Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.2001, Blaðsíða 32

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.2001, Blaðsíða 32
Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri Hjukrunarfræðingar - ljósmæður Fjórðungssjúkrahúsið á Alcureyri er annað stærsta sjúkrahús landsins sem hefúr það að markmiði að veita sjúklingum og aðstand- endum þeirra áreiðanlega, markvissa og fjölskylduvæna heilbrigðisþjónustu. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri hefúr nána samvinnu við háskólana í landinu og lögð er áhersla á símenntun á sviði heilbrigðismála og rannsóknir á sviði heilbrigðisvísinda. Fjórðungssjúkrahúsið vantar hjúkrunar- fræðinga og Ijósmæður til starfa nú þegar eða eftir samkomulagi, um er að ræða fastar stöður og afleysingastöður. Nýútskrifuðum hjúkrunarfræðingum er boðið sérskipulagt fyrsta ár í starfl, með fræðslu og stuðningi, og þar með að skipuleggja framtíð sína í starfi. Boðin er einstaklingshæfð aðlögun með reyndum hjúkrunarfræðingum og ljósmæðrum. Starfshlutfall og starfstími eftir samkomulagi. Upplýsingar gefur þóra Akadóttir starfs- mannastjóri hjúkrunar sími 4630273 og netfang thora@fsa.is Laun samkvæmt gildandi kjarasamningum viðkomandi stéttarfélags og fjármálráðherra fyrir hönd ríkissjóðs. Reyklaus vinnustaður Skurðhjúkrun er heildræn hjúkrun sjúklinga sem eru að fara í aðgerð og þýðir að skurðhjúkrunarfræðingar verða að meta sjúklinginn fyrir, í og eftir aðgerð. Sjá má fyrir sér að á þvl ferli væri t.d. hægt að byrja í innskriftarmiðstöð. Þar væri ferlinu stjórnað af hjúkrunarfræðingi og fæli í sér mat á ástandi sjúklingsins og fræðslu um aðgerð og svæfingu sem hann væri að fara í. Þessi hluti getur skipt meginmáli í undirbúningi sjúklings fyrir aðgerð. í slíkri mið- stöð myndu sjúklingarnir hitta sérfræðingana sem sjá munu um mismunandi hliðar meðferðar þeirra, þ.m.t. skurðhjúkrunarfræðing. Þegar skurðhjúkrunarfræðingur kynnir sér sjúklinginn fyrir aðgerð safnar hann upplýsingum til að undirbúa komu sjúklingsins á skurðstofu. Þekking á ástandi sjúklings getur haft áhrif á hvaða tæki og verkfæri eru notuð við aðgerðina. Einnig er mjög mikilvægt fyrir sjúklinginn að hitta fyrir aðgerð einhvern sem verður til staðar þegar á skurðstofuna er komið. Kunnuglegt andlit er mikill léttir í ókunnu og ógnandi umhverfi. Það að vera búin að gera áætlun fyrir sjúklinginn fyrir aðgerð og tengja hana klínískri kunnáttu er mjög mikil- vægur þáttur í gerð tímaáætlunar og tryggir öryggi og velferð sjúklingsins. Mat eftir aðgerð („post op“) hjálpar skurðhjúkrunarfræðingum að meta þá umönnun og með- ferð sem sjúklingurinn fékk: Fékk hann nægar upplýs- ingar? Var framgangur aðgerðarinnar auðveldur og árang- ursríkur? Var séð fyrir öllum þörfum sjúklingsins? Slíkt mat getur jafnframt gagnast öðrum hjúkrunarfræðingum, styrkt persónuleg tengsl við ættingja sjúklingsins og gefið innsýn í hlutverk skurðhjúkrunarfræðingsins. Asta kosin annar varaformaður Á fulltrúaþingi Alþjóðasamtaka hjúkrunarfræðinga (International Council of Nursing, ICN) sem haldið var í Kaupmannahöfn 9.- 11. júní sl. var Ásta Möller, alþingismaður og fyrrverandi formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, kjörin 2. varaformaður stjórnar. Ásta tók sæti Norðurlanda og Austur-Evrópu í stjórn ICN vorið 1999 en þá lét Laila Dávöj, fyrrum formaður félags norskra hjúkrunarfræðinga, af störfum í stjórn ICN þegar hún tók við ráðherraembætti í norsku ríkisstjórninni. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga óskar Ástu til hamingju með þennan áfanga og góðs gengis í stjórnarstörfum fyrir ICN. 184 Tímarit hjúkrunarfræðinga ■ 3. tbl. 77. árg. 2001
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.