Norðurslóð - 13.10.1978, Blaðsíða 4

Norðurslóð - 13.10.1978, Blaðsíða 4
NORÐURSLÖÐ SVARFDÆLSK BYGGÐ OG BÆR Þakkarorðfrá Þelamörk 1 Dalborgin í stórri rækju Rækjuvinnslan hefur aukist að mun Frá miðjum júní hefur b/v Dalborg verið á rækjuveiðum á Dornbanka, þ.e. allt að miðlínu milli Vestfjarða og Grænlands. Rækjan á þessum miðum er stór og góð. Meirihluti þess sem veiðist fer í stærðarflokk 70-90, þ.e. 70-90 rækjurþarfí 1 kg. Um síðustu mánaðamót var afli Dalborgar á þessum miðum orðinn um 180 tn. Um mánaða- mótin júlí-ágúst fór hún í sölu- ferð til Gautaborgar og í byrjun október landaði hún tæpum 60 tonnum í Hafnarfirði og verður sú rækja flutt út með flutn- ingaskipum. Eins og fyrr segir er rækjan stærri og þar af leiðandi verð- meiri en hún var í vetur á miðunum hér norður við land. Nú er verið að gera tilraunir til að koma rækju úr Dalborg á markað í Japan en þar er gott verð á rækju ef unnt er að frysta hana eins og Japanir vilja og hún er nægilega stór. Herbert Hjálmarsson á Brún. Rafn Arnbjörnsson á Jökli Fannari. Af hestum og reiðmönnum Hestamennskan hefur verið með líflegasta móti í sumar hér í sveit. Varla hefur liðið svo dagur að ekki hafa heyrst hófaskellir og ekki láta ung- lingarnir sitt eftir liggja. Snemma í vor var haldið tamningar og þjálfunar nám- skeið af Jóni Matthíassyni frá Akureyri, sem mæltist vel fyrir og í framhaldi af því fór fram firmakeppni, sem jafnframt var úrtökumót fyrir landsmót- ið á Þingvöllum. Þarna stóð efstur Vinur Helga Indriða- sonar sem keppti fyrir Syðra- Holtsbúið. Frá okkur héldu svo á landsmót 3 hestar, sem gerðu þar sitt besta, enda þótt hvergi kæmust þeir í fremstu raðir. Strax eftir landsmót kom til okkar í annað sinn ungur og efnilegur tamningamaður að austan, HrafnVilbergsson, og tamdi og þjálfaði um 20 unghross í einn mánuð með aðstoð heimamanna. Síðast í júlí húfst 10 daga reiðskóli á vegum Hrings fyrir börn, unglinga og konur. Virðist áhugi barnanna á hestum og reiðmennsku ákaf- lega mikill, því að yfir 70 tóku þátt í þessu allt ofan í 7 ára gömul og urðu þó mörg frá að hverfa. Ber sannarlega að hlú að þessum áhuga. Þann 20. ágúst var haldið okkar árlega hestaþing að Flötutungum í ágætis veðri og mættu til leiks um það bil 60 hestar. Sú breyting varð á að Ólafsfirðingar voru ekki með í þetta sinn og þótti sumum sjónarsviftir að Andrési bónda á Kvíabekk, sem jafnan hefur riðið heim með gull og silfur. Að venju fór fram gæðinga- keppni, en þar komu fram óvenju mörg unghross sem gáfu góð fyrirheit, en þau hafa verið í tamningu hjá fyrr- nefndum Hrafni. Besti alhliða gæðingurinn var Þór Valdi- mars Kjartanssonar, en í flokki klárhesta stóðu jafnir að stigum Feykir, eigendur Feykir hf. og Ljúfur, sem er aðeins 4 vetra foli frá Kirkju- bæ í eigu Ingibjargar Björns- dóttur. Einnig var keppt í hlaupum. Dimmalimm frá Akuryeri sigr aði í 250 m folahlaupi, Lýs- ingur Valdimars Kjartansson- ar í 300 m stökki, Jörp Stefáns Agnarssonar í 300 m brokki og Freyja frá Akureyri í 250 m skeiði. Til nýmæla á mótinu má telja gæðingaskeið og unglingakeppni sem eru nýjar íþróttagreinar. Sigurvegari í skeiðinu varð Þór sá hinn sami sem efstur stíð af alhliða gæðingum. í unglingakeppni tóku þátt 6 unglingár og stóðu þeir sig allir með prýði, en efstur af þeim varð Einar Stefánsson á Tinnu. Hestamennska færist sífellt í aukana hér hjá okkur