Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2005, Blaðsíða 45

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2005, Blaðsíða 45
VIÐTAL Þó starfsfólkið um borð hafi komið úr mörgum áttum og sumt hafi aldrei unnið saman áður hefði samvinnan um borð gengið mjög vel, áhöfn- in hefði gengið í öll verk eftir því sem unnt var og eftir tvo til fjóra tíma var búið að hjúkra fólkinu þannig að algjör ró og kyrrð komst á farþegana. „ATér er minnistætt að við sátum þarna tvær sem vinnum á gjörgæslu fremst í vélinni og horfðum inn eftir og allir voru sofandi eða í hvíld, starfs- fólkið sat við hliðina á sjúklingunum og reyndi að hvíla sig líka.“ Sjúklingarnir fluttir um borð. Ljósmynd Sverrir Vilhelmsson. Hún segir það hafa verið mjög þakklátt fólk sem fór frá borði. „Það var frábært að geta veitt þessa hjálp. Þegar við komum á Arlandaflugvöll komu margir sjúkrabílar á móti okkur, vélinni var komið fyrir inni í flugskýli og þar var skipulagt hvernig' fólkið héldi áfram á lokastað, margir þurftu að komast til heimkynna sinna annars staðar í Svíþjóð og flugvélar eða þyrlur biðu eftir þeim eða fólkið fór áfram á sjúkrahús. Þetta var mjög mikil reynsla sem ég hefði ekki viljað missa af.“ Erfitt að snúa aftur til daglegs lífs Hún segir þetta eðlilega hafa haft mikil áhrif á þá sem fóru, bæði andlega og líkamlega. Þegar komið var á hótel í Stokkhólmi um fjögur að morgni hefðu allir verið búnir að vinna í um 30 klukkustundir og síðan var lagt í hann á hádegi daginn eftir þannig að lítið var um hvíl í þessari ferð. Þreytan gerði þó ekki vart við sig fyrr en eftir heimkomuna og næstu tvo til þrjá sólarhringa því fólk var orðið úrvinda andlega og líkamlega. Hjúkrun vegna hamfaranna í Taílandi Fyrst á eftir segist hún hafa fundið fyrir tómleika, það taki smá tíma eftir svona reynslu að snúa aftur til venjulegra starfa. „Það var óskaplega gott að koma heim aftur, í sitt vanaum- hverfi og umvefja fjölskyldu sína. En óneitanlega situr fast íj huga manns þetta fólk sem hafði misst svo mikið og gengið í gegnum þessa skelfingu. Dóttir mín, sem er rúmlega tvítugt, býr enn heima. Þegar ég kom heim um lcvöldið var hún komin með flensu, 39 stiga hita og fannst hún eiga dálítið bágt. Miðað við þá hörmungaratburði sem ég hafði orðið vitni fannst mér þetta ekki mikið máh „Elskan mín taktu bara verkjatöflu og settu sængina yfir þig.“ Hún segir tilfinningar verða mjög sterkar við hjálparstarf af þessum toga og miklu skipti að fólk yfirfæri ekki reynslu sína yfir á fjölskylduna, reyni að halda starfi og eigin fjölskyldu aðgreindu. Hópurinn, sem fór út, ræddi saman um þessa reynslu eftir ferð- ina. Hún segir mikið álag fylgja því að sitja við hlið sjúklinga í 17 klukkustundir eins og í þessari ferð og hjúkra því andlega. Fyrir utan andlega hjúkrun voru unnin önnur hjúkrunarstörf, það voru margar nálar settar upp, skipt á sárum því mikið var af ljótum sýktum sárum, og gefin sýklalyf. Daginn eftir heim- komuna var ákveðið að halda viðrunarfund fyrir allan hópinn. „Það skiptir miklu máli að fólk geti rætt sín í milli um það sem það hefur upplifað við slíkar aðstæður því það er enginn annan sem skilur slíka reynslu nema sá sem hefur reynt það sjálfur. Það var mjög gott að setjast niður og ræða þetta. Við leitum efi til vill eitthvað hvert til annars til að ræða um hlutina ef það er eitthvað sem situr í okkur. Það sem við þurfum að gera núna er; að skrá ferðina, fara yfir það sem við hefðum getað gert betur því vissulega er alltaf eitthvað sem mætti betur fara og alltaf hægt að læra eitthvað og nýta ef við einhvern tímann tökumstl á við svipað verkefni aftur. Það er nauðsynlegt að nýta svona reynslu til skipulagningar og áætlanagerðar." Hún segir að Iokum mikilvægt að til sé áætlun um neyðarað- stoð vegna náttúruhamfara hér á landi. „Ég held það þurfi almenna umræðu um hvernig við myndum bregðast við t.d. öflugum jarðskjálfta á Suðurlandi eða Kötlugosi. Áætlun er alltaf góð og nauðsynlegt að hún sé til,“ segir hún. Tímarit hjukrunarfræðirga 1. tbl. 81. árg. 2005 ■ 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.