Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2005, Blaðsíða 37

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2005, Blaðsíða 37
GREIN Einelti á vinnustaö reglulega starfsmannaviðtöl, starfsmannafundi og jafnvel skipulagða fræðslufundi eða viðhorfs- kannanir. Einnig getur verið nauðsynlegt að ráða til sín utanaðkomandi sérfræðing til að meta aðstæður á vinnustað og leiðbeina um úrlausnir. 3. Viðbrögð við upplýsingum um einelti a. Starfsmaður, sem hefur orðið fyrir eða hefur vitneskju um einelti á vinnustað, skal upp- lýsa atvinnurekanda eða vinnuverndarfulltrúa vinnustaðarins um það. Skal starfsmaðurinn vera reiðubúinn að skýra mál sitt nánar ef ástæða þykir til. b. Atvinnurekandi skal bregðast við eins fljótt og kostur er komi fram ábending eða kvörtum | um einelti á vinnustað. Hið sama gildir þegar rökstuddur grunur er um að einelti eða önnur ótilhlýðileg háttsemi í garð starfsmanna eða stjórnenda eigi sér stað innan vinnustaðarins. Meta skal aðstæður í samvinnu við vinnu- verndarfulltrúa vinnustaðarins, utanaðkom- andi ráðgjafa, ef með þarf, og aðra er málið varðar. Atvinnurekandi skal grípa til viðeig- andi ráðstafana og fylgja því eftir að einelti endurtaki sig ekki á vinnustaðnum. Skýringar: Ef starfsmaður hefur orðið fyrir einelti, eða hefur vitneskju um einelti eða ótilhlýði- lega háttsemi á vinnustað, skal hann upplýsa atvinnurekanda, öryggisnefnd eða aðra vinnu- verndarfulltrúa vinnustaðarins um það svo hægt sé að greina vandann og bregðast við á viðeigandi hátt. Mikilvægt er að grípa inn í sem fyrst svo að ágreiningsatriðum fjölgi ekki eða verði alvarleg. Eldd er mest um vert að finna sökudólg heldur viðurkenna vanda- málin og leita uppbyggilegra leiða til úrbóta. Atvinnurekandi skal bregðast við eins fljótt og hægt er, komi fram ábending eða kvörtun vegna eineltis á vinnustað. Atvinnurekandi, öryggisnefnd eða aðrir vinnuverndarfulltrúar vinnustaðarins gegna meginhlutverki í að skapa þann vinnuanda og þau viðmið, markmið eða þá vinnuverndarstefnu sem gildir á vinnustaðnum. Þeirra er einnig að móta og ákvarða viðbrögð við einelti. Atvinnurekendur ættu að móta skýra stefnu um einelti og hafa viðbragðs- áætlun til að fyrirbyggja að einelti komi upp eða endurtaki sig. Mikilvægt er að vinnuverndarstefna, eða markmið vinnustaðarins og viðbragðsáætlun, sé skýr og starfsfólk upplýst um hana. Ef atvinnurekandi eða fulltrúar í öryggisnefnd, eða aðrir vinnuverndarfulltrúar, telja aðstæður á vinnustað slíkar að ekki sé unnt að leysa þær á viðunandi hátt, getur þurft að leita aðstoðar sérfræðinga. Sérfræðingur, sem aðstoðar atvinnurek- enda við gerð áhættumats og áætlunar um forvarnir, skal hafa viðurkenningu Vinnueftirlitsins til slíkra starfa. Hann skal starfa |sem óháður, sérfróður aðili við að greina og meta hættur í vinnu- umhverfi sem geta leitt til eineltis á vánnustað. Hann skal vera atvinnurekendum, fulltrúum þeirra og launafólki til ráðuneytis og ráðgjafar, svo og öryggistrúnaðarmönnum, öryggisvörðum og öðrum vinnuverndarfulltrúum, við að skapa sem öruggast og heilsusamlegast vinnuumhverfi. 4. Eftirlit Vinnueftirlit ríkisins hefur eftirlit með framkvæmd reglugerðar þessarar, sbr. 82. gr. laga nr. 46/1980, um aðbúnað, hollustu- hætti og öryggi á vinnustöðum, með síðari breytingum. A. Karlsson tekur við Lohmann Raushcer Lohman Rauscher sérhæfir sig I sára- umbúðum s.s. gifsi, teygjubindum, augn- leppum og grisjum, ásamt sérhæfðri sárameðferð með SUPRASORB,fí á m.a. legusár, þrýstinqssár oq fótasár. A. KARLSSON SÍÐAN 1975 Brautarholti 28 ■ 105 Reykjavik ■ Simi 5 600 900 ■ Fax 5 600 901 www.akarlsson.is • ak@akarlsson.is Tímarit hjúkrunarfræðinga 1. tbl. 81. árg. 2005 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.