eins og annars staðar og er það vel, því að sem áhugamál er það sérlega heilsusamlegt og mannbætandi og vel til fallið fyrir alla fjölskylduna. Hérna á Dalvík er orðið aðkallandi fyrir hestafólk að fá aukna aðstöðu til sinnar iðkunar innan bæjarmarka. Er þá átt við svæði undir skeiðvöll nátengt hesthúsabyggingum og jafnframt í tengslum við annað bæjarlif. Stjórn Hrings og forráðamenn bæjarins hafa nú hafist handa um aðvinna að þessu máli í sameiningu og við skulum vona að farsæl lausn sé í sjónmáli. Þórdís Hjálmarsdóttir. f rækjuvinnslu Söltunarfél- agsins er nú verið að endur- pakka rækju úr Dalborgu. Rækjunni er raðað í 1 kg. pakn- ingar, en slíka vinnu er ekki hægt að framkvæma um borð. Stöðug vinna hefur verið í rækjuvinnslunni í sumar. Þar hafa landað að staðaldri 4 bátar (þar af 2 heimabátar) og auk þess 2 aðrir bátar af og til. Það sem af er árinu hafa borist á land til pillunar 325 tn af rækju, á sama tíma í fyrra höfðu borist á land 260 tn. Nokkur óvissa ríkir nú um hráefni til rækju- vinnslunnar, því að vegna lang- varandi ógæfta hafa nokkrir þeirra báta, sem hér hafa land- að, hætt rækjuveiðum fyrr en áætlað hafði verið. Mörgum er vafalaust í fersku l minni heimsókn norska kórs- \ ins Vinje Songlag, sem kom í hingað til Norðurlandsins í miðjum.júní síðastliðnum og hélt fyrsta konsert sinn hér á Dalvík. Á prógrammi þeirra var einnig fiðluleikur, kvæða- söngur, þjóðdansar o.fl. Það er skemmst frá því að segja, að þetta fólk vann strax hug og hjarta áheyrenda sinna með góðum söng og látlausri og frjálsmannlegri framkomu. Nokkru eftir heimkomuna til Vinje héraðs á Þelamörk, þar sem þetta fólk á heima, barst kvenfélagasamböndun- um í Eyjafirði, Skagafirði og Þingeyjarsýslu, sem tóku á móti og skipulögðu för Norð- mannanna hér, bréf frá kórn- 1 um með beiðni um að með- fylgjandi þakkarorð yrðu birt í blöðum við fyrsta tækifæri. Þar sem bréfið er ritað á byggðamáli þeirra Þelmerk- inga, þykir okkur með öllu óþarft að snúa því á íslensku, nema kannske nokkrum orð- um: Til alle medlemer av kvinne- forbundet pá Nord-Island. Dalvík-A kureyri- Húsavík- Varmahlíð-Breiðumýri. Me (við) er no komne att (aftur) til Vinje, men vðre tanker og sinn ligg enno attpd Island. Me veit ikkje korleis me skal fa takke dykk (ykkur) for den eventyrlege veka pá Nord- Island. Me mötte der ein varme og gjestfrihet som har gjört eit uutsletteleg intrykk pa oss alle. Me kjenner at me fekk knyte eit band sem me vonar vil före til fleire möte mellom islendingar og vinje- folk. Me ynskjar dykk velkomne til Noreg. Helsing. Vinje Songlag. Breytingar á frystihúsi KEA Hjá Hraðfrystihúsi KEA Dal- vík hafa staðið yfir nokkrar breytingar að undanförnu. Er hér um að ræða byrjun á endur- skipulagningu og uppbyggingu frystihússins. Samkvæmt upp- lýsingum forráðamanna þess er stefnt að því að vélar verði fluttar af efri hæð þangað sem móttakan er nú, en um leið verður móttakan flutt í hús það sem var í eigu Aðalsteins Lofts- sonar en KEA á nú. Settur hefur verið upp nýr Heimilis- þjónusta a 5. þessa mánaðar samþykkti bæjarstjórn Dalvíkur sam- hljóða tillögu félagsmálaráðs þess efnis að ráða Hildigunni Kristinsdóttur í hálft starf til að annast heimilishjálp. Slík heimilishjálp er fyrst og I fremst ætluð sjúkum og öldruð- um og tíðkast í mörgum sveitar- félögum. Undanfarið hefur heimilishjálp oft verið á