Norðurslóð - 28.11.1980, Page 1

Norðurslóð - 28.11.1980, Page 1
Svarfdælsk byggð & bær 4.árgangur Föstudaginn 28. nóvember 1980 9. tölublað Forseti bæjarstjórnar Lundar í heimsókn í Krílakoti. KVEÐJA FRÁ LUNDI Til lesenda Timinn líður, dagurinn styttist, snjórinn fellur og nú er að verða jólalegt. Það leiðir hugann að því, að nú þarf aðfara að hugsa fyrir jólaþlaðinu fyrir alvöru. Auðvitað höfum við á ritstjórninni verið að gera það allt árið svona í viðlögum og eigum nú þegar talsvert mikið af góðu efni. En glaðir yrðum við samt við að fá aðsent eitthvað af „jólalegu" efni frá lesendum t.d. smáljóðum eða þessháttar. Og svo er það hin hlið málsins, sem er jafnleiðinleg og hún er óhjákvœmileg, fjárhagshliðin. Við verðum að hafa eitt- hvert skynsamlegt hlutfall á milli auglýsinga og annars efnis. Þvífleiri síður, hvort heldur undir máli eða myndum, þvífleiri auglýsingar. Það er lögmál, sem ekki verður undan vikist frekar en t.d. þyngdarlögmálinu. Annars snarast um hrygg á merinni og allt kemst í strand. Þess vegna, gott fólk, sem ráðið félögum ogfyrirtœkjum, biðjum við ykkur að vera við því búin á næstunni að tilykkar verði kallað um jólakveðju / auglýsingu. Og þá vonumst við eftir svari eitthvað áþessa leið:,, Alveg bara sjálfsagt, þóþað nú væri að við styðjum við bakið á héraðsblaðinu, gjörið þið svo vel. “ Eða eitthvað í þessum dúr. Með bestu kveðju frá ritstjórn. Vinabæjamót í Finn- landi á næsta ári Eins og mönnum mun vera kunnugt á Dalvíkurbær vina- bæi á fjórum Norðurlöndunum. Annað hvert ár eru haldin vina- bæjamót til skiptis í þessum bæjum. Síðast var það haldið í Viborg á Danmörku og tóku þátt í því 3 fulltrúar frá Dalvík. Nú er röðin komin að Borgá í Finnlandi. Norræna félaginu á Dalvík hefur nú borist boð um að 50 félagsmenn eigi kost á að taka þátt í mótinu, sem verður haldið 13.-15. júní n.k. undir einkunnarorðunum „Gamli borgarhlutinn okkar“. Dag- skráin miðar að því að kynna borgina sem best, auk dags- ferðar um skerjagarðinn utan við Borgá, en Borgá er örstutt frá Helsinki. Mögulegt verður að fá gistingu á einkaheimilum og uppihaldskostnaður móts- dagana verður sáralítill (150 fm). Þarna verður um einstakt tækifæri að ræða til að kynnast Finnlandi. Allar nánari upp- lýsingar gefur undirrituð. F.h. Norræna félagsins. Þórdís Hjálmarsdóttir. Ibúðaskipti Lundi 17. okt. 1980. Kæru Dalvíkingar. Bestu þakkir fyrir ógleyman- lega viku á ykkar stórkostlega fögru Söguey. Hin mikla gest- risni ykkar og hlýju móttökur, sem við hlutum frá öllum á Dalvík, gerði ferð okkar virki- lega minnisverða fyrir lífstíð (ett minne för livet). Við biðjum yður að flytja hlýjar þakkir til allra þeirra Dalvíkinga, sem höfðu fyrir okkur og gerðu allt til að okkur mætti líða sem best. íslandspeysurnar brúkum við mikið og þær minna okkur stöðugt á Dalvík og ísland. Pelsinn fær hinsvegar að bíða eitthvað enn - veturinn er nefnilega ekki kominn ennþá með snjó sinn og kulda. Ég skrifaði 3 greinar fyrir fréttablaðið, úrklippur fylgja og líka nokkrar myndir. Nú vonum við bara að við fáum tækifæri til að endur- gjalda gestrisni ykkar og taka í gjalda gestrisni ykkar og táka á móti ykkur í Lundi, sýna borg okkar og hvað hún hefur upp á að bjóða. (Hér er beðið fyrir sérstakar kveðjur til nokkurra nafn- greindra einstaklinga á Dalvík og nágrenni, en þeim er sleppt.) Með innilegustu vinabœjar- kveðjum. Gunilla og Jan Mártensson. Ofanskráð bréf barst Svein- birni Steingrímssyni bæjar- tæknifræðingi á Dalvík skömmu eftir heimsókn Lundar búa í haust. Jan Mártensson er blaðamaður við Sydsvenska Dagbladet á Skáni. Hér er bréfið birt samkvæmt beiðni, enda til allra Dalvikinga. öðru hverju berast til Dalvíkur- bæjar ýmsar upplýsingar og fyrirspurnir frá vinabæjunum á Norðurlöndum. Nýlega barst bréf frá ferða- málastjórn Lundar þar sem Dalvíkingum er boðið upp á að vera með í samtökum um íbúða- skipti þ.e. að lána sína íbúð í skiptum fyrir íbúð í einhverju hinna Norðurlandanna. Einnig er hugsanlegt að skipta á bilum á sama hátt. Þetta íbúðarskiptaform er orðið algengt víða í Evrópu og margar fjölskyldur eyða þannig sumar- leyfinu. Þeir sem hafa áhuga á þessu þurfa að gefa upp stærð íbúða