Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2005, Blaðsíða 42

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2005, Blaðsíða 42
Valgerður Katrín Jónsdóttir Heilbrigö sál í hraustum... 4----a4;':--------- '■ i i-------------- Undanfarin ár hefur mikil áhersla verið lögð á heilsueflingu og forvamir. Flestir gera sér vel Ijóst að góð og holl næring, regluleg hreyfing og heilbrigður lífsstíll stuðla að góðri heilsu að öllu jöfnu. En hvað getur einstaklingur, eða fyrirtæki sem vilja efla heilbrigði starfsfólks, gert til að kanna líkamlegt ástand, svo sem ýmsa áhættuþætti sem geta leitt til þess að tilteknir sjúkdómar brjótist fram ef ekkert er að gert? Júlía Linda Omarsdóttir er hjúkrunarfræðingur og Ijósmóðir og vann á fæðingardeildinni á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri í 14 ár áður en hún ákvað að söðla um og snúa sér að því að halda fólki við góða heilsu með reglulegri ráðgjöf og eftirliti. Júlía er 6 barna móðir og hefur stundað heilsurækt, hlaup, fjallgöngur, hjólreiðar og haft mikinn áhuga á heilsueflingu alla tíð. Hún hefur lagt mikla áherslu á að upplýsa börn og fullorðna um mikilvægi góðrar næringar og hreyfingar og haft áhyggjur af þeirri þróun sem hefur orðið í samfélaginu vegna breytinga á lífsháttum, þyngdaraukningar landsmanna og hreyfingarleysis. A síðasta ári sótti hún námskeið sem haldið var á Akureyri á vegum Impru, Nýsköpunarsjóðs og Iðntæknistofnunar um stofnun og rekstur fyrirtækja, en skilyrðið fyrir þátttöku var að hafa viðskiptahugmynd sem unnt væri að gera að veru- leika. Síðastliðið haust setti hún svo auglýsingu í Dagskrána á Akureyri þar sem hún bauð upp á heilsufarsskoðun, ráðgjöf og eftirlit. Hún útbjó bók sem hún kallar nokkurs konar „smurbók“ fyrir fólk en þar færir hún inn þær upplýsingar sem fram koma í skoðuninni. Hún segir undirtektir hafa verið mjög góðar. „Mér finnst margir karlmenn, sem komnir eru yfir fertugt, duglegir að koma til mín,“ segir hún og bætir við að meðal viðskiptavina hennar séu menn um sextugt sem hafi getað aukið þol sitt það mikið að þeir treysti sér núna til að hlaupa 10 kílómetra en hafi varla gengið neitt þegar þeir komu til hennar. Þolprófin eru mikilvægur liður í mælingunum og eru lögð til grundvallar markmiðssetningunni m.t.t. getu til hreyfingar. Júlía vann lengi í mæðravernd og sá hve mikilvæg fræðsla var fyrir verðandi mæður og börn þeirra. Hún segist hafa vaxandi áhyggjur af því hve konur hafi þyngst á meðgöngunni og í kjölfarið hafi sykursýki vaxið meðal þungaðra kvenna. „Eg hef mikið velt því fyrir mér hvað unnt væri að gera til að snúa þessari þróun við. Bókin, sem ég samdi, er mitt framlag til þess, sá sem fær hana í hendur fær um leið í auknum mæli ábyrgð á heilsufari sínu. Heilsufarsskoðunin tekur u.þ.b. eina og hálfa klukkustund. Markmið eru sett í kjölfar mælinganna og þeim fylgt eftir með frek- ari mælingum svo oft sem þörf er á. Ef viðkom- andi fær góða skoðun er honum ráðlagt að koma aftur eftir eitt ár, en ef eitthvað er að fær hann fræðslu og ráðgjöf og frekari skoðanir og stuðning til að breyta því sem að er. Lífsstílsbreytingarnar eru oft ótrúlega einfaldar. Mörgum dugar t.d. að borða ríflegri morgunverð og hádegisverð en minnka matarskammtinn á kvöldin að sama skapi.“ Tímarit hjúkrunarfræöinga 2. tbl. 81. árg. 2005
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.