Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2005, Blaðsíða 7

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2005, Blaðsíða 7
RITSTJÓRASPJALL Valgerður Katrín Jónsdóttir Náttúruhamfarir geðheilbrigði Fundur norrænu ráðherranefndarinnar var hald- | inn í Helsinki í byrjun janúar í kjölfar náttúru- hamfaranna í Taílandi. Að þessu sinni var sjón- um beint að geðheilbrigði. Þar sem svo skammur tími var liðinn frá því flóðbylgjan rústaði heimi- lum og hreif með sér um 250 þúsund mannsh'f og slasaði enn fleiri á einni mestu hátíð kristinna manna, var sjónum m.a. beint að því hvaða áhrif náttúruhamfarirnar hefðu á geðheilbrigði þeirra sem lifðu af. Eitt af markmiðum fundarins var að berjast gegn stimplun þeirra sem eiga við geðröskun að stríða og draga úr fordómum sem þeir mæta mjög oft í daglegu lífi. Ekki var síst lögð áhersla á mikilvægi þess að minnka fordóma hjá heilbrigðisstéttum varðandi þennan hóp sjúklinga. Hamfarir í kjöl- far flóðbylgjunnar minntu á samspil umhverfis og heilsu, þar með talinnar geðheilsu, og vekur jafnframt spurningar um tengsl styrjalda og geð- | heilbrigðis, heimilisofbeldis, fátæktar og geð- heilsu, svo nokkur dæmi séu nefnd. Við íslendingar erum blessunarlega laus við að þekkja afleiðingar styrjalda í landi okkar en hitt þekkjum við vel, ekki síst afleiðingar nátt- úruhamfara þar sem við lifum í náinni sambúð við fagra en óblíða íslenska náttúru. Rannsóknir þyrftu í auknum mæli að beina sjónum að tengsl- um umhverfis og geðheilsu. Mikið starf er fram undan hjá heilbrigðisstéttum víða um heim, ekki síst hjúkrunarfræðingum sem koma til með að vinna næstu ár og áratugi við afleiðingar náttúru- hamfara á fórnarlömb og aðstandendur þeirra. I þessu tölublaði eru viðtöl við tvo hjúkrunar- fræðinga sem sinntu bráðahjúkrun í tengslum við flóðin, Paivi Muna hafði yfirumsjón með hjúkrun þeirra sem komu á flugvöllinn í Vanda, nágrannaborg Helsinki, og Kristín Gunnarsdóttir var ein 12 hjúkrunarfræðinga sem fóru að sækja sænska ferðamenn til Taílands. í þessu tölublaði er einnig grein um nýjung í sársaukameðferð og grein um offitu barna, en offita er sem kunnugt er að verða eitt mesta heilbrigðisvandamálið í hinum vestræna heimi meðan vannæring þjáir stóran hluta íbúa heimsins. Öryggi sjúklinga hefur verið heilmikið til umræðu undanfarið ár. I lok síðasta árs var haldið málþing sem lorystumenn tveggja helstu heilbrigðisstéttanna, Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Læknafélags Islands, boðuðu til en sagt er frá því hér í þessu tölublaði. Laura Scheving Thorsteinsson ritar grein um sama málefni en hún flutti m.a. erindi á fyrrnefndu þingi. Á þessu ári eru 80 ár síðan fyrsta tölublað hjúkrunarfræðinga bar fyrst fyrir augu lesenda og verður haldið upp á það síðar á árinu. Gleðilegt afmælisár! Menalind Vemd fyrir viðkvæma húð BEDCO & MATHIESEN EHF Bæjarhraun 10 - Hafnafjörður Sími 565 1000 - bedco@bedco.is Tímarit hjúkrunarfræðinga 1. tbl. 81. árg. 2005 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.