Norðurslóð - 13.10.1978, Blaðsíða 3

Norðurslóð - 13.10.1978, Blaðsíða 3
Sveinar kátir syngjum . . . „Rctt á Tungubarði" Sunnudaginn 17. septembervar réttað á Tungurétt. Veður var gott, féð margt og fallegt og menn voru í besta skapi. Kven- félagskonur seldu kaffi í rauða skúrnum en bændur buðu hver öðrum úr fleygum sínum við dilkvegginn. í almenningnum safnaðist hópur manna þegar drætti lauk og tók lagið. Og þannig hefur það gengið í hálfa öld og lengur. Einn dag á ári er Tunguréttin miðpunktur alls lífs í Svarfaðardal. Því eins og segir í gömlum brag: Þangað koma allar, allar yngismeyjarnar, bændur, konur, blindir karlar, börn og kerlingar. og í öðrum brag: Þangað koma hestar og hrútar, haltar ær og brennivínskútar. Einn dagur á ári. Endranær kúrir réttin þarna á melhorninu auð og yfirgefin og bíður síns vitjunartíma næsta ár. Sagan En hvenær hófst þessi saga og hverjir stóðu fyrir því, að aðal- skilarétt sveitarinnar var byggð einmitt á þessum stað? Heimild- ir um það er að finna í fundar- gerðum hreppsnefndar Svarf- aðardalshrepps. Það var á því herrans ári 1923 að hreppsnefndin tók þá ákvörð un að byggja stóra skilarétt á þessum stað, sem er mjög í miðri sveit, og gera um leið all- róttækar breytingar á fjallskil- um í hreppnum. Ekki voru allir bændur á einu máli um réttmæti þessarar ráðabreytni og risu öldur tilfinninga þónokkuð hátt af þessu tilefni. Hinsvegar gerðu sveitarskáld in sér þetta að gamanmálum og ortu bragi um hreppsnefndina og sér í lagi fjallskilastjórann og útistöður þær, sem hann átti í við vissa góðbændur í dalnum. í hreppsnefnd Svarfaðardals- hrepps sátu þá eftirtaldir heið- ursmenn: Þorsteinn Jónsson kaupmaður á Dalvík, oddviti, Gamalíel Hjartarson í Skeggja- stöðum, fjallskilastjóri (og rétt- arstjóri), Jóhann Páll Jónsson í Hreiðarsstaðakoti, fátækra- stjóri, Tryggvi Jóhannsson á Ytra-Hvarfi, Björn R. Árnason í Klaufarkoti (síðar á Grund og í Lambhaga á Dalvík) og Þórar- inn Kr. Eldjárn kennari áTjörn. í fyrri hluta brags þess, er hér er birtur, hugsar höfundur sér að hreppsnefnd sitji á fundi, þar sem ákvörðun skyldi tekin um réttarbygginguna. Leggur oddviti málið fyrir, en síðan tekur hver hinna afstöðu, hver eftir sínu eðli og innræti. Voru kunnugir ekki í vafa um við hvern hver vísa ætti. í seinni hluta bragsins lýsir höfundur (eða höfundar) því, sem gerist á fyrsta réttardegi, þar sem réttarstjórinn, Gamalí- el í Skeggsstöðum, stjórnar af skörungsskap og leiðbeinir al- múganum. Ennfremur notar hann tækifærið til að rukka inn tillög til réttarinnar, en mætir þá nokkurri andstöðu, sem kemur fram í tveimur síðustu vísunum, og hefur við- mælandi hans þannig síðasta orðið: ,,Upp á svona djöfli áttuð þið ekki að fletta.“ Leiðrétting við sam- talsþátt Þótt umliðið sé síðan viðtal við Jón í Hvoli birlist hér í blaðinu langar mig þó til að koma að leiðréttingu á leiðin- legri villu, sem þar varð af völd um prentvillupúkans. Jón lagði á það áherslu í samtalinu, hve sér hefði verið það mikið happ að komast til heiðurshjónanna Guðrúnar og Jóns á Hálsi, þar sem hann var að miklu leyti frá 9-15 ára aldurs. Þelta komst ekki til skila vegna þess að niður féllu 3-4 línur í setningu greinarinn- ar og sást yfir i lestri prófarkar. Þetta hefði þó að nokkru getað leiðrést seint isamtalinu þar sem aftur var minnst á hjónin á Hálsi. En prent- smiðjupúkinn kom einnig í veg fyrir það með þvi að breyta á i ó, svo þau voru kölluð Hólshjón. A þessum mistökum vil ég nú biðja velvirðingar. H.E.