Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2004, Qupperneq 5

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2004, Qupperneq 5
FORMANNSPISTILL Elsa B. Friöfinnsdóttir Annasamur vetur fram undan Sá vetur, sem senn fer í hönd, verður annasamur hjá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga. Fyrst skal nefna að í lok nóvember renna núgildandi kjara- samningar F.i.h. og Ijarmálaráðherra út. Stjórn : félagsins samþykkti að ganga til samstarfs við önnur félög í Bandalagi háskólamanna (BFIM) og vinna með öðrum háskólastéttum í þeim þáttum sem sameiginlegir eru. Helstu atriði þess sam- starfs varða tryggingavernd, uppsagnarfrest tengd- an lífaldri og starfsaldri, styttingu vinnuvikunnar, samræmingu vinnutöflu, endur- og símenntun og gildistíma samninga. Stjórn BHM ákvað síðan að ganga til samstarfs við BSRB og KI í viðræðum við samninganefnd ríldsins um þau atriði sem sameigin- legir eru öllum þeim fjölda launamanna sem eru í þessum heildarsamtökum. Er þar einkum um að ræða réttindamál, þætti er lúta að starfsmannamál- um, tryggingamál o.fl. Því má segja að samningalota hjúkrunarfræðinga verði þrískipt að þessu sinni. Samkvæmt viðræðuáætlun, sem formaður sam- ninganefndar ríkisins og formaður F.í.h. hafa undir- ritað, er stefnt að því að fyrstu tveir þættir samning- alotunnar verði að baki í lok október og að þá hefjist viðræður um sérltröfur hjúkrunarfræðinga. Vilji beggja aðila er að nýr samningur liggi fyrir þegar sá er nú gildir rennur út. Félagsráðsfundur, sem haldinn verður 15. október næstkomandi, verður tileinkaður kjaramálunum. Þar verður einkum fjall- að um sérlíröfur hjúkrunarfræðinga í væntanlegum samningum. Þá verður boðað til opinna kynninga- funda með hjúkrunarfræðingum þegar samninga- viðræður verða komnar á veg. Annað stórt verkefni vetrarins verður endurskoð- un á stefnu Féiags íslenskra hjúkrunarfræðinga í hjúkrunar- og heilbrigðismálum. Sú stefna, sem nú gildir, var samþykkt á fulltrúaþingi F.í.h. í maí 1997. Mikil vinna lá að baki þeirri stefnu- mótun enda ber hún merki framsýni og vandaðra vinnubragða. Fjallað er um hjúkrun, hugmynda- fræði hjúkrunar, hjúkrunarfræðinginn, þekkingu í hjúkrunarstarfinu, hjúkrunarfræðimenntun, heil- brigðisþjónustu hér á landi, fjármögnun heilbrigð- isþjónustunnar og breytt samfélag. Allt eru þetta viðfangsefni sem nauðsynlegt er að hjúkrunar- fræðingar fjalli um, hafi skoðun á og taki þátt í umræðum um á opinberum vettvangi. Tillaga að endurskoðaðri stefnu F.í.h. verður lögð fyrir fulltrúaþing á vori komanda. Elsa B. Friðfinnsdóttir Þriðja verkefni vetrarins er endurskoðun á félaginu sjálfu. Stjórn F.í.h. hefur samþykkt að nú, á afmælisári Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, sé rétt að staldra við og skoða hvort betur megi gera í þjónustu við fél- agsmenn. Ljóst er að breytingar á samgöngum og í fjarsldptum gera hjúkrunarfræðingum kleift að endurskipuleggja þátttöku almennra félagsmanna í æðstu stjórn félagsins og í fræðslumál- um. Auknar kröfur um gegnsæi í fjármálastjórnun kalla einnig á að fjármálaumsýsla félagsins verði skoðuð sérstaklega og end- urskipulögð ef þurfa þykir. Félag íslenslera hjúkrunarfræðinga ! er bæði fagfélag og kjarafélag og nauðsynlegt að jafnvægi ríki milli þessara þátta í störfum félagsins á hverjum tíma. Til þess verður sérstaklega horft. Þá er einnig mikilvægt að lög félagsins : séu endurskoðuð með reglulegu bili þannig að þau endurspegli, ; eða öllu heldur setji ramma um starfsemina á hverjum tíma. Ef umrædd skoðun sýnir að rétt sé að breyta einstökum þáttum í starfi eða skipulagi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga verða til- lögur þar að lútandi lagðar fyrir fulltrúaþing í maí 2005. Hafin er endurskoðun á fyrirkomulagi þjónustu sjálfstætt starfandi hjúkrunarfræðinga sem starfa samkvæmt samningi Tryggingastofnunar ríkisins og Félags íslenskra hjúkrunar- fræðinga. Af hálfu félagsins er stefnt að því að efla þá þjónustu enda brýn þörf fyrir aukna hjúkrunarþjónustu í heimahúsum þegar meðallegutími á sjúkrahúsum hefur styst jafnmikið og raun ber vitni. Síðast en ekki sfst er vert að minna á hjúkrunarþing sem haldið verður 5. nóvember næstkomandi. Þar verður sjónum beint að öryggi sjúklinga, sérfræðimenntun hjúkrunarfræðinga og kostnaðarhlutdeild sjúklinga í heilbrigðisþjónustunni. A hjúkrunarþingi gefst hjúkrunarfræðingum tækifæri til að taka þátt í faglegri umræðu sérfræðinga og taka þátt í að móta stefnu félags síns í mikilsverðum málum. I ljósi ofanritaðs er ljóst að verkefni vetrarins eru næg. Til að starf Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga sé öflugt, skjólstæðingum okkar og hjúkrunarfræðingum til hagsbóta, þarf breiða sam- stöðu og almenna þátttöku félagsmanna. Eg vona að samstarf formanns, stjórnar og félagsmanna verði öflugt og gjöfult í vetur og saman náum við góðum árangri í þeim mikilvægu málum sem unnið er að. Tímarit hjukrunarfræöinga 4. tbl. 80. árg. 2004

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.