Norðurslóð - 13.10.1978, Blaðsíða 1

Norðurslóð - 13.10.1978, Blaðsíða 1
rj’tr a T“ I O V X’X.L 6. tölublað Föstudagur 13. október 1978 2. ágangur 5ð afkoma Útgerðarfélagsins £r vanda fiskverkunarinnar nú velt yfir á útgerðina? Útgerðarfélag Dalvíkinga hf. gerir sem kunnugt er út togar- ana Björgvin EA 311 og Björg- úlf EA 312, ogsjá þeir að mestu leyti um hráefnisöflun fyrir Frystihús KEA hér á Dalvík og er því félagið mikill hornsteinn atvinnulífs staðarins. Þess má geta að í mars á næsta ári eru liðin 20 ár frá stofnun Útgerðar- félags Dalvíkinga hf. og ef Norðurslóð endist aldur til er eðlilegt að gerð verði grein fyrir félaginu þegar þau tímamót verða. Hins vegar hitti blaðamaður Norðurslóðar Björgvin Jónsson framkvæmdastjóra félagsins og Ieitaði helstu frétta af rekstri félagsins. - Hvernig hafa aflabrögðin verið að undanförnu? - í júlí og ágúst voru afla- brögð góð, en í september dró mjög úr þeim þannig að aflinn þá varð lélegur, því auk þess voru bæði skipin í ,,klössun.“ Björgúlfur 10.-17. september, en Björgvin í fjögurra ára klöss- un 18. september til 6. október. Tími þessi hefur að vísu nýst að því leyti, að þorskveiðibann var sett á hvern skuttogara um þriggja vikna skeið, og er því Björgvin búinn með sinn tíma. Björgúlfur er nú á skrapfisk- veiðum eins og það er kallað, það er að hann veiðir á ufsa- og karfaslóð, en þorksaflinn má ekki vera meiri en 15% af heildaraflanum séu skipin á veiðum á þessu banntímabili. Björgúlfur er væntanlegur úr þessari veiðiferð í byrjun næstu viku og hefur þá lokið sínum tíma í þorskveiðibanninu. Frá áramótum til loka sept- ember höfðu þeir lagt á land sem hér segir: Björgvin 2.271 1. í 23 sjóf. Björgúlfur 2.835 1. í 24 sjóf. - Hvernig var afkoma Ú.D. á síðast liðnu ári? - Ég tel hana viðunandi. Að vísu má segja að bókhaldslegt tap hafi verið talsvert eða 94 miljónir króna, en þá ber að hafa í huga að afskriftir námu 125 miljónum króna, þannig skilaði reksturinn 31 miljón upp í afskriftir, sem telst ekki svo slæmt því einn þriðji var liðinn af árinu þegar Björgúlfur hóf veiðar. Þá ber að líta á það að stofnkostnaður Björgúlfs varð hár og vaxtabyrði félagsins af þeim sökum mikil og er tilfinn- anlegust fyrstu árin. Björgúlfur var afhentur 16. Fimmtíu tonn af kartöflum Á þessu nýliðna, blessaða sumri gat að líta stóran, óvenjulega dökkgrænan blett í hlíðinni fyr- ir sunnan og ofan Hól á Upsaströnd. Nýrækt, hafrar, hafa sjálfsagt sumir hugsað. En nei, svo var ekki. Þetta var reyndar kartöfluakur þeirra bræðra frá Hofsá, Reimars og Rúnars Þorleifssona og kvenna þeirra, Guðlaugar Antonsdótt- ur og Hafdísar Hafliðadóttur (Enginn skal geta ásakað Norð- urslóð um mismunun kynja). Blaðamaður hringdi í Haf- dísi, sem gaf eftirfarandi upp- lýsingar: Við fengum land hjá bænum, þeas. í landi Holtsins, þar sem síðast bjó Páll, nú bóndi á Ups- um (og kona hans, Baldvina). Við plöntuðum í ca. 3.5 hekt- ara. Útsæðið var aðallega Gull- auga, en líka dálítið af tegund- inni Helgu, alls tæplega 3 tonn. Við vorum ekkert sérstaklega bjartsýn þegar við vorum að setja þetta niður, komið vel fram í júnímánuð og kalt í veðri, eiginlega hálfgerð haglhríð með köflum. Vinnsla landsins var ófull- komin, en samt gátum við sett niður með vélinni. - Hver var svo útkoman? - Útkoman er ótrúlega góð. Við gátum að vísu ekki tekið upp með upptökuvélinni, því bæði var að jarðvinnslan var