Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2005, Blaðsíða 8

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2005, Blaðsíða 8
Viðhorf og notkun hjúkrunarfræðinga á Trendelenburg-legustellingunni: 6 Netkönnun Útdráttur________________________________ Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna notkun, reynslu og viðhorf hjúkrunarfræðinga á gjörgæslu-, svæf- ingar- og bráðadeildum Landspítala-háskólasjúkrahúss á Trendelenburg-legustellingunni. í úrtakinu voru 237 hjúkrunarfræðingar af sex gjörgæslu-, svæfingar- og bráðadeildum Landspítala-háskólasjúkrahúss. Svarhlutfall var 45%. Rannsóknin var gerð á netinu og fór gagnasöfnun því alfarið fram á veraldarvefnum þar sem tíu liða spurningalisti var vistaður. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar sýna að 99% svarenda nota Trendelenburg-legustellinguna. Um 70% þeirra telja Trendelenburg-legustellinguna hækka blóöþrýsting hjá sjúklingum meö lágan blóðþrýsting. Mikill meirihluti hjúkrunarfræðinganna hefur lært um Trendelenburg-legustellinguna í hjúkrunarfræðinámi eða hjá samstarfsfólki sínu. Helmingur hjúkrunarfræðinganna hefur lesið í fræðiritum um legustellinguna. Svarendur telja að Trendelenburg-legustellingin sé mikið notuð í klínísku starfi á Landspítala-háskólasjúkra- húsi. Klínísk reynsla hjúkrunarfræðinga samræmist ekki niðurstöðum rannsókna á Trendelenburg-legustelling- unni. Því viröist notkun Trendelenburg-legustellingarinnar vera dæmi um hjúkrunarmeðferð sem er byggð á hefð fremur en rannsóknarniðurstöðum. Lykilorð: Trendelenburg, Trendelenburg-legustelling, lost, blóðþrýstingsfall, útfall hjartans Abstract The aim of this study was to look at nurses' use, experience, and attitude towards the Trendelenburg position, at the critical care-, anaesthesia- and emergency wards of Landspítali University Hospital. The sample was taken from six critical care and emergency wards of the Landspítali University Hospital, and included 237 nurses. The response rate was 45%. The mode of the research was via the Internet, and data gathering was therefore exclusively gathered on the World Wide Web, where a questionnaire in ten parts was saved. The main results of the study show that the Trendelenburg position is used by 99% of nurses. About 70% of those who responded believe that the Trendelenburg position raises blood pressure in patients with a low blood pressure. A great majority of nurses has been informed of the Trendelenburg position during their uni- versity studies, and from co-workers. Half of the nurses have read about the position in books concerning the profession. The Trendelenburg position is much used in the clinical work of nurses in the Landspítali University Hospital. The nurses' clinical experience of it is different from the professional material available about the Trendelenburg position. Therefore, it seems that the use of the Trendelenburg position is an example of a treatment that is based more on tradition than on results based on research. Keyword: Trendelenburg, Trendelenburg position, shock, hypotension, cardiac output Inngangur Á undanförnum árum hefur orðið breyting á viðhorfum og hugar- fari heilbrigðisstarfsmanna og þeir lagt meiri áherslu á gagn- reynda þekkingu. Hjúkrunarfræðin er þar engin undantekning. Notagildi Trendelenburg-legustellingarinnar hefur mikið verið - til umræðu á Landspítala-háskólasjúkrahúsi meðal hjúkrunarfræðinga að undanförnu. Fræðilegt les- efni um Trendelenburg-legustellinguna leiðir í ljós að hún er mjög umdeild og margar rannsóknir á viðfangsefninu benda til þess að Trendelenburg- legustellingin hækki blóðþrýsting lítið sem ekkert Höfundar og ábyrgöarmenn: Þorsteinn Jónsson, hjúkrunarfræðingur og meistaranemi í hjúkrunarfræöi Asdís Guömundsdóttir, hjúkrunarfræðingur og diplómanemi í hjúkrunarfræði, gjörgæsludeild 12-B, Landspítala-háskólasjúkrahúsi i Tímarit hjúkrunarfræöinga 2. tbl. 81. árg. 2005 .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.