Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.2001, Blaðsíða 53

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.2001, Blaðsíða 53
Forvarnapistill: Eydís Sveinbjarnardóttir, geðhjúkrunarfræðingur og sviðsstjóri hjúkrunar á geðsviði Landspítala háskólasjúkrahúsi ( lA.ÆY'V&Y'lA VÍmAlÆÁl SÁÍAY' Vinnan er stór hluti af lífi okkar. Viö tengjumst samstarfs- fólki tilfinningaböndum sem og vinnuumhverfi okkar. Það er því eðlilegt að þegar vegið er að þessum tengslum, t.d. vegna breytinga sem eiga sér stað í heilbrigðisþjónustu, förum við í mótstöðu og erum með efasemdir um að þessar breytingar séu til góðs. Samt vitum við að sífelld endurskoðun á heilbrigðisþjónustu kallar á að við lærum að lifa með breytingarferlinu. Miles Shore, prófessor við Harvardháskóla, heimsótti Landspítala háskólasjúkrahús á vordögum. Hann sagði að algeng viðbrögð við jákvæðum sem neikvæðum breytingum væri ákveðin sorg sem krefð- ist sorgarúrvinnslu. Við heilbrigðisstarfsfólk, og þá sérstak- lega stjórnendur, þyrftum að þekkja þessar tilfinningar sem fylgja sorgarúrvinnslunni, þ.e. hjálparleysi, kvíða, óöryggi, vantrú á sjálfan sig og hræðslu við mistök. Ég tek undir þessi orð og tel að stjórnendur í síbreytilegri heilbrigðis- þjónustu þurfi ætíð að huga að vellíðan starfsfólks og aðstoða það í gegnum breytingarferlin. Það getur verið erfið staða bæði fyrir stjórnandann og heilbrigðisstarfs- manninn þar sem við „sérfræðingarnir" eigum oft erfitt með að biðja um hjálp og viðurkenna veikleika okkar. Jafn- vel þegar við viðurkennum vanmátt gagnvart vinnu- umhverfi okkar er erfitt að takast á við hann. Ingibjörg S. Guðmundsdóttir hjúkrunarfræðingur lýsir þessari tilfinningu mjög vel í viðtali í síðasta tölublaði Tímarits hjúkrunar- fræðinga. Hvernig er hægt að lifa með raunveruleikanum „tak- markað fjármagn" og ætla einnig að vera með styðjandi starfsmannastefnu? Er svars að leita í kenningum starfs- mannastjórnunar? Það er ekki mín reynsla. Ég hef farið á viðurkennd námskeið í starfsmannastjórnun og hef því miður oft orðið fyrir vonbrigðum. Ástæðan er einmitt sú að stjórnun starfsmanna er jafnan kennd á forsendum fyrir- tækja sem hafa takmarkalítið fjármagn. Við þau skilyrði er hlutverk stjórnenda gagnvart sínum undirmönnum líkast jólasveini gagnvart börnum. Ég tek dæmi: Þegar kennar- inn lýsir því hvernig tölvubúnaður í hans fyrirtæki sér um það að tilkynna blóma- og konfektbúðum þegar starfs- maður á afmæli og við tíu ára starfsafmæli bóki tölvan utanlandsferð að ósk starfsmannsins, þá hef ég gjarnan hugsað: „Þeir kenna bara ekki hvernig hægt er skapa jákvæða starfsmannastefnu án mikils tilkostnaðar." En þrátt fyrir allt trúi ég að hægt sé að skapa jákvæða starfs- mannastefnu á háskólasjúkrahúsi landsmanna. Meira en það: það er lífsnauðsynlegt að starfsfólk og þjóðin í heild fái notið þess ávinnings sem flest bendir til að felist í sam- einingu spítalanna. Jákvæð starfsmannastefna leiðir til jákvæðra viðhorfa í garð stofnunarinnar. Hún hefur það í för með sér að faglegur ávinningur sérgreina er í hámarki og fjölbreytilegir starfsþróunarmöguleikar í tengslum við klínísk viðfangsefni hafa mest um vellíðan heilbrigðisstarfs- fólks að segja. Ef takast á að skapa slíkt umhverfi þarf hver og einn starfsmaður: • að vera ábyrgur fyrir sjálfum sér • að vita hvað hann vill persónulega sem og faglega • að vita hvert hann stefnir faglega, þ.e. í klíník, stjórnun og rannsóknum. Hér er ekki verið að varpa ábyrgðinni af stjórnendum spítalans. Ábyrgð þeirra er að skapa og þróa meðvitaða starfsþróunarstefnu, sem m.a. felur í sér að draga fram þá þætti í fari starfsmanna er að framan greinir. Með sama hætti er geðvernd starfsmanna sameigin- legt verkefni stjórnenda og starfsmanna sem tengist mjög starfsþróunarstefnunni. Geðvernd eða umhyggjuþættir til starfsmannsins eru mikilvægur þáttur starfsþróunarstefnu sem er mismunandi eftir því hvort viðkomandi er byrjandi eða er kominn lengra á leið í starfi. Geðverndin felst í því að styrkja starfsmanninn í að takast á við krefjandi störf. Geðverndin felst m.a. í fræðslu, viðtölum við næsta yfir- mann, hóphandleiðslu og einstaklingshæfðri handleiðslu. Það má segja að starfsþróunarstefna og starfsmanna- stefna á „ríkisreknu heimili" þurfi að bera í sér ákveðin gildi sem starfsmenn vita að stofnunin mun hlúa að og veita umhyggju. Veraldleg verðmæti svo sem árshátíðarferð til kastala í skosku hálöndunum eru umbúðir sem síður skila sér. Stjórnendur þurfa að stuðla að því að starfsfólki sé veitt þjálfun í að takast á við erfiðar kringumstæður sem upp kunna að koma í heilbrigðiskerfinu - streitustjórnun. Stuðningurinn þarf að koma með hlustun sem fer vel í handleiðslu til starfsfólks sem sinnir krefjandi verkefnum. Til að ræða tilganginn með þessu öllu saman eða fá útrás fyrir spennuna sem vinnan getur skapað er sambland af geðrækt og líkamsrækt alltaf best. Fátt kemur í staðinn fyrir spjall við trúnaðarvin ásamt hollri hreyfingu í fallegu umhverfi. Þrátt fyrir allt er vinnan aðeins hluti af tilveru okkar. Tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 77. árg. 2001 205
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.