Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2005, Blaðsíða 9

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2005, Blaðsíða 9
(Eutactic Mixture of Local Anesthetics), ýmist sem deyfiplástur eða deyfikrem, en sú með- ferð þarf 45-60 mínútur til að ná hámarksvirkni (Taddio, Ohlsson, Einarsson, Stevens og Koren, 1998). Sá tími er ekki alltaf til staðar við bráða- aðstæður þar sem skjótra greininga er þörf svo hægt sé að hefja meðferð. Haustið 2003 var farið af stað með nýtt verk- efni á BMB þar sem ýmsir kostir bættrar verkja- meðferðar voru skoðaðir, þar á meðal notkun kæliúða. Kælimeðferð hefur í mörgum tilfellum reynst fljótvirk og árangursrík leið til að draga úr sársauka út af nálarstungum. Jafnframt hefur komið fram að notkun kæliúðans getur reynst jafnárangursrík sársaukameðferð og notkun EMLA-deyfiplásturs við stungur á börnum (Reis og Holubkov, 1997). Með þessari nýjung er verið að tryggja lágmarkssársaukameðferð hjá börnum sem ekki geta notað EMLA-deyfiplástur á BMB þegar beita þarf nálarstungum við meðferð. Þegar þetta verkefni hófst var stuðst var við Iowa- líkanið (Titler, 2001) um gagnreynda starfshætti (evidenced based practice). I hjúkrun hefur þetta líkan verið notað víða erlendis á heilbrigðis- stofnunum þegar ný þekking byggð á rannsóknar- niðurstöðum hefur verið tekin upp. I þessari samantekt verður drepið á ýmsa þætti er tengjast verkjadeyfingu barna með kæliúða. Tvær aðferðir við noktun kæliúða verða kynntar sem og þær rannsóknir sem fundust um þetta efni. Jafnframt verður stuttlega rætt um helstu kosti og galla við notkun kæliúða. Að endingu verður sagt frá klínískri reynslu af notkun kæliúða á BMB. Verkjadeyfing með kæliúða Kæling með vatni, klaka, gelpoka eða úða hefur löngum verið notuð til að draga úr bráðum og langvinnum verkjum, einkum stoðkerfisverkjum. Fyrir u.þ.b. sextíu árum var fyrst farið að skoða með vísindalegum hætti gagnsemi etýlklóríð-kæli- úða til að stilla verki (Parson og Goetzl, 1945). Nokkrum árum síðar lágu fyrir niðurstöður um gagnsemi hans við nálarstungur (Travell, 1955). Kæling veldur að jafnaði æðasamdrætti og dofa- tilfinningu í húð. Hröð uppgufun á sér stað þegar RITRÝND GREIN Notkun kæliúða við nálarstungur kælivökva er úðað á húð og myndast við það hvít, kristalkennd himna. Þessi hraða uppgufun vökvans veldur staðbundinni kælingu (Reis, Jacobson, Tarbell og Weniger, 1998; Travell, 1955). Ymsar skýringar hafa komið fram á áhrifum kæliúða á sáraukaskynjun, s.s. að kuldi hægi tímabundið á taugaleiðni (Ebner, 1996), að kæling komi í veg fyrir leiðni taugaboða (Franz og Iggo, 1968) eða að hún bæli eðlilega starfsemi við- taka (Kunesch, Scmidt, Nordin, Wallin og Hagbarth, 1987). Samkvæmt hliðstjórnunarkenningu Melzak og Wall (1965; 1996) er hægt að breyta sársaukaskynjun við stungu með með- ferð sem byggist á hugsun, tilfinningu eða skynjun. Við inngrip Iíkt og stungu f húð eru viðtakar í húð virkjaðir. Upplýsingar um sársaukann ásamt upplýsingum um kuldann berast til bakhorns mænunnar. Þættir eins og hugsun, tilfinning eða skynjun keppa innbyrðis og hafa áhrif á það hvort „hliðið" í bakhorni mænu er opið eða lokað. Ef kæliáreitið nær að draga úr upplýsingaflæði sársaukaáreitisins eru auknar lfkur á að „hliðið" lokist að hluta til eða alveg. Færri eða jafnvel engin boð um sársauka komast því til heilans og líkurnar á að við- komandi finni fyrir sársauka verða minni eða engar. I rann- sókn Yarnitsky og Ochoa (1990) var ályktað að kæliáreiti væri áhrifarík Ieið til að draga úr sársauka þar sem það stuðlaði að flutningi upplýsinga og sá upplýsingaflutningur hindraði síðan flutning sársaukaboða gegnum „hliðið". Virðist kæling því vera hagkvæm leið til til að deyfa sársauka. 1 dag eru aðallega þrjár tegundir kælivökva notaðar: etýlkló- ríð, liúormetan og flúoretýl. Það sem aðgreinir þessi efni er einkum tíminn sem það tekur efnin að ná verkun, hversu mikla kælingu þau veita og hvort þau eru eldfim. Etýlklóríð hefur mest verið notað. Það efni er eldfimt, en hinir tveir vökvarnir eru það ekki, og því er ekki hægt að nota það við allar aðstæður (Gebauer company, 2002; Meunier-Sham og Ryan, 2003). Kæliúði er í mörgum tilfellum hentugur til að stilla verki og hefur verið notaður í margvíslegum tilgangi eins og fram kemur á mynd 1. Mynd 1. Abendingar um notkun kæliúöa • Draga úr verk í tengslum við stungur (blóötöku, uppsetningu æöar- leggjs, nál í brunn, mænuástungu, beinmergsástungu). • Draga úr verk við minniháttar skuröaögerðir (s.s. aö rista húö og hreinsa ígerð, stinga á graftarkýli, taka vörtur). • Draga tímabundiö úr sársauka og bólgum vegna íþróttameiösla. • Draga úr stoökerfisverkjum. • Draga úr sársauka eftir að æðarleggur hefur verið settur upp til aö minnka óþægindi. (Ebner, 1996; Gebauer company, 2002; RxList, the internet drug index, 2003; Selby og Bowles, 1995; Travell, 1955; Zappa, Nabors og Wise, 1991). Tímarit hjúkrunarfræöinga 1. tbl. 81. árg. 2005
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.