinginn og við Þóra förum fram til að hitta hann. Þóra kynnir hann fyrir mér og spyr hvort það sé í lagi að ég sé viðstödd. Hann heldur nú það. Þóra ræðir síðan við hann um aðgerðina og spyr um líðan. Hann ber sig vel en kvartar yfir því að þurfa að vera fastandi og sérstaklega sé það slæmt þegar hann finni svona ilmandi kaffiiykt. Honum er því næst ekið inn á skurðstofu og í hendur svæfingarteymisins. Deyfingin tekur nokkurn tíma að virka og sjúklingurinn er spurður hvort honum sé kalt: „Nei, nei,“ er svarið. „Haldið þið að manni sé kalt innan um ykkur allar elskurnar.11 Betra að hafa eitthvað til vara Á meðan beðið er eftir að deyfingin virki notar Þóra tímann til að færa upplýsingar inn á skýrsluna. Klukkan er orðin 8.55 og allir eru nú mjög önnum kafnir enda styttist í að aðgerðin sjálf hefjist. Sá fótleggur sem ekki á að skera er bólstraður sérlega vel svo engin hætta sé á taugaskaða og hlúð að sjúklingnum á annan hátt. Þóra útskýrir fyrir honum að hún þurfi að setja upp þvag- legg og hvers vegna. „Þá er víst betra að hafa eitthvað til vara," segir sjúklingurinn kankvís. Sú aðgerð tekur aðeins örskamman tíma og Þóra segir honum síðan að nú þurfi hún að raka á honum þau svæði sem þurfa að vera hárlaus í aðgerðinni. Hann er sáttur við það og segir að sér þyki gaman að vera vakandi og fá að tala svona við hjúkrunarfræðingana, í stað þess að vera alltaf steinsof- andi. Að vísu átti það eftir að breytast. Svæfingateymið setur upp „Maxinn", sem er e.k. skil- rúm sem einangrar skurðsvæðið frá svæfingunni, og til að 178 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 77. árg. 2001
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.