Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2005, Blaðsíða 13

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2005, Blaðsíða 13
RITRYND GREIN því klínísk reynsla 70% hjúkrunarfræðinganna sam- ræmist ekki niðurstöðum margra rannsókna. Telja má víst að Trendelenburg-legustellingin hafi verið kennd við hjúkrunarfræðideild Háskóla Islands þar sem 80% hjúkrunarfræðinga hafa fengið vitneskju sína um Trendelenburg-stellinguna í náminu. Þriðjungur hjúkrunarfræðinga í þessari rannsókn er með skemmri starfsaldur en 5 ár. Hjúkrunarnámið felst í bóklegum tímum, verklegri kennslu og verk- námi á sjúkrahúsum. I verknámi á sjúkrahúsunum hafa eflaust margir lært hjá hjúkrunarfræðingum að bregðast við Iágum blóðþrýstingi með því að grípa til Trendelenburg-legustellingarinnar þar sem meirihluti hjúkrunarfræðinga í þessari rann- sókn segist hafa vitneskju um stellinguna frá heilbrigðisstarfsfólki, hjúkrunarfræðingum og lækn- um. Þar sem nær allir hjúkrunarfraeðingar í rann- sókninni hafa notað Trendelenburg-legustellinguna og 70% þeirra telja hana hafa áhrif á blóðþrýsting kemur það ekki á óvart að Trendelenburg-legustell- ingin skuli vera kennd hjúkrunarfræðinemum á heilbrigðisstofnunum. Því virðist notkun Trendelenburg-legustellingarinnar vera skýrt dæmi um hjúkrunarmeðferð sem er byggð á hefð fremur en rannsóknarniðurstöðum. Nær allir hjúkrunarfræðingar í þessari könn- un hafa notað Trendelenburg-legustellinguna og þriðjungur þeirra hefur orðið var við auka- verkanir tengdar Iegustellingunni. Ýmsar auka- verkanir voru nefndar og ber helst að nefna öndunarerfiðleika, hræðslu og ógleði. Vegna allra þeirra neikvæðu aukaverkana, sem tengjast því að leggja sjúkling í Trendelenburg-legustellinguna, er nauðsynlegt að vega og meta kosti og galla hennar (Zotti, 1994). Rannsakendur velta fyrir sér hvort aukaverkanir, sem fylgja Trendeleburg- legustellingunni, geti verið algengari en rann- sóknir gefa til kynna þar sem blóðþrýstingur getur oft fallið snögglega hjá sjúklingi og margt annað er gert samtímis, t.d. að gefa vökva og lyf, til að hækka blóðþrýstinginn aftur. Þar af leiðandi er ef til vill ekki tími til að meta og fylgjast með líðan og áhrifum legustellingarinnar á sjúkling- inn. Ahugavert er í þessu sambandi að sjá rann- sókn Ostrow og félaga (1994) því það er aðeins í þeirra rannsókn að greint er frá aukaverkunum, það er ógleði og verkjum, hjá þátttakendum. Því spyrja rannsakendur sig hvort vökult auga Ostrow sem hjúkrunarfræðings hafi hjálpað henni að sjá heildarmyndina í rannsókn sinni. Viðhorf og notkun hjúkrunarfr. á Trendelenburg-legustellingunni Kostir rannsóknaraðferðarinnar, sem notuð var, er vafalaust hagkvæmni gagnasöfnunar hvað varðar tíma og kostnað. Við framkvæmd könnunar á veraldarvefnum þarf að huga að mörg- um þáttum út af aðferðafræði og nýir þættir bætast við. Huga þarf að aðgengi þátttakenda að netinu og almennri tölvureynslu þeirra (Gyða Björnsdóttir og Ingibjörg Þórhallsdóttir, 2001). Nokkrir gallar komu í ljós við framkvæmd rannsóknarinnar. Stærstu gallarnir voru tengdir aðferðafræðinni. Þar sem þetta var netkönnun var ekki hægt að fylgjast með hverjir svöruðu könnuninni, þ.e. hvort hver og einn hjúkrunarfræðingur svaraði oftar en einu sinni eða hvort aðrir en hjúkrunarfræðingar svöruðu könnuninni. Annar galli á rannsókninni var sá að erfitt var að fylgjast með tæknilegum atriðum, svo sem hvort öll svörin hefðu borist á leiðarenda. Auk þessa hefði bilun í tölvum eða vankunnátta þátttakenda getað valdið vandræðum. Eitthvað var um að þátttakendur gátu ekki opnað tengilinn sem fylgdi tölvupóstinum. Fengu rannsakendur níu fyrir- spurnir þess efnis frá starfandi hjúkrunarfræðingum sem gátu ekki opnað tölvupóstinn. Brugðust rannsakendur þannig við að fara á þær deildir sem vandamálin komu upp og leiðbeina þátttakendum við að Ieysa vandann. Rannsakendur komust að því að netfangalistar deildanna voru ófullkomnir. Marga hjúkrunarfræðinga vantaði á listana. Þessar niðurstöður eru því ábending til deildarstjóra um að bæta netfangalista sína og athuga tölvukunnáttu starfsmanna sinna. Með þessa svörun að leiðarljósi spyrja rannsakendur sig hvort notkun hjúkrunarfræðinga á tölvupósti sé mikil. Lokaorð Eins og sjá má í hinni fræðilegu umfjöllun hér að framan benda allflestar rannsóknir, sem gerðar hafa verið á Trendelenburg-legu- ;stellingunni, til að legustellingin hafi lítil sem engin áhrif í þá veru að hækka blóðþrýsting. Rannsakendur hafa lengi velt þessari legustellingu fyrir sér og rætt við marga heilbrigðisstarfsmenn og fræðimenn úr ólíkum áttum um árangur og notagildi hennar. Eins og sést í niðurstöðum rannsóknarinnar er það mat flestra að legustellingin hækki blóðþrýsting. Virðist þessi skoðun ekki eingöngu vera bundin við hjúkrunarfræðinga og teljum við að sama gildi um flestallar heilbrigðisstéttir en þetta þarfnast frek- ari rannsókna. Sá lærdómur, sem draga má af þessari rannsókn um Trendelenburg-legustellinguna, er einkum sá að niðurstöður rannsókna fara ekki alltaf saman við skoðanir og vinnubrögð. Brúa þarf þessa gjá sem er milli fræðimanna annars vegar og klínískra starfsmanna hins vegar. Að okkar mati er þessi umrædda gjá nokkuð stór innan hjúkrunarfræðinnar á íslandi og er ástæða þess margþætt en verður ekki rædd frekar hér. Með aukinni menntun og þverfaglegri samvinnu bindum við vonir við að gjáin hverfi með tímanum. Áhugavert væri að gera klíníska rannsókn á áhrifum Trendelenburg-legustellingarinnar Tímarit hjúkrunarfræöinga 2. tbl. 81. árg. 200
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.