Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.2001, Blaðsíða 57

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.2001, Blaðsíða 57
sjúkrahúsi er ríkið ekki skaðabótaskylt ef ekkert annað samband er milii ríkis og þess sem þjónustuna veitir. Það nægir heldur ekki að viðkomandi hafi fengið löggildingu eða sérstakt leyfi frá stjórnvöldum. Dæmi um slíkt leyfi er rekstrarleyfi til að reka sjúkrahús, sbr. 26. gr. laga um heilbrigðisþjónustu nr. 97/1990. Ríkið hefur hins vegar verið talið skaðabótaskylt verði það uppvíst að því að eftirlit eða umsjón hins opinbera hefur ekki verið nægileg. Einnig geta sérstök ákvæði um laun, eftirlaun eða álíka skuldbindingar í vissum tilvikum nægt til að ríkið verði ábyrgt. Loks getur eðli starfseminnar, sem um ræðir, haft þýðingu.12 Reglan um vinnuveitandaábyrgð Ríkið hefur verið dæmt skaðabótaskylt vegna mistaka á sjúkrahúsum á grundvelli reglunnar um vinnuveitanda- ábyrgð. Um það vitna dómar Hæstaréttar íslands. Almennar reglur um stofnun skaðabótaábyrgðar, það er að segja sakarreglan og reglan um vinnuveitandaábyrgð, eru ólögfestar.13 íslenskir dómstólar hafa myndað regluna um vinnuveitandaábyrgð eftir fyrirmyndum úr erlendri lög- gjöf og réttarframkvæmd, einkum norrænni.14 Hið opinbera verður skaðabótaskylt með sama hætti og einstaklingar eftir reglunni um vinnuveitandaábyrgð. Ábyrgð þess er ekki metin með öðrum hætti hjá einka- aðilum.15 Reglan um vinnuveitandaábyrgð er ekki einskorðuð við ábyrgð á mönnum sem teljast launþegar í merkingu vinnu- réttar. Yfirlæknir á spítala er starfsmaður spítalans þótt sjúkrahússtjórn eða framkvæmdastjóri geti ekki gefið hon- um fyrirmæli um hvaða meðferð sjúklingur skuli fá. Hins vegar lýtur yfirlæknirinn að sjálfsögðu stjórn þessara aðila í öðrum efnum. Enginn vafi leikur á að vinnuveitandi ber bótaábyrgð vegna ýmissa annarra starfsmanna en þeirra sem eru beinlínis launþegar. í íslenskum og dönskum skaðabótarétti er orðið vinnuveitandi notað í svo rúmri 12 Jens Garde, o.fl., Offentligretligt erstatningsansvar, Forvaltingsret, Almindelige emner, 9. kafli, bls. 478 13 Arnljótur Björnsson, Skaðabótaréttur, kennslubók fyrir byrjendur, bls. 16. 14 Arnljótur Björnsson, Skaðabótaréttur, kennslubók fyrir byrjendur, bls. 94. 15 Bo von Eyben, Jorgen Norgaard, Flans Henrik Vagner, Lærebog i erstatningsret, bls. 162. 16 Arnljótur Björnsson, Er bótaábyrgð hins opinbera vegna gáleysis starfsmanna þrengri en vinnuveitandaábyrgð almennt ? Afmælisrit. Gaukur Jörundsson sextugur 24. september 1994, bls. 53 - 55. 17 Bo von Eyben, Jorgen Nargaard, Hans Henrik Vagner, Lærebog i erstatningsret, bls.152. 