Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.2001, Blaðsíða 58

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.2001, Blaðsíða 58
ríkið hafi ekki vanrækt skyldur sínar samkvæmt samningi eða sýnt af sér aðra háttsemi sem leitt getur til bótaábyrgðar vegna háttsemi þess sjálfs. Það er ábyrgð þess vegna háttsemi annarra sem er til athugunar. Yrði ríkið skaðabótaskylt vegna mistaka heilbrigðisstarfsmanns á sjúkrahúsi sem þjónustusamningur hefur verið gerður við, á grundvelli þess að á því hvíli skyldur, felur það I sér hlutlæga ábyrgð. Slík ábyrgð byggðist á því að skyldan væri til staðar en ekki því að um tiltekna skyldu væri að ræða. Lög um sjúklingatryggingu nr. 111/2000 mæla fyrir um ábyrgð án sakar en þau takmarkast við ákveðið gildissvið. Ólíklegt verður að telja að þau breyti ábyrgð á grundvelli ólögfestra reglna. Lokaorð Ríkið hefur borið ábyrgð á mistökum heilbrigðisstarfs- manna á sjúkrahúsum eftir reglunni um vinnuveitanda- ábyrgð. Sú regla byggir á því nána sambandi sem er milli vinnuveitanda og starfsmanns og ábyrgðin hvílir á þeim Fyrsti prófessorinn í hjúkr- unarfræðídeíld við HÍ Dr. Guðrún Kristjánsdóttir hefur verið skipuð í stöðu prófessors við hjúkrunarfræðideild Háskóla íslands og er hún fyrsti prófess- orinn í hjúkrunarfræði við HÍ. Ákvörðunin gildir frá 1. október 2000. Guðrún lauk stúdentsprófi frá náttúrufræðideild MR vorið 1979, BS-prófi í hjúkrunarfræði frá HÍ 1983, M.Sc.- prófi og klínískum sérfræðiréttindum (CNS) í barna- og fjölskylduhjúkrun frá Bostonháskóla í Bandaríkj- unum í maí 1986 og doktorsprófi (DrPH) frá Norræna lýðheilsuháskólanum í Gautaborg 1996. Hún stundaði einnig háskólanám í trúar- og lífs- skoðunarfræðum við Johannelund guðfræðistofnun- ina í Uppsölum, Svlþjóð á árinu 1979. Guðrún hefur kennt við Háskólann í rúm 14 ár, fyrst sem lektor og síðan dósent. Hún hefur tekið virk- an þátt í uppbyggingu hjúkrunarfræði innan skólans og tvisvar veitt hjúkrunardeildinni forystu. Guðrún hefur birt fjölda vísindagreina I innlend og erlend fræðitlmarit á sviði barnahjúkrunar og heilbrigðis- og faraldsfræði barna. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga óskar Guðrúnu til hamingju með þennan áfanga. sem ber kostnað af vinnunni og nýtur arðs af henni. Þjónustusamningar á grundvelli 30. gr. laga nr. 87/1997 um fjárreiður ríkisins myndu oftast teljast verktakasamn- ingar. Viðsemjandi hins opinbera um þjónustusamning um sjúkrahús teldist því sjálfstæður I skilningi reglunnar um vinnuveitandaábyrgð og á grundvelli þeirrar reglu yrði ríkið því almennt ekki ábyrgt á mistökum heilbrigðisstarfsmanns á slíku sjúkrahúsi. Á rlkinu hvílir skylda til að veita heilbrigðisþjónustu en það hefur ekki reynt á inntak þeirrar skyldu fyrir íslenskum dómstólum. Lög um sjúklingatryggingu nr. 111/2000 byggja á ábyrgð án sakar en þau hafa afmarkað gildissvið. Ólögfestar reglur um skaðabótaábyrgð heilbrigðisstarfs- manna byggja á sakarreglunni. Ef ríkið yrði skaðabóta- skylt, vegna mistaka heilbrigðisstarfsmanns á sjúkrahúsi sem þjónustusamningur hefur verið gerður um, myndi það vera á grundvelli ábyrgðar án sakar, þ.e.a.s. hlutlægrar ábyrgðar. Það fæli í sér grundvallarbreytingu á skaðabóta- ábyrgð hins opinbera vegna mistaka heilbrigðisstarfs- manna og verður að telja það ólíklega niðurstöðu í dóms- máli. Heimildaskrá Alþingistíðindi Andri Árnason „...almenningur [má] almennt treysta þvi að stjórnsýsla, sem er I eðli sínu lögbundin sé á ábyrgð framkvæmdavaldsins“, Úlfljótur 2000, bls. 263 - 266. Arnljótur Björnsson Bótaábyrgð heilbrigðisstétta og sjúkrastofnana, Tímarit lögfræðinga 1994, bls. 230 - 241. Skaðabótaréttur, kennslubók fyrír byrjendur, 2. útg. Bókaútgáfa Orators, Reykjavík 1999. Er bótaábyrgð hins opinbera vegna gáleysis starfsmanna þrengri en vinnuveitandaábyrgð almennt? Afmælisrit. Gaukur Jörundsson sext- ugur 24. september 1994. Bókaútgáfa Orators, Reykjavík 1994. Bo von Eyben, Jorgen Norgaard og Hans Henrik Vagner, Lærebog i erstatningsret, 4. útg., Jurist - og Okonomforbundets Forlag, Kaupmannahöfn 1995. Davíð Pór Björgvinsson Lögskýríngar, Reykjavík 1996. Helle Bodker Madsen Patientbehandiing og fon/altningsret, Jurist - og Okonomforbundets Forlag, Kaupmannahöfn 2000. Jens Garde, Jorgen Albæk Jensen, Orla Friis Jensen, Helle Bodker Madsen, Jorgen Mathiassen, Karsten Revsbech Forvaltningsret, Almindelige emner, Jurist- og Okonomforbundets Forlag, Kaupmannahöfn 1997. Páll Hreinsson Þjónustusamningur við einkaaðila skv. 30. gr. laga nr. 88/1997 um fjárreiður ríkisins, kennslugögn í stjórnsýslurétti III við lagadeild Háskóla íslands. Tapað - fundið Kvenúr fannst í orlofshúsi félagsins, Birkilundi 20, Húsafelli í ágúst 2000. Eigandi getur vitjað úrsins á skrifstofu félagsins. 210 Tímarit hjúkrunarfræðinga ■ 3. tbl. 77. árg. 2001
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.