Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2005, Blaðsíða 54

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2005, Blaðsíða 54
Ásta Thoroddsen, dósent við hjúkrunarfræðideild Samtök um sárameðferð (SumS) 28. október 2004 voru loksins stofnuð samtök um sára- meðferð, þau fyrstu sinnar tegundar á Islandi. Áhugafólk um sárameðferð hafði oft rætt um mikilvægi þess að stofna þverfagleg samtök en ekkert orðið úr. Samtökin heita „Samtök um sárameðferð á íslandi" (skammstafað SumS) (sjá merki). Á ensku nefnast þau „The lcelandic Wound Healing Society" (IWHS). Samtökin eru þverfagleg og hafði nefnd verið að störfum frá því í ágúst að undirbúa stofnun þeirra. Fulltrúar frá evrópsku sárasamtökunum (European Wound Management Association, EWMA) komu hingað fyrst í ágúst til að hvetja fagfólk á íslandi til að stofna samtökin. s SumS SAMTDK UM SÁRAMEÐFERÐ Varamenn í stjórn eru Herborg ívarsdóttir, hjúkr- unarfræðingur, og Már Kristjánsson, sérfræðing- ur í smitsjúkdómum. Markmið samtakanna, sem samþykkt voru á stofnfundinum, er að: • stuðla að aukinni þekkingu á sáragræðslu og sárameðferð • stuðla að samvinnu og samræmingu í meðferð sára í íslensku heilbrigðiskerfi • skipuleggja og halda ráðstefnur og fræðslufundi um sára- meðferð • stuðla að auknum rannsóknum á sviði sárameðferðar á Islandi • efla samskipti milli félagsins og annarra samsvarandi félaga innan lands sem utan. Veglegt málþing var haldið á Hótel Sögu í tilefni af stofnun samtakanna og fjöldi fyrirtækja styrkti það. Þátttakendur voru á annað hundrað og var fullt út úr dyrum. Sigurður Guðmundsson, landlæknir, og Finn Gottrup, prófessor í Oðinsvéum og forseti evrópsku sárasamtakanna, ávörpuðu gesti. Henrik J. Nielsen, framkvæmdastjóri, kynnti evrópsku sárasamtökin, EWMA. Christine Moffat, prófessor í Englandi, talaði um fótasár og menntun á sviði sárameðferðar. Kirsten Möller, formaður dönsku sárasamtakanna, talaði um þrýstings- sár og hve algeng þau væru sem og þjónustu sem hjúkrunar- fræðingar veita úti í samfélaginu fólki með langvinn sár. Finn Gottrup ræddi einnig um ýmsar hliðar sáragræðslu, sykursýki- sár og fleira. í lok málþingsins voru sárasamtökin formlega stofnuð, lög samtakanna samþykkt og kjörin stjórn. Hana skipa: Jón Hjaltalín Olafsson, húðlæknir, formaður; Jóna Kristjánsdóttir, hjúkrunarfræðingur, varaformaður; Guðbjörg Pálsdóttir, hjúkr- unarfræðingur, ritari; Karl Logason, æðaskurðlæknir, gjaldkeri; Aðalheiður K. Þórarinsdóttir, sjúkraþjálfari, meðstjórnandi. Hvers vegna eru þverfagleg sárasamtök mikil- væg? Meðferð sjúklinga með sár er oft og tíðum mjög langvinn og erfitt getur verið að beina slíkum sjúklingum í réttan farveg innan heilbrigðiskerf- isins. Heilbrigðisstarfsmenn og aðstæður eru víðast hvar fyrir hendi en sértæk þekking á sárum og sárameðferð oft ekki að sama skapi og iðulega skortir á samræmingu í meðferð. Finn Gottrup (2003) bendir t.d. á að niðurstöður rannsóknar, sem gerð var í Kaupmannahöfn, sýndu að einung- is helmingur fólks með langvinn sár hefði fengið sjúkdómsgreiningu, 40% fólks með bláæðasár hefðu ekki verið meðhöndluð með þrýstingi, hjá þriðjungi fólks með fótasár var ekki kannað hvort það væri með sykursýki og að í aðeins helmingi tilvika hafði þrýstingi verið aflétt hjá fólki með þrýstingssár (bls.5). Erlendar tölur um kostnað við sárameðferð og fjölda einstaldinga með sár eru ótrúlegar. Gera má ráð fyrir að staðan á íslandi sé sambærileg en það er þó ekki vitað þar sem engar athuganir hafa verið gerðar á því. Það er hins vegar staðreynd að til er fólk sem hefur haft fótleggjasár árum eða áratugum saman vegna þess að meðferð er ekki byggð á þekkingu. I Svíþjóð er áætlað að 2,4% fullorðinna hafi ein- hvern tíma fengið langvinnt fótasár, eða 5,6% af fólki 65 ára og eldra fái einhvern tíma fót- leggjar- eða fótasár í meira en 6 vikur. Talan fyrir eldri konur er miklu hærri. Líklega eru tæplega Tímarit hjúkrunarfræöinga 1. tbl. 81. árg. 2005
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.