Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.2001, Blaðsíða 28

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.2001, Blaðsíða 28
Heitt eins og í Ekvador Aðgerðin gengur vel og klukkan 10.20 er æðaklemman sett á. Við Þóra bregðum okkur í kaffi og þegar við komum aftur finnum við hve heitt er á skurðstofunni. í Ijós kom smávægileg bilun í kerfinu en verið er að laga hana. „Hér er orðið heitara en í Ekvador," segir einhver. Sjálf fann ég einkum fyrir hitanum vegna þess að móða settist stöðugt á gleraugun mín - aðalástæðan var að vísu sú að ég var með andlitsgrímuna öfuga! Guðrún og læknarnir fá engan kaffitíma fyrr en að aðgerð lokinni og þau hafa ekki fengið neitt að drekka í öllum hitanum. Sjöfn býðst til að sækja ískalt pepsí og því er tekið með þökkum. Sjöfn þurrkar svitann af enni Ara svo hann renni ekki ofan í augu. Sjöfn hjálpar hér Guðrúnu að fá sér sopa af ísköldu pepsíi. Og áður en langt um líður er búið að lagfæra það sem að loftræstingunni amaði og hitastigið fellur ört. Sjúklingurinn sem hefur sofið eða a.m.k. blundað á meðan á öllu þessu stendur spyr nú hvað klukkan sé og er sagt að hún sé 11.25. Nú er komið að því að mæla blóðflæði æðarinnar en það er gert með tækjabúnaði sem nefnist „Doppler". Æða- slátturinn heyrist hátt og greinilega í tækinu og læknarnir eru ánægðir með flæðið. Og þá er að loka skurðunum. í stað ytri sauma eru notuð títaníumhefti sem skotið er úr heftibyssu. Þessi aðferð hefur marga kosti, segir Helgi. M.a. þarf ekkert dren og skurðurinn grær jafnvel betur en þegar notaður er saumur. 180 Á meðan læknarnir loka skurðinum nota Þóra og Guðrún tímann til að stemma af grisjur og tæki. Ein grisja er ekki komin fram en við nánari aðgæslu sést að hún er djúpt í skurðinum sem enn er verið að vinna við að loka. Þóra og Guðrún tvítelja saman allar grisjur og ýmislegt annað sem notað var í aðgerðinni og ganga þannig úr skugga um að ekkert hafi orðið eftir. Ætli mitt próf dugi? Þóra fer og talar við sjúklinginn og lætur hann vita að nú sé þetta alveg að verða búið. Hann er hinn rólegasti og segir að hann haldi að hann hafi bara sofið. „Það er mjög gott,“ svarar Þóra. Um klukkan 12.45 hafa þær Guðrún og Þóra lokið afstemmingu og Þóra lýkur við að færa inn á sjúkraskýrslu sjúklingsins það sem eftir er. M.a. skráir hún aðgerðarheiti og númer en slíkt er ekki gert fyrr en í lokin því aðgerð getur breyst á meðan á henni stendur. Sjúklingurinn er að verða tilbúinn til að fara á vöknun og við Þóra þurfum að fara að tygja okkur því báðar erum við á leið á Fulltrúaþing Félags íslenskra hjúkrunarfræð- inga. Guðrún, og þau hin, fá loks að setjast niður og slappa af, þ.e.a.s. þar til næsta aðgerð hefst. En þá mun Guðrún gegna hlutverki umsjónarhjúkrunarfræðings og einhver annar taka að sér hlutverk aðgerðarhjúkrunar- fræðings. Hefði Þóra ekki verið að fara hefði það komið í hennar hlut en á þennan hátt skipta skurðhjúkrunar- fræðingarnir alltaf með sér störfum í aðgerðum. Ekki veit ég hvað það er sem fælir hjúkrunarfræðinga almennt frá störfum á skurðstofunni. Sjálfri fannst mér mjög áhugavert að fá að vera þar þennan morgun og fylgjast með fagfólki vinna saman eins vel smurð vél. Svona náin teymisvinna virðist gera það að verkum að léttleiki ríkir á skurðstofunni og ég gat ekki betur séð en að þetta væri bæði skemmtilegur og hvetjandi vinnustaður. Svei mér ef ég gæti ekki vel hugsað mér að vinna þarna... en ætli BA-prófið mitt í íslensku dugi til að ég fái starfið? Bryndís Kristjánsdóttir. Timarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 77. árg. 2001
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.