Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.2001, Blaðsíða 59

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.2001, Blaðsíða 59
Eitt fyrirtækí þegar komið á koppinn Anna Sigrún Baldursdóttir, hjúkrunarfræð- ingur og fram- kvæmdastjóri Liðsinnis ehf. Það er gaman að geta sagt frá því að námskeiðið, sem Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskólinn í Reykjavík stóðu fyrir um einkarekstur í heilbrigðisþjónustunni, og sagt var frá í síðasta hefti, hefur þegar borið árangur. Námskeiðið varð til þess að einn þátttakandinn, Anna Sigrún Baldursdóttir hjúkrunarfræðingur, lét verða af því að stofna fyrirtækið sem hún var lengi búin að hugsa um. Fyrirtækið, sem heitir Liðsinni ehf., er í eigu Önnu Sigrúnar og nokkurra fleiri hjúkrunarfræðinga og verður Anna Sigrún framkvæmdastjóri. En hvað er Liðsinni? „Það er í raun sjálfstæð hjúkrunarþjónusta," er svar Önnu Sigrúnar og hún heldur áfram: „Við verðum með hjúkrunarfræðinga að störfum, bæði fast- og lausráðna, sem til lengri eða skemmri tíma sinna hjúkrun hjá viðskiptavinum. Það erum því við sem erum vinnuveitand- inn og hjúkrunarfræðingarnir eru á launum hjá okkur, þetta er sem sagt ekki verktakavinna og ekki vinnumiðlun heldur. Sjálf er ég búin að vera að vinna hjá stærstu hjúkrunarþjónustu af þessu tagi í Svíþjóð, Recepta, í 3 ár og þekki því af eigin raun bæði hvernig starfið á mið- stöðinni fer fram og hvernig er að vinna á þennan hátt. Leitað er til þjónustunnar eftir hjúkrunarfræðingum þar sem bregðast þarf við skorti, s.s. vegna álagstoppa, veik- inda, forfalla, jafnt óvæntra sem annarra, eða til að létta undir á deild, t.d. vegna þess að fastur starfsmaður er þar að vinna að tímabundnu verkefni. Þetta eru þá hjúkrunar- fræðingar sem geta farið inn á svo til hvaða deild sem er og sjálf hef ég unnið á öllum mögulegum deildum. Hjúkr- unarfræðingarnir þurfa því að hafa mikla reynslu, vera áræðnir og tilbúnir að taka að sér hjúkrunarstörf án hefð- bundinnar aðlögunnar en verða undirbúnir af okkur. Vegna þessa gerum við kröfu um að þeir sem ráða sig til okkar hafi a.m.k. 2 ára starfsreynslu. Það sem laðaði mig á sínum tíma að þessari vinnu var að launin eru betri en þau sem fást með því að ráða sig beint til stofnananna og vinnutíminn er sveigjanlegur, þ.e. f samræmi við eigin þarfir. Ég var með lítið barn og því hent- aði þetta mér mjög vel og þó launin hafi verið aðalað- dráttaraflið í fyrstu þá er það sveigjanleikinn sem mér finnst núna mests virði. Einnig veit ég að það sem mörgum finnst mikill kostur er að í þessari vinnu losnum við við allt kvabb um aukavaktir." Hjarta fyrirtækisins Samkvæmt áætlun verður Liðsinni opnað formlega 15. ágúst og þegar er tilbúin heimasíða: lidsinni.is Hjúkrunarfræðingar á vegum Liðsinnis koma svo væntanlega til starfa frá 1. september. Anna Sigrún og samstarfsfólk hennar er þegar farið að vinna að gerð rammasamninga við stofnanir sem óska eftir starfsfólki Liðsinnis. Starfsvettvangur þess verður hinar ýmsu heil- brigðisstofnanir, félög- og einstaklingar, sem ekki fá þjón- ustu af hendi ríkisins, og fleiri. Hver og einn starfsmaður semur um sín kaup og kjör og sníður vinnutímann að mestu að eigin þörfum. Anna Sigrún segist því bjartsýn á að fyrirtækið fái til starfa einhverja af þeim 400 hjúkrunar- fræðingum sem nú starfa við eitthvað annað en hjúkrun eða eru að hugsa sér til hreyfings á stofnunum, enda ætli Liðsinni að hlúa vel að starfsmönnum sínum, bæði með því að hafa aðstöðu fyrirtækisins þannig að þar finni starfs- menn að þeir hafi virkilegt bakland og með því að bjóða stöðuga og góða símenntun. „Hjúkrunarfræðingarnir eru jú hjarta fyrirtækisins og án þeirra gengur það ekki,“ segir Anna Sigrún. Og aðspurð hvort hún telji það ekki valda slæmum anda á vinnustöðunum að hjúkrunarfræðingar frá Liðsinni séu þar að störfum á betri kjörum en fastráðnir hjúkrunar- fræðingar sem fyrir eru þá segist hún ekki óttast það því Liðsinni væri þarna að aðstoða við úrlausn á bráðri mann- eklu í hjúkrun sem allir þekkja og finna óþyrmilega fyrir í sínum daglegu störfum. Kæmu starfsmenn Liðsinnis þar ekki til þá ylli það annars vegar meira vinnuálagi á starfs- menn sem fyrir eru eða hins vegar þyrfti að loka deildum. Lykilatriðið er samstarf við stofnanir og starfsfólkið sem þar er fyrir. Það verður gaman að fylgjast með því hvernig þessari nýbreytni verður tekið og vonandi verður hún liður í því að hjúkrunarfæðingar skili sér „heim“. BK Þankastrik - leiðrétting Þau mistök urðu í síðasta tölublaði að rangt nafn var á áskorandanum í Þankastrikum. Hið rétta er að það var Christer Magnusson sem skoraði á Guðbjörgu Guðmundsdóttur að skrifa Þankastrik maíheftisins. Tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 77. árg. 2001 211
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.