Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.2001, Blaðsíða 29

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.2001, Blaðsíða 29
Störf skurðhjúkrunarfræðinga — í fov'tíð OA frÁM.-tíð Jafnframt því sem viö kynnumst nánar því sem fram fer á bakvið luktar dyr skurðstofunnar er ekki úr vegi að skyggnast á bakvið tjöld fortíðar og framtíðar. í lokaverkefni sínu í framhaldsnámi á vegum Endur- menntunarstofnunar rifjaði Vigdís Árnadóttir skurðhjúkr- unarfræðingur upp gamla tíma á skurðstofum og Jóhanna Pálsdóttir skurðhjúkrunarfræðingur velti fyrir sér framtíðar- sýn innan skurðhjúkrunar. Hér á eftir fer samantekt úr loka- verkefnum þeirra en þar sem lítið er til af rituðum heim- ildum um fortíðina byggði Vigdís upplýsingar sínar um hana á samtölum við skurðhjúkrunarfræðingana Rebekku Jónsdóttur, Valgerði Kristjánsdóttur, Gróu Ingimundar- dóttur, Dóru Hansen og Sólrúnu Sveinsdóttur. Fyrstu skurðhjúkrunarfræðingarnir og vinnuaðferðir Fyrstu íslensku skurðhjúkrunarfræðingarnir sérmenntuðu sig erlendis en skipulagt sérnám hófst ekki hér á landi fyrr en árið 1963. Árið 1976 var farið að kenna skurðhjúkrun í Nýja hjúkrunarskólanum og 1995 var námið flutt á háskóla- stig. Félag skurðhjúkrunarfræðinga var stofnað 1973. En hvernig voru vinnuaðferðirnar hér áður fyrr? Fyrir 50 árum voru 2 skurðstofur og ein skiptistofa á Landspítalanum. Slysavarðsstofan var á Heilsugæslustöðinni við Barónsstíg og komu því öll slys þaðan á Landspítalann þar til Borgarspítalinn tók við 1968. Einn skurðhjúkrunar- fræðingur og einn hjúkrunarnemi vann á hverri skurðstofu. Vinnutími var oft langur þar sem ekki voru nein ákvæði um hvíldartíma. Svæfingahjúkrunarfræðingar voru ekki komnir til sögunnar og því þurftu skurðhjúkrunarfræðingarnir að hjálpa svæfingalæknum að draga upp lyf, hafa til rétta maska og túbur, hella eter á svæfingavélina og fleira þess háttar. Engir ritarar voru á deildunum eins og nú tíðkast og sátu læknastúdentar inni á skurðstofu fæðingardeildarinnar og skrifuðu aðgerðalýsingu á meðan á aðgerð stóð. Engir tiltektarlistar voru til fyrir aðgerðir en sumir hjúkrunarfræð- ingar skrifuðu hjá sér hvaða áhöld voru notuð í hverja aðgerð og því var oft flett upp þegar verið var að taka til fyrir næstu aðgerð. Lítið var um staðlaða bakka og því flóknara að tína til einstök verkfæri. Fyrsti pakkinn var líklega búinn til á skurðstofu kvenna en hann var fyrir keisaraaðgerðir. Grisjur, bæði litlar og stórar, voru ekki með röntgen- þræði eins og nú. Hér áður voru gefnar 5 grisjur í einu og talið eins og gert er núna en ekkert var skráð eða kvittað fyrir. Allar saltvatnsgrisjur voru taldar og hengdar upp á 1 m háa grind sem var fyrir hundrað stykki. Allar grisjur, sem notaðar voru í aðgerðum, sama hve skítugar þær voru, voru þvegnar, sótthreinsaðar og notaðar aftur. Síðar var þó hætt að nota grisjur aftur í aðgerðum en þær voru þvegnar og nýttar í sáraskiptingar eða ræstingar. Allar nálar, sem notaðar voru í aðgerðum, voru þrædd- ar. Eftir notkun voru þær þvegnar, sótthreinsaðar og not- aðar aftur. Þegar verið var að sauma „anastómósur" var mikið að gera hjá skurðhjúkrunarfræðingum við að þræða nálar. Um 40 spottar voru notaðir í eina anastómósu og þurfti hröð handtök við að þræða nálarnar. Um 1960 fór að koma seymi þar sem þráðurinn var áfastur nálunum. Kattargarnasaumurinn („Catgut") kom hver fyrir sig í glerhylkjum sem í var vökvi sem hélt saumnum blautum og sótthreinsuðum. Um 24 slík hylki voru í einni stórri gler- krukku með formalíni. í aðgerð voru hylkin tekin upp með sótthreinsaðri töng og þau brotin varlega. Ef tekin voru upp of mörg hylki voru þau endursótthreinsuð í formalíni í stórri krukku. Þeim var þá safnað saman og á laugar- dögum voru þau sett í vökvann. Þau voru svo látin standa í einn sólarhring áður en þau voru notuð aftur. Á Akureyri var saumurinn aftur á móti á einu stóru kefli sem var ofan í krukku og með dauðhreinsuðum skærum var klippt sú lengd sem þurfti að nota og krukkunni svo lokað aftur. Skurðstofuhjúkrunarfræðingar sáu einnig um að ná í radíum sem koma átti fyrir í legi kvenna sem voru með krabbamein. Fyrst héldu þær á því í lófunum og var ekkert hugsað um skaðsemi þess. Síðar var radíum komið fyrir í blýdalli - og enn síðar komu blýsvuntur fyrir starfsfólkið. Venjuleg negling á lærlegg tók oftast marga klukkutíma þar sem taka þurfti margar röntgenmyndir, fara niður á röntgendeild til að framkalla myndina og koma með hana aftur. Því var það mikil bylting þegar skyggnimagnarinn kom. Við allar kviðarholsaðgerðir voru ævinlega tveir sér- fræðingar auk unglæknis og stúdents. Lítið var um góða sjálfhaldandi haka og þurftu því unglæknirinn, sem þá var kallaður kandídat, og stúdentinn að standa klukkutímun saman og halda í „díver“ eða aðra haka. Fyrsti rafmagns- borinn, sem munað er eftir, átti dr. Bjarni Jónsson á Landakoti. Var þessi bor bæði þungur og fyrirferðarmikill. Sótthreinsun og áhöld Til að byrja með voru öll verkfæri, sem þoldu suðu, soðin í pottum. Föt og skálar fóru saman í pott og þegar suðu var lokið var vatninu hleypt af og pottarnir ekki opnaðir fyrr en nota átti hlutina, jafnvel daginn eftir. Áhöldin voru fyrst um 181 Tímarit hjúkrunarfræðinga ■ 3. tbl. 77. árg. 2001
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.