Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2003, Síða 46

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2003, Síða 46
Sigríður Halldórsdóttir, prófessor í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri. mmmm mat Minning María Anna Pétursdóttir Fædd 26. desember 1919 - andaöist 4. september 2003 Hjúkrunarleiðtoginn María Anna Pétursdóttir er látin, 83 ára að aldri. Hún fæddist á Isafirði 26. desember 1919 en and- aðist á Droplaugarstöðum í Reykjavík að morgni fimmtudags- ins 4. september síðastliðinn. Við, sem þekktum Maríu náið, erum full trega en jafnframt þakklæti og gleði yfir að hafa fengið að kynnast svo stórkostlegri konu. Hún dó á afmælis- daginn minn og snart það mig sérstaklega því hún var mér afar kær, mikil fyrirmynd og nánast eins og önnur móðir. Dóttirin, systirin og eiginkonan María Foreldrar Maríu voru heiðurshjónin Sigríður Elín Torfadóttir, f. á Flateyri við Önundarfjörð 8.2. 1879, d. í Reykjavík 8.5.1964, og Pétur Sigurðsson, erindreki, ritstjóri og skáld, f. á Hofi á Höfðaströnd 27.1 1.1890, d. 21.2.1972. María átti foreldraláni að fagna eins og hún lýsti fyrir mér. Hún elskaði foreldra sína og virti og tók þau öldruð inn á heimili sitt þar sem hún hlúði að þeim af þeirri hlýju og umhyggju sem hún átti svo mikið af. María átti aðeins einn bróður, Esra S. Pétursson sem var kunn- ur læknir og sálkönnuður, f. 11.9.1918 en hann lést 1.12. 2000. Hún tók miklu ástfóstri við syni Esra og þeir reyndust henni sem bestu synir. María giftist 9.2.1947 Finnboga Guðmunds- syni, útgerðarmanni frá Gerðum í Garði, f. 20.8.1906. Þeim varð ekki barna auðið en Finnbogi lést 4.10.1974. Eg hef heyrt frá mörgum hve vel María hlúði að Finnboga og hún talaði ætíð um hann af miklum og djúpum kærleika. Menntakonan María María var vel menntuð kona og hvatti aðra til mennta. Hún varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1938 og var á lýðháskóla í Svíþjóð sumarið 1939. Hún lauk hjúkrunarprófi frá Hjúkrunar- kvennaskóla Islands 1943. Var hún ein af þeim fyrstu sem fóru inn í hjúkrunarnám með stúd- entspróf. María lét sér hjúkrunarnámið ekki nægja en var við framhaldsnám í barnahjúkrun í Cleveland 1943-1944 og í geðhjúkrun í Providence 1944, í hjúkrunarkennslu í Toronto 1944-1945 sem Rockefellerstyrkþegi og í fram- haldi af því í námi við Vanderbilt University í Nashville í Tennessee. Hún fór í námsferð til hjúkrunarskóla í Toronto, Hamilton og Saskatchewan í Kanada 1974, svo aðeins það helsta sé talið. María var ung í anda alla tíð og fylgdist með og sótti ráðstefnur og fundi um hjúkrun á meðan heilsan entist. Hugsuðum við margar að við vildum gjarnan hafa svona lifandi og brennandi áhuga á hjúkrun fram á áttræðis- aldurinn. Hjúkrunarleiðtoginn María María stundaði hjúkrunarstörf á Vífilsstöðum sumarið 1943 og á Landspítalanum 1946-47. Að námi loknu í Bandaríkjunum og Kanada starfaði hún að kennslu við Hjúkrunarskóla Islands 1945- 46 og um 20 ára skeið frá 1955 sem stundakenn- ari við skólann. Þá vann hún einnig að berkla- rannsóknum eftir að hafa sótt námskeið á vegum 44 Timarit islenskra hjúkrunarfræflinga 4. tbl. 79. árg. 2003

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.