Norðurslóð


Norðurslóð - 16.12.1980, Page 16

Norðurslóð - 16.12.1980, Page 16
Lionsklúbbur Dalvíkur 20 ára Nokkrir stofnfélagar á afmælisdaginn Félagar í Lionsklúbbi Dalvíkur minntust þann 6. nóv. sl. 20ára afmælis klúbbsins í Víkurröst. Á afmælisfundinum voru auk félaganna eiginkonur þeirra og umdæmisstjórinn Aðalsteinn Jónsson og kona hans. Menn áttu þar saman ánægjulega kveldstund. Helgi Þorsteinsson, fyrrv. skólastjóri flutti afmælis- ræðu og skýrði frá tildrögum til stofnunar klúbbsins og gat nokkuð um störf hans. Ekki voru þó öll störf tíunduð, en bent var á þátt klúbbsins í menningarmálum, t.d. vor- komuhátíðarinnar, í líknarmál- um, t.d. stuðning við veika og sjúka og hjálparvana, við vist- heimilin Dalbæ og Sólborg og ýmislegt fleira. í þessum stutta pistli verður það ekki upptalið, en þess má þó geta að hagnaðurinn af síðustu vorkomuhátíð klúbbs- ins um 1.1 milljón kr., var gefinn vistheimilinu Sólborg. Umdæmisstjórinn Aðal- steinn Jónsson þakkaði störf klúbbsins og hve virkur hann hefur verið alla tíð. Hafliði Ólafsson lék á harmoniku tvö lög frumsamin og tileinkaði hann klúbbnum annað lagið. Halldór Jóhannesson flutti stök ur, sem til urðu á fundinum og sr. Stefán Snævarr flutti stofn- endum, klúbbfélögum og eigin- konum þeirra þakkir. Lionsklúbbur Dalvíkur var stofnaður 1. maí 1960.í Bað- stofu U.K.E.D. Stofnfélagar voru 18. Af þessum stofnfélög- um eru 8 enn í klúbbnum, þaraf einn heiðursfélagi, Jón Jónsson frv. skólastjóri. Fyrsti form. klúbbsins var sr. Stefán Snævarr, en núverandi form. er Sveinbjörn Steingrímsson. Enginn dómur skal lagður á störf klúbbsins þessi tuttugu ár, en óhætt er að segja að félagar hafi reynst trúir kjörorði Lions- hreyfingarinnar: „Verðum að liði“. Á þessum tímamótum vilja Lionsfélagarnir þakka öllum velunnurum sínum öflugan og góðan stuðning, og klúbbur- inn óskar öllum Svarfdælingum nær og fjær, gleðilegra jóla og farsældar á komandi árum. S.S. Óskum öllum Dalvíkingum og Svarfdcelingum gleðilegra jóla og farsœls komandi árs. Amý og Frímann. Verslunin Ýlir auglýsir: Til jóla bjóðum við mokkafatnað með aðeins 65 þúsund króna útborgun og eftirstöðvar á þremur mánuðum. Nýkomnar dömuvattúlpur. Nýtt snið. Partner flauels- og kakí buxur. $>"""<% u.) Rafeinda- og tölvuleikföng Bílabrautir Dúkkur, sem skríða og margt, margt fleira. Óskum viðskiptavinum okkar gleðilegra jóla og farsceldar á nýju ári. Þökkum viðskiptin á árinu. Verslun / saumastofa. 16 - NORÐURSLÓÐ Sendurn starfsfólki okkar og viðskiptavinum bestu óskir um GLEÐILEG JÓL OG FARSÆLT KOMANDIÁR. Þökkum samstarfið. Söltunarfélag Dalvíkur hf. Dalvík - Sími 61475

x

Norðurslóð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.