Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.2001, Blaðsíða 30

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.2001, Blaðsíða 30
sinn sett í grind og þau soðin. Þegar nota þurfti áhöldin tók sótthreinsaður hjúkrunarfræðingur dauðhreinsaðar krækjur og lyfti grindinni upp úr sjóðheitu vatninu og beið þar til vatnið draup af henni. Speglunartækin og rafskurðarhnífarnir („diathermy") voru sótthreinsuð í formalínskáp sem var í notkun daglega. Formalíntafla var sett á litla hitaplötu sem bræddi hana á 60 mínútum. Það mátti helst ekki opna skápinn næstu klukkustundirnar á eftir því lyktin var sterk og uppgufunin olli sviða í andliti og augum. Síðar var farið að sótthreinsa verkfærin í „autoclava" sem létti störfin til muna en áður hafði hann eingöngu verið notaður fyrir sloppa og annað tau. „Autoclavinn" var í fyrstu algjörlega handstýrður. Fylgjast þurfti vel með að rétt hitastig væri í ofninum og að lofttæmingu væri lokið. Þá var hert á sveif sem var á hurðinni og tíminn tekinn þegar rétt hitastig og þrýstingur var í skápnum. Þetta var svo endurtekið þegar kom að þurrkun. Eftir það fór sú sem átti að standa við aðgerðina, og komin var í sótthreinsaðan slopp, að ná í áhöldin sem voru mjög heit. Að aðgerð lokinni voru áhöldin þvegin og sett aftur í „autoclavann". Einnig var til rafmagns- hitaofn sem í voru sótthreinsuð saumatökusett og fleira. Eftir aðgerðir voru allir hanskar þvegnir og þurrkaðir og þeir blásnir upp eða kreistir til að athuga hvort gat væri á þeim. Flanskarnir voru fyrst blásnir upp, þeim síðan snúið við og blásnir upp aftur. Að lokum var þeim pakkað inn og þeir sótthreinsaðir. Mikil framför varð þegar tekin var í notkun vél sem blés upp hanskana og púðraði þá um leið. Götóttum hönskum var ekki hent heldur voru þeir bættir með því að bót var klipin úr ónýtum hönskum með fingur- nöglum og hún límd yfir gatið. Þá þótti gott að vera með langar neglur. Nýir hanskar voru þá gjarnan notaðir við stærri aðgerðir svo sem kviðarholsaðgerðir en notaðir og bættir í minni aðgerðir, þreifingar og fleira. Sérstakur loft- þéttur púðurkassi var til á fæðingardeildinni. Hann var með götum fyrir handleggina og því hægt að púðra hanskana inni í kassanum án þess að púðrið dreifðist í andrúms- loftið. Á Landakoti var til sérhönnuð tína fyrir hanska. Hanskarnir voru settir á klemmu sem hengd var inn í tínuna á svipaðan hátt og föt eru hengd inn í skáp. Skurðstofuhjúkrunarfræðingarnir á kvennadeildinni sáu um að sótthreinsa vatn fyrir kvennadeildina en allar sængurkonurnar voru skolaðar að neðan með vatninu fyrstu 3 daga eftir fæðingu. í þeim tilgangi voru til tveir 100 lítra kútar af soðnu vatni á skurðstofu. Enn fremur þurfti að eima vatn og blanda þann „lapis“ sem notaður var. Einungis eitt sett af áhöldum var til fyrir hverja aðgerð og ein „diathermi" plata. Hún var úr stáli og var sett undir kálfa eða rasskinn til að jarðtengja sjúklinginn þegar verið var að brenna fyrir æðar o.fl. með rafskurðarhníf. Framleiðsla og pökkun Mikil vinna var við að pakka og dauðhreinsa. Þegar útbún- 182 ar voru grisjur, túffur, gifsbindi og fleira voru langir strangar af efni skornir niður með brauðhníf í tréstokk sem kallaður var höggstokkur. Bindin voru skorin í mismunandi breiddir og þeim velt upp úr gifsdufti og síðan rúllað upp. Bómullarpakkar voru einnig skornir í stokkum og búnir til „tampónar", brunaumbúðir o.fl. Á Landspítalanum voru til lakatínur, einnig laka- og sloppapakkar sem pakkað var í tvöföld taustykki. Á fæðingardeildinni voru til taupakkar, þ.e.a.s. keisarapakki, kviðarhols-, útskafs- og legsigspakki. Öll lök og sloppar voru brotin saman eftir vissum reglum og pakkað rétt eins og gert er enn þann dag í dag. Hjúkrunarfræðingarnir á skurðstofunni þurftu að búa til öll vökva- og blóðsett. Þlastslöngur voru þræddar upp á glerhylki sem fóru upp í flöskuna. Glerhylkin voru svo alltaf hreinsuð og endursótthreinsuð. Ef um blóðsett var að ræða var grisja sett upp í hylkið og notuð sem sía og þannig var dauðhreinsað. Æðanálar, sem settar voru í sjúkling, voru notaðar aftur og brýndar ef þær urðu bitlausar. Allt sem nota þurfti var pantað sérstaklega, þar með talinn allur vökvi. Saumasilki kom á keflum og var það mælt í ákveðnum lengdum, pakkað inn og síðan sótt- hreinsað. Stundum var erfitt að fá það sem til þurfti, eins og t.d. sprautur og langar nálar, og var þá hægt að leita til Sölu varnarliðseigna en þar var ýmislegt nytsamlegt til. Virðing og samskipti Mikil virðing var borin fyrir skurðlæknum og voru þeir yfirleitt þéraðir og jafnframt kallaðir prófessor eða doktor á undan nafninu. Saumaðar voru húfur á starfsfólkið. Á prófessorana voru saumaðar sérstakar húfur, svokallaðar „prófessorahúfur". Einnig voru sérsaumuð föt á þá eftir máli og var sá fatnaður merktur þeim. Meðan aðgerð stóð yfir var takmarkað málfrelsi. Á vaktinni var tilbúið smurt brauð og kaffi fyrir læknana þegar aðgerð var lokið. Hjúkrunarnemar máttu ekki drekka kaffi inni á vaktinni. Þeir þurftu því að fara inn á skolherbergi og drekka kaffi sitt þar. Þar var mjög óvistlegt og meðal annars voru þar líffæri sem höfðu verið fjarlægð úr sjúklingum þann daginn. Á FSA var aftur á móti ekki eins mikil stéttaskipting, þar sátu allir saman á kaffistofunni, sama hvort var um að ræða nema eða sérfræðinga. Framtíð skurðhjúkrunar En hver verður framtíð skurðhjúkrunar? Sumir telja að ör tækniþróun sé að gera það að verkum að við séum að verða vitni að endalokum skurð- hjúkrunar í þeirri mynd sem að við þekkjum hana nú. Skurðhjúkrunarfræðingar verða að sjálfsögðu að tileinka sér nýju tæknina til að geta nýtt sér hana. Segja má að framtíðarhlutverk skurðhjúkrunarfræðinga sé næstum ótakmarkað - svo framarlega sem þeir nýta sér þau tækifæri sem þeim eru kynnt. Til þess að fá sem mest út Tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 77. árg. 2001
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.