Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.2001, Blaðsíða 51

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.2001, Blaðsíða 51
Leiðsagnar þörf Eins og Christopher sagði þá var hann hingað komin tii að hjálpa okkur að taka hlerana frá „glugganum" en með- ferðaraðilar, sem vilja temja sér að nota íhugun í starfi geta þurft á leiðsögn að halda við ýmsar aðstæður, og hér á eftir fer listi hans yfir nokkrar þeirra: Leiðsagnar getur verið þörf • til að afhjúpa ósamkvæmni og ýta undir meintan ágreining • til að afhjúpa og standa frammi fyrir rangtúlkun á eigin sjálfsmynd og þröngum sjóndeildarhring. Og til að ögra meðferðaraðilanum til að horfi á ástand frá nýjum sjónarhóli • til að grafast fyrir um og skilja þá þætti sem staðið hafa í veg fyrir því að náðst hefur að vinna starf sitt á markvissan og eftirsóknarverðan hátt • til að finna öruggt bakland þar sem meðferðaraðilinn finnur fyrir samhygð og þar sem hann getur fundið nauðsynlegt hugrekki og tilgang til að takast á við erfiðar aðstæður • til að endurvekja áhuga á skuldbindingum sínum ef áhuginn er farinn að dala eða þreyta farin að gera vart við sig vegna „andsnúins" starfsanda á vinnustað • til að uppgötva og rannsaka nýjar leiðir til að bregðast við ástandi/vandamálum • til að komast á dýpra og meira krefjandi stig íhugunar • til að gera meðferðaraðilanum kleift að taka til þeirra ráða sem þarf til að greiða úr ósamræmi. Hér verður settur punktur við þessa samantekt úr vinnusmiðju Christopher Johns á Akureyri 22. maí sl. - vonandi hefur með henni tekist að opna aðeins „glugga" svo skyggnast megi inn í þann aðferðarheim sem hann er þarna að kynna, en eins og fyrr segir er hægt að fá meira að vita hjá ráðstefnuhöldurunum. BK Starfstengd siðfræði er ný námsleið við heimspekiskor Háskóla íslands þar sem eitt meginmarkmiðið er að þjálfa nemendur til að greina og takast á við siðferðileg úrlausnarefni í starfi. Sérstök áhersla verður lögð á siðfræði heilbrigðisþjónustu auk áherslu á siðfræði menntunar, náttúru og viðskipta. Námsleiðin er því kjörin fyrir heil- brigðisstarfsfólk sem í starfi sínu þarf að takast á við erfið siðferðileg vandamál. Starfstengd siðfræði er í umsjón Siðfræðistofnunar Háskóla íslands og skipulögð í samvinnu við Kennara- háskólann og Háskólann á Akureyri. Námið hefst í janúar 2002 og tekur tvær annir. Lokaverkefnið verður tengt vett- vangsnámi og verður það unnið undir handleiðslu kennara við heimspekiskor. í framhaldi af 30 eininga námi stendur til að bjóða upp á M.Paed. nám og almennt meistaranám í siðfræði og geta þá nemendur sem Ijúka 30 eininga nám- inu, auðveldlega bætt meistaragráðunni við síðar. Markmið starfstengdrar siðfræði er einkum að kynna nemendum kenningar í siðfræði, þjálfa þá í rökræðum um siðferðileg úrlausnarefni og ákvarðanir um þau og að kenna rannsóknaraðferðir í siðfræði. Á fyrra misseri, þ.e. vormisseri, Ijúka nemendur 15 einingum sem felast í þremur 5 eininga námskeiðum. Námskeiðin, sem þá eru í boði, eru: Inngangur að siðfræði þar sem farið er yfir helstu kenningar í siðfræði, Hagnýtt siðfræði með áherslu á tengsl fræðilegrar og hagnýttrar siðfræði og Málstofa um starfstengda siðfræði þar sem lögð verður áhersla á raunhæf siðfræðileg úrlausnarefni. Á síðara misseri, þ.e. haustmisseri, Ijúka nemendur 10 einingum með vettvangs- námi og verkefni undir handleiðslu kennara við heimspeki- skor auk 5 eininga valnámskeiðs. Boðið er upp á fjölda valnámskeiða í samvinnu við Kennaraháskóla íslands og Háskólann á Akureyri. Sækja þarf sérstaklega um námið til Siðfræðistofnunar Háskóla íslands og er umsóknarfrestur til 15. september. Umsækjendur verða að hafa lokið B.A., B.S. B.Ed. prófi eða öðru sambærilegu háskólaprófi. Við mat á umsóknum er tekið mið af einkunnum úr háskólanámi, starfsreynslu og meðmælum. Allar frekari upplýsingar veitir Salvör Nordal, forstöðumaður Siðfræðistofnunar, í síma 525 4195 eða með tölvupósti: salvorn@hi.is. Tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 77. árg. 2001 203
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.