dag- skrá félagsmálaráðs og bæjar- stjórnar, en ákvörðun um að veita þessa þjónustu hefur ekki verið tekin fyrr en nú. Ekki er ljóst hve þörfín á Dalvík er mikil enda er ákveðið að til að byrja með verði Hildigunnur aðeins ráðin til áramóta. Þeir sem þiggja þessa þjón- ustu verða að greiða fyrir hana í hlutfalli við tekjur sínar. Þeir sem lægstar hafa tekjurnar greiða ekkert, en þá mega mán- aðartekjur ekki fara nema 30% fram úr grunnlífeyri og tekju- tryggingu. Aftur á móti verða þeir, sem hafa dágóðar tekjur að greiða bæði tímakaup og öll launatengd gjöld. Tveir taxtar eru þarna á milli. Þótt bæjarstjórn hafi sam- þykkt að veita þessa þjónustu er ljóst að frekari undirbúningur tekur nokkurn tíma. Þess er því tæplega að vænta að heimilis- hjálpin hefjist fyrr en síðari hluta þessa mánaðar. Norðurslóð fagnar þessari til- raun til sjálfsagðrar þjónustu við aldraða Dalvíkinga og væntir þess að geta gert nánari grein fyrir henni í næsta tölu- blaði. frystiskápur með 5 tn afkasta- getu miðað við 10 klst. Þá hefur verið komið fyrir rafdregnum færiböndum og nýjum hitablás- ara í vinnslusal. Stefnt er að auknum afköstum við frystingu að loknum þessum breytingum. Mikil aukning varð á inn- vegnu hráefni til frystihússins fyrstu 9 mánuði þessa árs. Alls hafa borist til hússins 5900 tn af hráefni en 4014 tn á sama tíma í fyrra, aukningin er því um 47%. I septemberlok var búið að framleiða 54.386 kassa af fryst- um flökum, en allt árið í fyrra var framleiðslan 53.962 kassar. Þrátt fyrir þetta hefur afla- aukningu verið mætt með meiri saltfiskverkun en nokkru sinni fyrr. Búið er að framleiða 944 tn af saltfiski en 460 tn höfðu verið framleidd á sama tíma í fyrra. Þyngd frystu framleiðslunn- ar er nú 1.361 tn en var um 1.000 tn á sama tíma í fyrra. Um þessar mundir er verið áð taka upp bónuskerfi við fryst- ingu og stendur nú yfir reynslu- tími hjá starfsfólkinu í sam- bandi við það. Framhaldsnám í vetur er starfrækt framhalds- deild við Dalvíkurskóla. Deild- in er tvíþætt; annars vegar er um að ræða almennan framhalds- sköla með heilsugæslubraut og verslunarbraut, hins vegar 2. áfangi iðnskóla. Nám á heilsugæslubraut og verslunarbraut hófst í byrjun þessa mánaðar, nemendur eru 14, flestir þeirra tóku grunn- skólapróf í fyrra en nokkrir eru að taka upp þráðinn eftir all- langt hlé á skólagöngu. Nám á 2. áfanga iðnskóla hefst ekki fyrr en eftir áramót. Reiknað er með 11-12 nemend- um í iðnnámi. Tímamót Þann 20. ágúst voru skírð við messu í Urðakirkju eftirtalin þrjú börn: Frá vinstri á myndinni^/ariti Már, foreldrar Halldóra og Halldór í Koti, Kristín Svandís, foreldrar Ingibjörg og Jón á Hæringsstöðum, og Helgaíris, foreldrar Guðrún (frá Bakka) og Ingólfur (frá Koti), nú búandi á Dalvík. Þann 30. október verður 85 ára Snjólaug Aðalsteinsdóttir, fyrrverandi húsfreyja á Kóngsstöðum í Skíðadal. 24. júlí andaðist Albína Bergsdóttir, ljósmóðir, Dalvík. 4. september andaðist Hermann Árnason, Karlsbraut 24 Dalvík. Þann 5. október andaðist Sigtryggur Árnason, Tryggvi í Brekkukoti, eftir stutta legu í sjúkrahúsinu á Akureyri. Tryggvi var vel þekktur og mjög vinsæll maður, áður sem bóndi í Brekkukoti, en hin síðari ár sem afgreiðslumaður í byggingavörudeild kaupfélagsins á Dalvík. Tryggvi verður jarðsunginn að Tjörn laugardaginn 13. þ.m.

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.