og hvenær skiptin geta farið, fram. Allar nánari upplýsingar um þetta fást á skrifstofu Dalvíkur- bæjar. Fréttir úr frystihúsi Ljósm. Jón Baldvinsson. Blaðið átti tal við frystihússtjór- ann á Dalvík, Aðalstein Gott- skálksson, og spurðist fregna af gangi mála. Núna er mikil vinna, sagði Aðalsteinn. Björgvin kom inn á föstudag með 150 tonn. Það er verið að vinna það bæði í fryst- ingu og salt. Svo er verið að pakka bæði saltfisk og skreið til að reyna að losna við sem mest í siðustu afskipun fyrir áramót. Gera má ráð fyrir að Nígeríu- markaður lokist í 1-2 mánuði eftir áramótin og reyndar er hann talinn dálítið ótryggur um þessar mundir, svo gott er að losna við birgðirnar sem mest núna. Nokkuð nýtt í vinnslu haus- anna? Já nú eru þeir allir fluttir inn á Hjalteyri, þar sem þeir eru hengdir upp og þurkaðir. Hvers vegna Hjálteyri? Jú, þar er fyrir hendi mannskapur og ekki mikla vinnu að hafa. Svo þeir eru fegnir að fá þettaverkefni til viðbótar því að þeir taka við afla af eigin smábátum og hengja í skreið. Síðan er skreið- in (og hausarnir) flutt hingað úteftir, metin hér og pökkuð. Það er ágætt að verka skreið á Hjalteyri, gott pláss og gjóla við sjóinn. Við þetta hafa 6-8 manns atvinnu að staðaldri. Annars er á dagskrá að koma upp hausaþurkun hér á efsta lofti í Marbakka (Aðalsteins- hús). Verið er að gera um það fyrirkomulags- og kostnaðar- áætlun. Nokkuð nýtt í sjálfu frysti- húsinu? Helst er það að nýlega voru settar upp 2 rafeindavogir. Það var þýðingarmikið m.a. í sam- bandi við nýja tegund pakkn- ingar fyrir Ameríkumarkaðinn, sem hefur verið erfiður upp á síðkastið, eins og menn vita. Það er einn heljarmikill veit- ingahúsahringur, sem heitir York steikhús og hefur sérhæft sig í að framreiða fiskrétt steikt- an í örbylgjuofni og serveraðan í hnetusósu með bökuðum kartöflum. Ég bragðaði þetta í Ameríkuferð minni í haust, seg- ir Aðalsteinn, og líkaði vel. Fyr- ir framleiðslu flaka, sem hentar þessum notum, fæst nú 10% meira verð en fyrir hefðbundna flakaframleiðslu. Nú, svo er á dagskrá að prjóna við það, sem hér var unnið við í fyrra, og koma upp annarri snyrtilínu í vinnslusaln- um, en það mun að sínu leyti kalla á nýja pökkunaraðstöðu og reyndar líka aukna frysti- getu allt til þess að geta betur hagrætt aflanýtingu eftir því, sem markaðsaðstæður eru í það og það skiptið. En saltfiskverkunin þá? Þar er líka endurbóta þörf og ekki síður. Þar er um að ræða skipulagsatriði, endurbætur á flutningakerfi, þvottaker fyrir forþvott á fiski o.s.frv. Svo vantar okkur fleiri lyftara, og í augnablikinu er það kannske brýnasta þörfin í allri okkar starfsemi. Saltfískverkunin hef- ur ekki gengið nógu vel, en við höfum reynt að hengja sem mest upp í skreið eða eins og hjalla- pláss hefur leyft. Hvað um horfur almennt framundan? í augnablikinu er mikil vinna og við höfum margt aðkomu- fólk, einkum frá Árskógsströnd og framan úr sveit. Við flytjum fólkið á milli og höfum fengið aðstöðu í sláturhúsinu til að skaffa því hádegisverð, sem við seljum á kostnaðarverði. Reynd ar er talsvert spurt um vinnu núna, svo það lítur út fyrir, að einhver samdráttur sé í atvinnu á öðrum sviðum hér. Eftir ára- mótin er svo gert ráð fyrir að Árskógsstrendingarnir hafi síð- Jólamatur Nígeríubúa. ur áhuga á vinnu hér, þegar netaveiðin byrjar hjá þeirra eig- in bátum. Það eru því horfur á góðum atvinnumöguleikum áfram eins langt og séð verður. Að vísu eiga togararnir að- eins rétt til 13 veiðidaga i þorski í desember. En vonandi verður ekki þörf á mikilli vinnu héryfir hátiðimar, þó að það sé reynd- ar ekki fullljóst enn. Ég held að allir muni vera sáttir á að slaka svolítið á vinnuálaginu yfir jól og áramót. Fleira náði blaðamaður ekki að festa á blað í hröðu samtali. En ljóst er að mikið er um að vera á þessum stærsta vinnu- stað bæjarins og í mörg horn að líta fyrir þann, sem stýrir fyrir- tækinu. Það er líka betra, að allt gangi greiðlega og snurðulaust, þegar hver klukkutími fer upp á a.m.k. 700 þúsund krónur í launum og launatengdum gjöld um einum saman þegar öll vinnsla er í fullum gangi. 25. nóv. 1980. H. E. Þ.

x

Norðurslóð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.