Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2005, Blaðsíða 17

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2005, Blaðsíða 17
GREIN Erfitt að meðhöndla offitu barna aðeins þriðjungur barna, sem eru of þung eða of feit við 2ja ára aldur, enn of þung eða of feit 6 ára. Þyngdarþróun fyrstu ár ævinnar skiptir því miklu og til mikils að vinna að koma í veg fyrir ofþyngd barna við 6 ára aldur þar sem of mikil líkamsþyngd við skólagöngu er hættumerki. Ekki er útilokað að fleiri þyngist og verði of þungir í efri bekkjum grunnskóla. Þetta eru niðurstöður rannsóknar á vegum Rannsóknarstofu í næring- arfræði, RIN, og birtist á heimasíðu hennar. Dr. Inga Þórsdóttir veitir rannsóknarstofunni for- stöðu en hún tekur þátt í rannsókninni á 9 og 15 ára börnunum. RÍN hefur til skamms tíma verið að athuga tengsl mataræðis, orku og ofþyngdar 2, 6 og 11 ára barna og segir Inga að það þurfi milda sérþekkingu til að meta orkuþörf og reikna orkunám, sérstaklega meðal barna. „Þegar kannað er hvort neysla er of mikil þarf að taka tilliti til grunnefnaskipta," | segir hún. Feitari börnin þrekminni Samkvæmt erlendum langtímarannsóknum er fjölgun feitra einstaklinga mest meðal unglinga. Miklar líkur eru á því að börn og unglingar, sem eru yfir kjörþyngd, eigi eftir að verða of þung á fuliorðinsárum en erlendar rannsóknir sýna að 70-80% feitra barna verða yfir kjörþyngd sem fullorðnir einstaklingar og styðja íslenskar rann- sóknir þessa niðurstöðu. Offituvandinn getur þannig undið sífellt upp á sig. Þegar athugaður er Iffsstíll barnanna kemur fram í forrannsókninni að lítill munur er á sjónvarps- áhorfi, tölvu- og netnotkun 9 ára barna, sem eru yfir kjörþyngd, og þeirra sem voru eðlilega þung og kom það rannsakendunum á óvart. Þegar tengsl holdarfars og nokkurra spurninga um matræði var skoðuð með tilliti til kjörþyngdar barna kom í Ijós Iftill eða enginn munur á fjölda máltíða í viku og tíðni neyslu á sælgæti, nasli, hamborgurum, frönskum, pylsum, pítsum og sætum drykkjum. Virtust þyngri börnin jafnvel borða ívið hollari fæðu eins og ávexti. Niðurstaða rannsakendanna úr forrannsókninni er sú að vandamálið virðist í þessum aldurshópi fremur eiga rætur að rekja til hreyfingarleysis heldur en mataræðis. Taka skal frarn að forrannsóknin á mataræðinu byggðist á ein- földum spurningum sem ekld höfðu verið prófaðar með tilliti til gildis og áreiðanleika. Nákvæmari aðferðir voru notaðar síðar til að kanna mataræði ungmennanna en vinnsla þeirrar könnunar er enn í gangi. 1 rannsókninni voru athuguð áhrif hreyfingar á magn líkams- fitu hjá 9-15 ára börnum veturinn 2003-4. Markmið rannsókn- arinnar var að meta hreyfingu barna og kanna tengsl hennar við holdarfar þeirra. Holdarfar barnanna var mælt með því að mæla þykkt húðfellinga og hreyfing var mæld með hröðunar- mælum sem börnin báru við hægri mjöðm í 4 virka daga og 2 helgidaga. Ekki verður farið nánar út í aðferðarfræðina en niðurstaða þessara athugana er sú að hreyfing 1 5 ára stúlkna virtist ekki vera næg til að hafa áhrif á fitusöfnun þeirra öfugt við karlkyns jafnaldra þeirra. A hinn bóginn virðist hreyfing 9 ára stúlkna hafa áhrif á fitusöfnun þeirra. En meginályktunin var sú að því feitari sem börnin voru því þrekminni voru þau, og sterkt samband milli þreks og holdarfars undirstrikar sam- spil þessara þátta, að sögn Þórarins Sveinssonar, dósents í líf- eðlisfræði við HÍ, en hann er einn af rannsakendunum. Börn, sem eru of þung, hreyfa sig líka marktækt minna en börn sem falla undir kjörþyngd. Einnig er fylgni á milli magns húðfitu og hreyfingar en það gefur til kynna að börn, sem hreyfa sig lítið, eru lfklegri til að vera of þung en börn sem hreyfa sig mikið. „Lítið" þarf til þess að safna umframþyngd En hver er talin skýringin á ab ofþyngd og offita eykst á meðal barna? „Fólk verður einfaldlega of þungt ef það neytir orkuefna langt umfram nýtingu því þá safnar líkaminn fituvef. Tiltölulega „litla" breytingu þarf að meðaltali á dag til að safna umfram- þyngd eða fituvef," segir dr. Inga Þórsdóttir sem er prófessor við HI í næringarfræðum. Onnur ástæða, sem Þórólfur Þórlindsson, prófessor við Hl, einn af rannsakendunum, nefnir er að á tiltölulega fáum árum hafa orðið mildar breytingar á högum barna og unglinga þar sem kyrrseta er orðinn ráðandi þáttur í lífi þeirra. Nú eyða þau meiri tíma fyrir framan sjónvarp og tölvur og sitja meira í bílum. Frjálsir leikir utandyra hafa minnkað. Margir sem eldri eru minnast þess þegar þurfti að lokka börnin inn f mat því það ;var svo gaman að leika sér úti með félögunum. Nú er þessu öfugt farið. Fleiri atriði koma til, eins og að börnum er nú ekið mun meira í bílum á milli staða en áður var. Mataræði hefur breyst töluvert á undanförnum árum. Óhófleg neysla samfara betri efnahag einkennir auk þess nútímaþjóð- félög. I landskönnun á mataræði, sem Manneldisráð stóð fyrir Tímarit hjúkrunarfræöinga 1. tbl. 81. árg. 2005 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.