Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2005, Blaðsíða 16

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2005, Blaðsíða 16
Hildur Einarsdóttir Erfitt að meðhöndla offitu barna Offita barna og unglinga hér á landi er vaxandi vandi og fátt um töfralausnir Of feitum börnum og unglíngum er að fjölga víðast hvar í heiminum. Ef miðað er við alþjóðleg viðmiðunargildi fyrir ofþyngd barna eru um 20% barna á aldrinum tveggja til fimmtán ára yfir kjörþyngd hér á landi en fyrir nokkrum áratugum var þetta hlutfall innan við 1%. Núna er hlut- fallið hérlendis svipaö og í Bandaríkjunum þar sem offitu- vandinn er talinn mestur í veröldinni. Það er ekki langt síðan við Islendingar áttuðum okkur á hversu stór offituvandi barna er hér á landi. Rannsókn Brynhildar Briem næringarfræðings árið 1999 á offitu níu ára barna stað- festi það. Sú rannsókn sýndi okkur að á einum áratugi hefði feitum börnum fjölgað hér um 30%. Nærri 5% níu ára barna voru talin þjást af offitu. Því ti! viðbótar voru 19,7% stúlkna á þessum aldri og 17,9% pilta flokkuð of þung. Vegna þessara óvæntu tíðinda var ákveðið að rannsaka offitu 9 og 15 ára íslenskra barna. Að henni vinna fræðimenn frá Háskóla Islands og Kennaraháskóla íslands í samvinnu við heilbrigðisstofnanir vfða um land. Athugunin er umfangsmikil, skoðuð eru tengsl heilsufars, hreyfingar, þreks, mataræðis og lifnaðarhátta 9 og 15 ára barna á Islandi. Hér er um langtímarannsókn að ræða því ætlunin er að framkvæma sambærilega rannsókn að sex árum liðnum. Fyrir um einu ári voru birtar niðurstöður forrann- sóknar þessa hóps og kemur þar m.a. fram að of þungum börnum hér á landi hafði ekki fjölgað árið 2002 frá 1998 en sjúklega feitum börnum hafði fjölgað umtalsvert. Forrannsóknin gaf einnig til kynna að yngri börn en áður eru yfir kjörþyngd. Þetta kemur heim við breska rannsókn en í niðurstöðum hennar segir að sífellt yngri börn séu yfir kjörþyngd eða allt niður í þriggja til fjögurra ára, eins og kemur fram í grein um offitu barna í British Medical Journal. Athuganir á þróun líkamsþyngdar sýna að lang- flest börn, sem eru of þung við upphaf skóla- göngu, eru það einnig fullorðin. Hins vegar er Tímarit hjúkrunarfræöinga 1. tbl. 81. árg. 2005
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.