svo gróf, og svo var kartöflu- grasið ekki fallið, en það þarf það helst að vera til þess að vélin geti unnið sitt verk. Nú, en það bjargaðist samt allt ágætlega, við fengum bara hóp duglegra daglaunamanna til uppskeru- starfanna. Við vorum oft þetta 15 saman og allt upp í 20, svo upptakan gekk vel, enda vorum við heppin með veðrið. Kartöflurnar eru stórar og fallegar, ekki síst Helgan. Við töluðum um það, að helstu vandræðin væru þau, að við fengjum ekki nógu smáar kart- öflur í útsæði! Jæja, við vitum bara ekki nákvæmlega hvað uppskerumagnið er. Við keypt- um fiskikassa af Alla Lofts og létum kartöflurnar í þá. Það eru fullir 1280 kassar. Ég viktaði einn þeirra á eldhúsvigtinni minni. Hann reyndist 41 kg. Ætli það sé ekki svona 36 kg. nettó. Og nú má hver margfalda fyrir sig (Blaðamanni telst til, að þetta sé rösklega 46 tonn). - Hvað verður svo um alla þessa matbjörg? - í bráðina eru kassarnir geymdir í bilskúrunum okkarog svo í fjósinu í ölduhrygg. En við erum nú að vona að kaupfélagið taki mikið af okkur strax í haust og að lokum allt, sem við höfum til sölu. Útsæðið geymum við reyndar í góðri geymslu, sem við eigum upp í Holtinu. Það er gamall frystiklefi, sem við keyptum og grófum inn í barð. Og nú erum við farin að undirbúa næsta sumar. Það er verið að tæta akurinn nú í dag. - Og nú eruð þið orðin rík. - Já, vitum ekki aura okkar tal, er ekki eins með ykkur í sveitinni? (Blaðamanni vafðist tunga um tönn.) ajtríl og hóf þegar veiðar. Uthaldsdagar hans voru 234 og veiðiferðir 21 talsins, afli var 2.227 tn að verðmæti 206 miljónir. Hásetahlutur með or- lofi nam 3.9 milj. kr. Björgvin var með 333 út- haldsdaga í 28 veiðiferðum, afli var 2.849 tn að verðmæti 240 miljónir. Hásetahlutur með or- lofi nam 4.5 miljónum króna. - Álítur þú að afkoma félags- ins verði svipuð á þessu ári? - Ég gerði mér vonir um að hún yrði ekki lakari, og miðaði þá við það sem af er árinu. Við síðustu fiskverðsákvörðun hækkaði verð á fiski mjög lítið, sem þýðir að hækkun útgerðar- kostnaðar t.d. af völdum geng- isfellingarinnar verður mikið meiri en væntanleg tekjuhækk- un, svo mér sýnist að afkom- unni sé teflt í svolitla tvísýnu. Fyrir mér er það spurning hvort ekki sé verið að velta vanda fisk- verkunarinnar yfir á útgerðina, sagði Björgvin að lokum. Til lesenda Norðurslóð ýtir nú úr vör eftir langt sumarfrí. Upphaflega var talað um að gefa út 10 tölublöð á árinu. Þau urðu reyndar ekki nema 5 fyrri hluta ársins, að vísu sum stærri en sáfjórsíðungur, sem lofað var, svo við því er varla að búast, að tölunni 10 verði náð. Vonandi verður það fyr- ’rgefið. Astœða er til að kvarta und- an því, hvað lítið aðsent efni berst blaðinu. Helst kemur ekkert ótilkvatt. Er virkilega ekki eitthvað, sem Svarfdœlir vildu sagt hafa og gœti átt heima í þessu blaði? Um efnahaginn er það að segja, að hann er hreint ekki svo bágborinn nú í vertíðar- byrjun. Það er fyrst og fremst að þakka þeim ca. helming áskrifendanna 500, sem brugðu við í vor og borguðu blaðið, flestir til muna betur en um var beðið. Betra væri samt efnahagsástandið ef hinn helmingur áskrifendanna hrykki nú við og sendigreiðslu til blaðsins. Askriftin er: Norðurslóð, pósíhólf 15, 620 DAL VÍK. Fyrir heimamenn er best að borga í versluninni SOGN. Hvað sem því iiður sendir blaðið lesendum öllum bestu kveðjur og óskir um farsœld á komandi vetri. Dvalarheimili aldraðra Vinna