Norðurslóð


Norðurslóð - 16.12.1980, Blaðsíða 17

Norðurslóð - 16.12.1980, Blaðsíða 17
Gjöf til Húsabakkaskóla Nýlega var Húsabakkaskóla af- hent dánargjöf úr búi Aðal- heiðar Antonsdóttur, sem var kona Lórenz Halldórssonar á Akureyri, en Aðalheiður dó fyrir skömmu. Gjöfin er 6 stórar innramm- aðar myndir, þ.e. myndir, sem Þorsteinn Þ. Þorsteinsson, rit- höfundur og teiknari í Ameríku hefur gert. Myndir þessar eru allþekktar og voru áður fyrr víða hangandi á veggjum, þó nú séu þær orðnar sjaldgæfari. Þetta eru myndir af Jóni Sigurðssyni, Matthíasi Jochum syni, Vilhjálmi Stefánssyni og Hannesi Hafstein og Tómasi Johnson, fyrstu íslensku ráð- herrunum austan hafs og vest- an. Ennfremur mynd af gamla Gullfossi, fyrsta skipi Eimskipa- félags íslands. Að auki eru stækkaðar ljósmyndir af Þor- steini sjálfum og Guðlaugu systur hans. Ástæðan fyrirgjöfinni hingað er sú, að Aðalheiður heitin var dóttir Guðlaugar, en hún var hálfsystir Þorsteins Þ. Þor- steinssonar, því bæði voru (óskilgetin) börn Aldísar Eiríks- dóttur frá Uppsölum. Nú vissi Aðalheiður, að Þorsteinn móð- Þorsteinn Þ. Þorsteinsson. Ljósm. af myndinni J.H. urbróðir hennar hafði ánafnað bókasafni Svarfaðardalshrepps bæ ði bækur og handrit og því fannst henni tilvalið, að þessar stóru myndir færu einnig út í Svarfaðardal. En hver var þá Þórsteinn Þ. Þorsteinsson? Hann fæddist í Uppsölum 11. nóv. 1879. Foreldrarnir voru Aldís dóttir Eiríks bónda þar Pálssonar og Þorsteinn Þor- steinsson bóndi og smiður frá Upsum. Kornungum var honum kom- ið í fóstur til hjónanna á Syðra- Hvarfi, Dagbjartar Gunnlaugs- dóttur og Jóns Kristjánsson- ar, foreldra Gísla á Hofi, og ólu þau hánn upp sem sinn eigin son. Þorsteinn, Steini á Hvarfi, varð bráðþroska, framgjarn ungur maður og áhugasamur um framfara- og menningar- mál sveitarsinnar. T.d. gaf hann Gáta eftír Hans Baldvinsson Fjör og krafta færandi fögur saftin bleika. Lúahaftið leysandi, lífgar aftur veika. Hver er hún? út, ásamt með tveimur öðrum ungum mönnum í Skíðadal, sveitarblaðið Skíða á árunum rétt fyrir aldamótin. Blaðið kom út í nokkur ár sem litlar, handskrifaðar stílabækur með fjölbreytt efni. Þorsteinn hefur geymt þessar bækur í fórum sínum og heim komu þær aftur frá Ameríku ásamt ýmsu öðru skrifuðu efni og. eru geymdar i bókasafninu á Húsabakka. Verður það efni allt bráðlega afhent héraðsskjalasafninu á Dalvík, sem skylt er. Þorsteinn fór til náms í Hóla- skóla og lauk þaðan prófi árið 1900, einn fyrstur allra Svarf- dæla. Strax ári eftirfluttist hann til Kanada, þar sem hann ól aldur sinn að mestu upp frá því. Þó kom hann heim, ásamt konu sinni, Goðmundu Haralds dóttur, árið 1920 til þess ekki síst, að 'eigin sögn, að sjá aftur fóstru sína Dagbjörtu á lífi. Hún dó árið 1924. Aftur kom hann heim 1933 og ætlaði víst að setjast hér að í það skiptið. Dvölin varð 5 ár, en þá hvarf hann aftur vestur um haf og kom ekki aftur til ættlands síns. Hann dó í Winnipeg á Þorláks- dag 1955. Þ.Þ.Þ. er fyrst og fremst minnst vegna ritstarfa hans, sem bæði voru á sviðí sögu og ætt- fræða, en auk þess fékkst hann við ljóðagerð allt frá æskudög- um í Skíðadalnum og til ævi- loka. Þekktast verka hans mun vera Saga íslendinga í Vestur- heimi, sem greinir frá íslenska landnáminu í Ameríku og upp- runa landnemanna. Teiknari var Þorsteinn ágæt- ur og sést það vel á umgjörð- um þeim, sem hann hefur teiknað um mannamyndir þær, sem urðu tilefni þessa greinar- korns. (Við þessa samantekt var stuðst við grein Björns R. Árnasonar í Sterkum Stofnum.) H.E.Þ. Fyrsta kennslustund í nýja húsinu. Ljósm. Nýtt skólahúsnœði Mánudaginn 15. des. var byrjað að kenna í nýja skólanum sem nú er í byggingu. Teknar voru í notkun 2 kennslustofur og er gangur á milli þeirra notaður sem þriðja stofan. Fluttust við þetta 6 bekkjardeildir í hús- næðið, 3 bekkir fyrir hádegi og 3 eftir. Við þessa húsnæðisviðbót rætist að nokkru úr þeim húsnæðisvanda sem skólinn hef- ur átt við að stríða og mun nú falla niður akstur nemenda fram á Húsabakkaskóla en 2 bekkjar- deildum var ekið þangað. Þá mun ekki þurfa að leigja Skáta- heimilið fyrir kennslu lengur. Hinar nýju kennslustofur eru ekki að fuílu frágengnar, eftir á að ganga frá loftum, endanlegu gólfefni og innréttingum í stof- ur. Vonast er til að ríflegt fjármagn verði á fjárlögum til skólabyggingarinnar á næsta ári svo halda megi áfram með bygginguna og taka eitthvað af þeim stofum, sem nú eru að komast undir þak, í notkun næsta haust. Samvinnuiðnaðurinn, - Fjöldahreyfing um framfaramál Óskum starfsfólki okkar og viÖskiptavinum GLEÐILEGRA JÓLA. og farsældar á nýju ári. Þökkum samstarfið á árinu, sem er að líða. -\Q n irV Y IÐNAÐARDEILD SAMBANDSINS Akureyri Glerárgötu 28 - Pósthólf 606 - Sími: (96) 21900 NORÐURSLÓÐ - 17

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.