Þ. Réttarbragurinn r- A hreppsnefndarfundi Svarfdælingar sagðir eru fróðir og sæmilega í framkvæmdum góðir. í upphafi þeir öllu halda í leyni en allt vilja byggja úr steini. Hœdúllía - dúllía - dúllía Ein er bygging öllum hér meiri, sem átti fyrst að byggjast úr leiri. En yfirvöldin unnu að því í leyni, að öll höllin byggð yrði úr steini. ,,Nú sitjum vér hér allir, yfirvöldin og eigum nú að vinna bak við tjöldin. Grjót er ekki hérna neitt að greipa svo gott væri nú réttina að steypa.“ (Þ../., oddviti) ,, Já, mér finnst það vœri fyrirtak að steypa og fjöldinn allur mundi við því gleypa. En hvað segið þið nú um það allir hinir, eruð þið ekki sáttir á það, vinir?" (Gamalíel) „Vandi er úr vöndu hér að ráða. Virðist mér að nokkuð muni gráða. Ég vildi fá að hugsa um það heima og helst um það ákvörðun geyma. (Hallgrímur) „Sammála við sigur eigum tryggja, því sjálfsagt finnst mér réttina að byggja. Þúsund krónur, þetta hef ég reiknað, þarna er blaðið, upp hef ég það teiknað.“ (Jóhann Pálí) „Fyrst að þetta er nú ekki meira við ættum ekki að þurfa að skrafa fleira. Fátækrastjórinn finnur alltaf ráðið, við fjandann ekki hirðum neitt um gráðið.“ (Tryggvi) „Ég veit það ekki, verkið verður mikið, mér virðist líka öfugt tekið strikið. Og æði mikið er búið að mala, en eitthvað verður kennarinn að tala.“ (Björn R.) „Mér finnst það best þeir fyrstu hafi völdin í framtíðinni líka þakkargjöldin. En eitt er víst að okkar minnisvarði á að vera rétt á Tungubarði.“ (Þórarinn) Teikningin frá tveimur herrum runnin tígulega viss og dável unnin. Verðið lágt og vissa um lán var fengin og vel frá öllum hnútum þar var gengið. Byggingin er sögð fyrir sauði svo að ekki grandi þeim dauði. Með háum veggjum, helvíti fínum svo hvergi sést þar glufa þótt við rýnum. Á réttardaginn Á gangnadögum glatt er á hjalla og gaman fyrir kunningjana að spjalla. Þar koma bæði hestar og hrútar, haltar ær og brennivínskútar. Réttarstjórinn röskur og glaður rómmikill og nokkuð hátalaður. Um sig slær og utan sig lemur ákaft kallar: „Reksturinn kemur.“ „Ég gleymdi í hvaða dilk ég átti að draga, drengur góður, viltu þetta laga?“ „Já, einhversstaðar á ég að hafa skjalið því allt er mér á staðnum hérna falið." „Þú átt að draga í dilkinn þarna stóra í dilkinn, sem hún stendur við hún Móra. En ég þarf nú í flýti að fara héðan að fá mér kaffi. Hafið það gott á meðan.“ „Hættið nú í hasti hér að draga. Ég held við ættum eitthvað hér að laga. Grindurnar við verðum víst að færa, ég veit það best og þið eigið að læra.“ „Að fénu skal í horninu herða og héðan þegar býst ég til ferða. Úrtíninginn eflaust mun ég passa eins og hann væri í peningakassa." „Þú ættir nú með bljúgu geði að borga því búinn er ég allt hitt inn að dorga. Á endanum varð ónefndur þíður. Þú ættir eins og hann að verða blíður." „Út úr mér þið ekki hafið eyri úteftir þótt lögfræðing þið keyrið. Og lögtakið, það lítið mun mig saka . þið liðugt skuluð greiða það til baka.“ „Grundvöllurinn er gersamlega fúinn og grindin öll með lygum saman snúin. Þið sjáið brátt, hvort sagði ég ei hið rétta. Upp á svona djöfli áttuð þið ekki að fletta.“ NORÐURSLÓÐ - 3

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.