Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2005, Blaðsíða 33

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2005, Blaðsíða 33
VIÐTAL Allt frá plástri upp í ofbeldi af ýmsum toga Eðlislægt að hylma yfir Við ræddum fyrst almennt gang mála og þær stöllur voru sammála um að starf þeirra væri engan veginn hægt að einskorða við börnin, það þyrfti í flestum tilfellum að skoða og aðstoða fjöl- skylduna í heild. Eg spurði þær hvar og hvernig ofbeldismál kæmu upp á yfirborðið. Þær þekktu það allar af eigin reynslu að börnum virðist eðlis- lægt að hylma yfir vandamál heimilanna og oft hafa þau ekki þroska til að átta sig á að eitthvað óeðlilegt sé í gangi. Margrét sagði m.a. í þessu sambandi: „I þau skipti, sem ég hef verið fyrsti aðili sem barn opnar sig fyrir um heimilisof- beldi, er það ætíð í framhaldi af fræðslustarfi mínu innan skólans. Ég fer í sjöttu bekkina með kynþroskafræðslu þar sem komið er inn á klám og misnotkun. Börnin bíða mín oft eftir slíka kynningu og trúa mér fyrir hlutum sem þau hafa hreinlega ekki áttað sig á að séu óeðlilegir eða unnt að fá hjálp við. Ég fer líka og kynni mig fyrir öllum nýjum nemendum og segi þeim að þeir geti leitað til mín ef þeim líður illa. Sex ára barn kom einu sinni til mín, sýndi mér áverka á líkama sínum og sagði að pabbi hefði lamið sig. Þegar ég spurði barnið af hverju það leitaði til mín kom þetta einfalda svar: „Þú sagðir að ég mætti koma til þín ef mér liði illa.““ Stefanía og Bergljót þekktu svipuð dæmi og voru sammála Margréti um að nauðsynlegt væri að börnin hefðu greiðan aðgang að hjúkrunar- fræðingum í skólanum. Nemendur leita í vaxandi mæli til þeirra og voru skráðar 4.000 komur í Ábæjarskólanum á tímabilinu janúar til júní árið 2004. Þetta eru 20 til 40 krakkar á dag. Eitt stöðugildi hjúkrunarfræðings er á 800 skólabörn. Skráðar komur í Reykjavík á sama tíma voru 23.000 talsins þrátt fyrir að ýmislegt sé gert til að draga úr þessum heimsóknum sem börnin eiga sjálf frumkvæði að. Hver eru erindi barnanna? Þær sögðu þau margvísleg, allt frá plástri á skeinu eða sálina upp í mikilvæg trúnaðarmál, eins og ofbeldi af ýmsum toga, einelti, nauðganir og stelp- urnar koma og biðja um neyðargetnaðarvarnir. færa þegar þeim væri bent á það og sagði síðan: „Það er ekki meðfætt að vita alla hluti. Heilsugæslan, félagsþjónustan og aðrir sem hlut eiga að málum styðja vel við bakið á þeim sem vilja hjálp og oft nægir það. Þegar okkur grunar að brotið sé á börnum tilkynnum við barnaverndarnefnd málið og það verður að segjast eins og er að mér finnst oftast líða alltof langur tími þar ti! aðstæður barnsins breytast." Stefanía tók undir þetta og sagði: „Það er erfiðast að hjálpa einstaklingum sem eiga þessa höltu foreldra, þessa sem hafa ekki möguleika eða getu til að vera góðir foreldrar, hversu vel sem þeim er hjálpað. Hann er erfiður tíminn sem tekur að fá stuðning við fjölskylduna eða tilsjón með henni. Ef það gengur ekki þá er neyðarúrræði að taka börnin af heimilunum. Sum hafa verið send í sumar- vistun en það er eins og plástur á sárin. Síðan koma þau aftur heim í óbreytt ástand.“ Margrét bætti við að ástandið væri oft skelfilegt þegar áfengis- og vímuefnasjúkdómar tröllriðu heim- ilunum. Hún þekkti dæmi þar sem foreldrar hefðu spjarað sig ágætlega í nokkur ár en fallið á ný. „Þá þarf kannski að bíða mánuðum saman eftir því að foreldrarnir komist í meðferð og á meðan er allt í hers höndum,“ sagði hún. Bergljót benti á að oft væri foreldrum vísað á Fjölskylduþjónustuna Lausn til að vera betur í stakk búnir að sinna uppeldinu. Auðvelt að opna engar dyr | Ég spurði þær stöllur næst um hvaða einkenni kæmu fram hjá börnum sem verða fyrir ofbeldi. Hvernig „finna“ þær börnin? Þær ítrekuðu að við værum að tala um ofbeldi í víð- asta skilningi. Það gæti verið andlegt, líkamlegt, félagslegt, kynferðislegt, enn fremur vanræksla. Einelti er ein tegundin. Þær sögðu að tengslakannanir, sem gerðar væru í skólanum, sýndu oft ákveðin einkenni og þar væri oft hægt að grípa inn í. Staðreyndin varðandi einelti væri þó sú að þegar slík mál kæmu upp, oft í fjórða, fimmta og sjötta bekk, kæmi í Ijós að eineltið hefði staðið allt frá því í fyrsta bekk. Bergljót sagði að sér fyndist nauðsynlegt að gera þessar kannanir strax við upphaf skólagöngunnar og greina tilfellin fyrr. Margrét sagði: |„Staðreyndin er sú að mörgum börnum líður illa þó þau verði ekki beinlínis fyrir ofbeldi. Foreldri veikist eða deyr og þau sýna þá sömu einkennin. Við sjáum börnin breytast. Þau eru ekki eins og þeim er eðlilegt og þá er nauðsynlegt að spyrja, láta þau vita að við séum til staðar. Ég held að það sé mjög auðvelt að vera í þessu starfi og opna engar dyr en þannig fáum við ekkert að vita.“ Látið líðast alltof lengi - Hvernig bregðist þið við þegar börnin kvarta undan ástandinu heima? Margrét sagði að oftast væri um minni háttar mál að ræða sem foreldrar væru tilbúnir til að lag- Bergljót sagði: „Það er misjafnt hvernig við greinum börnin. Sum eru kannski búin að koma átta sinnum á stuttum tíma með kvörtunarefni eins og illt í maganum eða höfðinu. Þá kanna ég málið, hringi í foreldra. Það getur verið rannsóknar- efni að komast að hvað býr að baki og það getur verið allt mögu- legt: áföll, erfiðleikar í skólanum, heima eða í frímínútum." Tímarit hjúkrunarfræöinga 2. tbl. 81. árg. 2005 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.