við Dvalarheimili aldr- aðra á Dalvík mun ekki falla niður nú með haustinu. Sam- þykkt hefur verið að taka til- boði Tréverks hf. um smíði eld- hússinréttinga, skápa og hurða. Tilboðið hljóðaði upp á kr. 17.300.000 og á að ljúka smíð- um í febrúar. Þegar er búið að vinna fyrir þá upphæð sem ætluð var í dvalarheimilið á þessu ári sam- kvæmt fjárhagsáætlun,en rúm- lega 17 milj. kr. framlagúr Jöfn- unarsjóði sveitarfélaga gerir kleift að halda framkvæmdum áfram. Dalvíkurbær hefur um nokkurra ára skeið reynt að fá slíkt framlag frá sjóðnum, eða frá þeim tíma að samþykkt voru í tíð síðustu ríkisstjórnar lög um breytta tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga. Lög þessi hafa almennt gengið undir nafninu „bandormurinn“ vegna þess að í þeim eru fjölmargir liðir annara laga, sem fjalla um þátttöku ríkisins í félagslegri þjónustu strikaðir út, þar á meðal framlag ríkisins til bygg- ingar elliheimila. Á bæjarstjórnarfundi 5. okt. voru þessi mál til umræðu. Allir þeir er tjáðu sig um málið töldu sjálfsagt að þetta framlag úr Jöfnunarsjóði rynni til fram- kvæmda við elliheimilið. Tíu knáir sveinar í Láginni. Greinarhöf. aftan við f. miðju. Lágin verður aftur græn Brúnka hans Stebba gamla í Hvoli gæddi sér á iðgrænu grasinu í Láginni. - Fullorðnum Dalvíkingum er minnisstæður hesturinn og Lágin, þá er hún náði samfellt allt frá Lágar- brekkunni gömlu til fjalls. Síð- an eru liðin mörg ár. Nú er Brúnka dauð, og litlu munaði að sama ætti fyrir Láginni að liggja. Stöðugar uppfyllingar hafa átt sér stað, og á tímabili var svæðið notað sem sorphaugar fyrir fínt rusl, eða þrifalegt rusl eins og það var kallað. Það var svo í fyrra, sumarið 1977, að ákveðið var að halda verndarhendi yfir þeim ræfli sem eftir var af svæðinu. Nú hefur jöfnun og vinnsla á elri hlutanum átt sér stað, og er það nú óðum að grænka. Þótt mikið hafi áunnist er þó all mikið starf fyrir höndum. Ganga þarf frá fyrirhugaðri tjörn, setja niðurtrjáplöntur, og ekki síst, að ljúka við vinnslu og jöfnun á neðri hlutanum alveg niður að Hafnarbraut. Hvert stefnir? i Okkur bæjarbúum er öllum ljóst, að þau verkefni sem liggja fyrir í útivistmálum verða ekki leyst með því að fá tilfallandi aðila til starfa í stuttan tíma, eða án tilkostnað- ar. Hér þarf að leggja til atlögu af kraftir, ef við eigum ekki að verða eftirbátar annara bæjar- félaga í þessum efnum. Við eigum mörg falleg svæði sem kalla á umhirðu, og nægir þar að nefna niiðbæjarsvæðið. Við búum á gróðursælum stað á landinu, og einkagarðar bæjar- búa sýna, að við erum gróður- vinir. Hér eru því stórir mögu- leikar til að gera fallegan bæ fallegri. En það er ekki nægilegt að byggja., við verðum líka að halda við. Ef við viljum hafa vel hirt opin svæði í bænum verður að hugsa um þau, - halda þeim við. Til þess að svo megi verða, þarf að fá ábyrgan aðila til starfa. Eðlilegast er, að til bæjarins verði ráðinn skrúð- garðyrkjumaður, og honum falin uppbygging og hirðing þeirra svæða sem valin verða til útivistunar. Slíkur aðili gæti einnig orðið ráðgefandi fyrir húseigendur, - á slíku er mikil þörf. Látum dæmið um Lágina kenna okkur ofurlítið. Við skulum hugsa áður en við beitum ýtum og vélskóflum. Það er svo auðvelt að hrauka upp moldarhaugum og ýta drasli til hliðar, en í upphafi skal ávallt endirin skoða. Árni Steinar Jóhannsson.

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.