18 Arnljótur Björnsson, Er bótaábyrgð hins opinbera vegna gáleysis starfsmanna þrengri en vinnuveitandaábyrgð almennt? Afmælisrit. Gaukur Jörundsson sextugur 24. september 1994, bls. 57. ’9 Andri Árnason,....almenningur (má( almennt treysta því að stjórnsýsla, sem er I eðli sínu lögbundin, sé á ábyrgð framkvæmdavaldsins", Úlfljótur 2000, bls. 265. merkingu að það nær til allra sem láta annan mann vinna fyrir sig eitthvert verk eða rækja eitthvert erindi. Til að vinnuveitandi verði gerður ábyrgur vegna skaðaverka vinnandans þurfa tengsl þeirra þó að vera með ákveðnum hætti. Sá mælikvarði hefur verið notaður að hafi vinnuveit- andi rétt til að gefa starfsmanninum fyrirskipanir og hafa eftirlit með honum eru skilyrði bótaskyldu fyrir hendi. Vinnuveitandinn þarf að hafa húsbóndavald yfir starfs- manninum. í því felst að hann ræður því hvað starfsmaður gerir, hvernig og hvenær hann vinnur.16 Vinnuveitanda- ábyrgðin hvílir á þeim sem unnið er fyrir. Það er sá aðili sem ber kostnað af vinnunni og nýtur arðs af henni. Regl- an um vinnuveitandaábyrgð byggist fyrst og fremst á því að vinnuveitandinn er sá sem rekur starfsemina.17 Sé samband þess sem unnið er fyrir og þess sem verkið vinnur þannig, að hinn síðarnefndi lúti ekki skipunar- valdi eða eftirliti vinnuveitandans, er almennt talað um að aðstoðarmaðurinn sé við framkvæmd starfans „sjálfstæð- ur“ gagnvart þeim sem unnið er fyrir. Slíkur aðili telst sjálf- stæður verktaki. í skaðabótarétti utan samninga er aðal- reglan sú að sá sem kaupir þjónustu af sjálfstæðum verktaka verður ekki gerður bótaábyrgur vegna tjóns af völdum verktakans eða starfsmanna hans.18 Það bendir margt til að þjónustusamningur um sjúkra- hús geti náð því markmiði 30. gr. fjárreiðulaga að tryggja viðsemjandanum sjálfstæði þannig að hann teljist ekki vinnuveitandi í skilningi reglunnar um vinnuveitandaábyrgð. Verði niðurstaðan sú að viðsemjandi ríkisins sé sjálfstæður í skilningi reglunnar um vinnuveitandaábyrgð verður ríkið almennt ekki skaðabótaskylt vegna mistaka starfsmanna á sjúkrahúsi sem þjónustusamningur hefur verið gerður um. Framsal lögbundinna skyldna Þegar sá sem annast lögbundið verkefni eða annað opinbert verkefni er sjálfstæður verktaki í skilningi reglunn- ar um húsbóndaábyrgð, yrði skaðabótaábyrgð opinberra aðila ekki reist á hefðbundnum reglum skaðabótaréttarins um húsbóndaábyrgð. Það eru engin ákvæði í lögum sem mæla fyrir um ábyrgð ríkisins vegna þjónustusamninga, sbr. 30. gr. fjárreiðulaga nr. 88/1997. Skaðabótaábyrgð yrði að byggjast á ólögfestum reglum sem þó yrðu að eiga sér stoð í grunnreglum skaðabóta- og stjórnarfarsréttar. Regla um ábyrgð opinberra aðila á skaðaverkum sjálf- stæðra verktaka yrði strangari en húsbóndaábyrgðarregl- an sem byggist á hinu nána sambandi milli vinnuveitanda og þess sem tjóni veldur. Slíkt samband er ekki til staðar þegar viðsemjandi er sjálfstæður verktaki.19 Það er mælt fyrir um rétt til sjúkrahúsþjónustu í lögum og á ríkinu hvílir skylda að veita hana. Það hefur ekki reynt á hvert inntak þessara skyldna er. Ríkið hefur borið ábyrgð á mistökum heilbrigðisstarfsmanna eftir reglunni um vinnuveitandaábyrgð, sem byggist á sök starfsmanns, en ekki eftir reglum um hlutlæga ábyrgð. Hér er miðað við að 209 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 77. árg. 2001
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.