Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2005, Blaðsíða 38

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2005, Blaðsíða 38
horf. Ég ætla ekki að blanda mér í þetta, hugsar fóik, og gera illt verra með af skipta mér af þessu. A ég virkilega að trúa því að einhver geti farið svona með barnið sitt? Við horfum einfaldlega fram hjá því að það er skylda okkar að skoða máiið betur. Barnalögin eru mjög ákveðin og ná út yfir allar aðrar skyldu, m.a. þagnarskylduna. Okkur ber að tilkynna öll tilfelli sem vekja spurningar. Við þurfum ekki að sanna neitt." Því má bæta við að Eyrún stóð fyrir átaksverkefni á slysa- og bráðadeild fyrir þremur árum. Boðaðir voru til skrafs og ráða- gerða fulltrúar lögreglu, féiagsþjónustu, lögfræðinga og fleiri starfsstétta. Rædd voru tilfelli sem hugsanlega hefði átt að tilkynna og starfsfólkið upplýst um réttindi sín og skyidur. Niðurstaða þessa námsdags var sú að tilkynningum til barna- verndaryfirvalda fjölgaði á einu ári úr 5-10 í 140. Börnin eru alltaf þolendur Eyrún sagði í þessu sambandi: „Þarna kom til fræðsla og styrking, starfsfólkið var fullvissað um að það mætti og ætti að taka afstöðu með börnunum. Fólk kemur hingað tugum og hundruðum saman ár hvert í alls kyns ástandi, drukkið, vegna lyfjaeitrana, slasað og eftir sjálfsvígstilraunir. I hópnum eru mæður sem leita sér aðstoðar vegna áverka sem þær hafa hlotið inni á heimilunum. Þar eru börnin alltaf þolendur. Það koma dauðadrukknar mæður eða feður sem hafa jafnvel verið að aka með börnin sín í bílnum. Hvað er þetta annað en van- ræksla af verstu gerð? Það er ákveðin vitundarvakning í gangi og það eru komnar ákveðnar reglur milli félagsþjónustunnar og LSH. Við stöndum okkur þokkalega núna hvað þennan þátt varðar." Eyrún sagði að ávallt væri litið svo á að tilkynning til barna- verndaryfirvalda væri stuðningur við fjölskylduna. Horft væri á fjölskylduna sem heild og það undirstrikað að allir ættu rétt á hjálpandi hönd þegar vanda bæri að höndum. Hún sagði síðan: „Með því að halda þessu stöðugt vakandi hefur gengið þokka- lega að framkvæma þetta en við vitum að það er hægt að gera mikið betur. Við vinnum í hröðu spítalakerfi, en hversu gullið tækifæri híður ekki heilsugæslunnar að taka á þessum vanda? Fyrst við gátum þetta þá hljóta fleiri að geta það. Það sem gerist í framhaldi af þessu og snýr inn á við er aukin vellíðan starfsfólks þegar skjólstæðingi er beint í viðunandi farveg.“ Við ræddum síðan um samvinnu stétta út af ofbeldismálum og hvar grípa ætti inn í þegar sjúkdómar og erfiðleikar gerðu foreldra vanhæfa til að sinna uppeldi barnanna. Eyrún sagði m.a.: „Þetta er vörðuð leið. Fyrst er það mæðraskoðun, fæð- ingardeildin, ungbarnaeftirlitið, dagmamman, leikskólinn og síðan grunnskólinn. Heilsugæslan kemur fljótt inn. Það er ekki af því að allir séu blindir að ekki er gripið inn í þegar þess þyrfti með heldur er þetta oftar spurning um hver á að taka af skarið og hversu lengi ástandið er Iátið líðast. Auðvitað grípur félagsþjónustan réttilega og vel inn í mörg mál en á sama tíma eru alltof mörg mál sem fá að rúlla afskiptalítið of lengi. Talið er að þriðji hver einstaklingur sé haldinn einhverjum geðrænum vandamálum. Þá hlýtur eitthvað að láta undan einhvers staðar.“ Blinduö af eigin almætti Verður þú vör við fordóma meðal heilbrigðisstarfs- fólks? „Já, við erum mjög dómhörð. Við veitum alls ekki alltaf hlutlausa hjúkrun eða læknisþjónustu. Við dæmum manneskjur eftir því hvernig þær koma fyrir; við dæmum þær eftir félagsskapnum, eftir umhverfi, fyrri komum og árekstrum. Við lesum stundum fordómana út úr læknaskýrslum og höfum gert það áratugum saman. Þar er verið að dæma og á sama tíma gleymist að skoða hvað býr á bak við. Hluti af því að vinna á neyðar- móttökunni er að gangast við fordómum sínum. Það verður að horfa á manneskjuna og láta ekki annað skyggja á. Fordómar mega aldrei lita sam- skiptin við skjólstæðinginn. Við erum öll alin upp í fordómum og með mismunandi gildi. Ég held að það sé núna verið að efla siðfræðikennslu bæði í hjúkrunar- og læknanámi. Ég veit að í hjúkrunardeild er unnið að því að horft sé á ein- staklinginn sem heild, taka hann trúanlegan og setja sig í hans spor. Við erum oft svo blinduð af okkar eigin almætti alla daga að við höfum ekki verið tilbúin til að sjá hlutina frá sjónarhorni annarra." Eyrún var í framhaldi af þessu spurð hverju hún myndi breyta ef hún fengi aðstöðu til. Hún svar- aði: „Himinn og haf eru milli viðhorfa og þekk- ingar frá því ég byrjaði að vinna í hjúkrun og það er stöðugt verið að endurbæta og gera góða hluti. Það er krefjandi að fara inn f þessi mál hvort sem er í heilbrigðiskerfinu eða annars staðar. Það þarf sterk bein til að gefa meira af sér en fæst til baka. Ef fólki líður ekki vel í starfi, ef því finnst það ekki fá neitt til baka á sama tíma og það býr bæði við niðurskurð og aukið álag þá verður oft lítill vilji til að gefa meira af sér. Fólk þarf stöðugt að 36 Tímarit hjúkrunarfræöinga 2. tbl. 81. árg. 2005
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.