Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.2001, Blaðsíða 31

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.2001, Blaðsíða 31
Skurðstofa gamla Landakotsspítalans árið 1955. F.v. Sr. Flavía, sr. Gabriella, Þórhallur B. Ólafsson, Stefán P. Björnsson, Haraldur Guðjónsson og Bjarni Jónsson. (Myndin er úr bókinni „Dr. Bjarni Jónsson - á Landakoti". Setberg, 1990). úr breytingum verður að beina athyglinni bæði að hlutverki skurðhjúkrunar og tækninni því þetta tvennt vinnur saman. Eftir því sem tæknin heldur innreið sína á skurðstofuna verður hún að falla þar inn fyrirhafnarlaust. Til að svo megi vera verður að endurhanna skurðstofur til að koma fyrir tækjum eins og vélmennum, háþróuðum sýndarveruleika, segulómtækjum og tölvum. Ný tölvuforrit, notuð til að forgangsraða þáttum í meðferð skurðsjúklinga, verður að þróa og samlaga. Möguleikar á ávinningi eru gífurlegir, t.d. ef upp kæmi blæðing í aðgerð þá væri hægt að segulóma skurðsvæðið sem síðan kæmi upp á tölvuskjá. Eða ef líkamshiti sjúklings breyttist þá myndi tölvan mæla með sýklalyfjum eða vökvamagni sem myndi hækka eða lækka hitann þar til eðlilegu ástandi væri náð. Hlutverk skurðhjúkrunarfræðinga væri að fella inn í klínískt nám kennslu á þennan nýja tæknibúnað og aðstoða atvinnugreinina í rannsóknum hennar og þróun. Skurðhjúkrunarfræðingar eru flestir farnir að afla sér þeirrar þekkingar sem ný og vaxandi tækni krefst. í fullkomnum framtíðarheimi munu skurðstofur verða hátæknivæddar og krefjast mikillar nákvæmni. Klínísk ferli verða sett inn í tölvuforrit sem þjónustu og drifkraftur í allri meðferð sjúkl- inga. Hjúkrunarfræðingur munu fylgjast með meðferðinni í móðurstöð. Þegar sjúklingarnir detta út úr ferlinu sendir hjúkrunarfræðingurinn viðeigandi starfsfólki skilaboð um úrræði til að laga ástandið. Vélmenni Vélmenni eru nýjasta breytingin og áskorunin á skurðstof- unni og eiga eftir að skipta þar miklu máli. Þegar talað er um vélmenni sjá flestir fyrir sér vél sem líkist manni og er bæði með hendur og fætur en í raun er einungis um tölvu- stýrðan arm að ræða. Heitið er upprunalega dregið af tékkneska orðinu „robota" sem þýðir „nauðungarvinnuafl". Fyrsta skráning á notkun vélmenna í heilbrigðisþjónustu var árið 1991 á sjúkrahúsi í Connecticut. Fimm vélmenni voru notuð sem burðarmenn til að flytja hluti frá einu svæði til annars innan sjúkrahússins. Vélmenni verða forrituð til að framkvæma skurðaðgerð- ir þar sem árangur af aðgerð er mun nákvæmari. Sem dæmi um notkun vélmenna má nefna að farið er að nota þau í liðskiptaaðgerðum erlendis. Einnig aðstoða þau við speglunaraðgerðir þar sem rannsóknir um nákvæmni vél- menna á skurðstofu gegn þjálfaðri hendi aðstoðarmanns hafa sýnt að ef vélmenni heldur kviðsjá er henni stjórnað mun nákvæmar en ef maður heldur henni. Nú þegar eru vélmenni notuð bæði á Landspítalanum í Fossvogi og við Hringbraut. Þetta eru tölvustýrðir armar sem notaðir eru til að halda kviðsjá og rödd skurðlæknisins stjórnar hreyf- ingum þeirra. Fjarskurðlækningar Tæknin veitir möguleika á að stundaðar séu fjarskurð- lækningar. Fjarskurðlækningar hafa ýmsa kosti. Fyrst ber að nefna að mikið veikir sjúklingar þurfa ekki að ferðast langar vegalengdir vegna meðferðar. Þær gera skurðlækn- um einnig mögulegt að framkvæma aðgerðir í áhættu- umhverfi, svo sem á vígvöllum. í þriðja lagi gera þær sérfræðingum kleift að stunda lækningar á svæðum þar sem sú sérfræðiþjónusta er ekki fyrir hendi. Með fjarlækn- ingum er einnig hægt að meðhöndla fieiri einstaklinga og auka gæði þjónustunnar. Skurðaðgerðir, þar sem notuð eru vélmenni ásamt háþróaðri tölvutækni og samskipta- kerfum, geta breytt og aukið starfsumfang skurðhjúkr- unarfræðinga gífurlega. Skurðhjúkrun En geta vélmenni og tölvur komið í staðinn fyrir lækna og hjúkrunarfræðinga? Nei, það geta þau ekki. Þau eru að vísu forrituð til að aðstoða en í þau vantar mannlega þátt- inn; hann er alltaf jafn mikilvægur og úreldist aldrei. Hér er vélmenni að störfum á skurðstofu. Þetta er tölvustýrður armur en hreyfingar hans stýrast af rödd þess sem stjórnar. Tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 77. árg. 2001 183
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.