Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.2001, Blaðsíða 40

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.2001, Blaðsíða 40
Formaður félagsins, Herdís Sveinsdóttir, setti þingið. Fyrst á dagskrá að loknu kaffihléi var afgreiðsla starfs- áætlunar næsta starfstímabils stjórnar. Nokkrar umræður urðu um starfsáætlunina, m.a. var lagt til að námskeið um ræðumennsku og fundarsköp yrði haldið fyrir hjúkrunar- fræðinga. Hjúkrunarfræðingar af landsbyggðinni nefndu að þeim fyndist skorta á að fræðsla væri þeim aðgengileg og töldu að bæta mætti þar verulega úr með því að nota fjar- fundabúnað á fundum sem haldnir eru á vegum félagsins. Fram kom að gera á átak í heilbrigðisfræðslu til almenn- ings og kynningu á því hvað hjúkrun felur í sér. Þá kom fram að hjúkrunarfræðingum í fyrirtækjum er gert skylt að greiða sín stéttarfélagsgjöld til VR í stað félagsins. Þessu vilja þeir breyta og fóru fram á aðstoð félagsins við að fá þessu breytt. Að lokum var starfsáætlun stjórnar sam- þykkt. Líflegt þing Seinni þingdaginn var eins og þingfulltrúar hefðu vaknað af dvala því þeir voru sýnu líflegri en fyrri daginn og fleiri tóku til máls. Fagnaði ein af eldri hjúkrunarfræðingunum þessu og sagði að á fulltrúaþingunum áður fyrr hefðu heyrst heil- miklar skoðanir en að nú væri eins og þingfulltrúar væru leiddir í gegnum dagskrána. í framhaldi af þessu hófust umræður um kjör fulltrúa á þingið. Nokkurrar óánægju gætti með val fulltrúa Reykjavíkurdeildarinnar og höfðu sumir á orði að sú deild væri í raun dauð. Aðrir risu henni til varnar og sögðu að starfsemi hennar hefði oft verið blómleg en að með tilkomu allra fagdeildanna væri eins og allur þróttur væri úr henni dreginn. Eftir að fjárhagsáætlun starfstímabilsins 2001-2002 hafði verið samþykkt samhljóða voru lagabreytingar á dag- skrá. Erlín Óskarsdóttir kynnti fyrirliggjandi tillögur til laga- breytinga frá stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga: • Breytingartillaga við 3. grein laga Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga sem felur í sér rétt til aukaaðildar að félaginu fyrir hjúkrunarnema og erlendra hjúkrunarfræð- inga. Tillagan var samþykkt að hluta en því beint til stjórnar að hún ynni frekari útfærslu á aukaaðild hjúkr- unarnema. Eftirfarandi málsgrein var samþykkt sem viðbót við 3. gr.: Rétt til aukaaðildar að félaginu eiga þeir sem uppfylla skilyrði 2.gr. hjúkrunarlaga. Enginn getur verið aukaaðili að Félagi íslenskra hjúkrunarfræð- inga samkvæmt þessu skilyrði lengur en 3 ár. • Breytingartillaga við 19. grein laga Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga sem felur í sér breytingu á uppröðun dagskrárliða á fulltrúaþingi, þ.e. að afgreiðsla starfs- áætlunar sé tekin fyrir á undan fjárhagsáætlun þar sem ekki er hægt að afgreiða fjárhagsáætlun fyrr en starfs- áætlun liggur fyrir. Tillagan var samþykkt samhljóða. • Breytingartillaga við 14. grein laga Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga þar sem í lok greinarinnar kæmi við- bót um hvað gera skuli ef svæðisdeild, einhverra hluta vegna, kýs ekki fulltrúa á þingið. Fram kom svohljóð- andi tillaga frá Þuríði Ingimundardóttur: Fulltrúaþing Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga samþykkir að kosið verði í nefnd til að fara yfir lög félagsins. Rök hennar voru að ekki væri nóg að bæta við nýrri málsgrein, þar sem stærsta deild félagsins með flesta fulltrúa hefði verið óvirk undanfarin ár, heldur væri nauðsynlegt að endurskoða lögin í heild sinni. Sérstaklega VI. kafla laganna sem fjallar um „Uppbyggingu félagsins - Full- trúaþing". Stjórnin dró breytingartillögu sína við 14. gr. til baka en tillaga Þuríðar var samþykkt samhljóða. • Breytingartillaga við 32. grein laga Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga þar sem nýrri málsgrein var bætt inn í. Viðbótin hljóði svo: Ritstjórn ritrýndra greina skal starfa til hliðar við ritnefnd og skal hún skipuð tveimur fulltrúum og einum til vara, sem kosnir eru sérstaklega á fulltrúaþingi. Tillagan samþykkt samhljóða. • Breytingartillaga við 32. grein laga Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga um heiti nefnda. Tillagan hljóðar svo: / félaginu skulu starfa eftirtaldar nefndir: - Fræðslu- nefnd. Greinin að öðru leyti óbreytt. Tillagan var sam- þykkt samhljóða. • Breytingartillaga við 33. grein laga Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga þar sem rætt er um hlutverk nefnda félagsins. Tillagan hljóðar svo: Meginverkefni og skipan nefnda skal vera sem hér segir: Fræðslunefnd skal skipuð fimm fulltrúum og tveimur til vara sem kjörnir eru á fulltrúaþingi. Hlutverk nefndarinnar er að stuðla að fræðslu til félagsmanna og almennings. Greinin verði a.ö.l. óbreytt. Margir höfðu skoðun á lagabreytingunum en m.a. kom fram að það væri eindregin ósk hjúkrunarnema að fá að gerast aukaaðilar og öðlast þar með þau réttindi sem slíkri aðild fylgir. Ekki síst finnst þeim mikilvægt að félagið semji fyrir þá um kaup og kjör. Umræður sköpuðust síðan um lögmæti fundarins vegna þess að talið var að draga mætti í efa lögmæti kosningu fulltrúa Reykjavíkurdeildar. Herdís 192 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 77. árg. 2001
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.