Norðurslóð


Norðurslóð - 16.12.1980, Page 22

Norðurslóð - 16.12.1980, Page 22
Svarfdælsk byggð & bær Lítið lífsins bros Sjómaður, mciri físk, meiri físk. J. S. B. í horni málverks stendur fyrir Jón Stefán Brimar, hvorki meira né minna, auk þess er maðurinn Sigurjónsson. Stór maður vexti og stendur undir mörgum nöfnum. Ferðast títt um bæinn á reiðhjóli; lífsins lysti- semdir í hefðbundnum skilningi þeirra orða freista hans ekki. Lífsins list stendur honum nær og er honum í blóð borin, nefnilega málaralistin. Sem daglaunamað- ur er hann húsamálari, en meðan aðrir láta gjarnan matast af fjölmiðlum - eða sofa, talar Brimar við sinn innri mann. Þeir talast við á striga „í lit“. Þar á Jaðri, við slag báru og. Brimnes- ár, verður sólarhringurinn langur og árangurinn eftir því; hans fáum við nú sem oft áður að njóta um sinn. Á göngum Ráðhúss Dalvíkur hefur Brimar hengt upp 39 verka sinna til sýnis og sölu. Ágóðinn rennur allur til Dal- bæjar. Það er reyndar ekki ný saga að Brimar gefi verk sín. Hingað til hefur verið á fárra manna færi að koma á hann greiðslu fyrir myndir - hann þiggur þá í mesta lagi sem þóknun upp í efniskostnað. Undirrituð heyrði hann eitt sinn gefa þá skýringu að þarsem hann stundaði fulla dagvinnu upp á kaup, væru það eiginlega skatt- svik ef hann tæki gjald fyrir myndirnar. Sjáldgæfur hugsun- arháttur það, á ofanverðri 20. öldinni sem oft er kennd við Iífs- gæðakapphlaup og aðra firringu. Ekki ætla ég mér þá dul að fjalla á listfræðilegan hátt um málarann Brimar og verk hans, bara labba með honum um ganga Ráðhússins og splalla um nokkr- ar myndir með lífið og tilveruna sem ívaf. Ef til vill kynnumst við eilítið nánar þessum hógláta, brosmilda manni með góðlegu augun milli skeggs og skyggnis- húfu. Hann ber sjálfan sig ekki á torg á hverjum degi. „Þetta eru nú ekki bestu myndirnar mínar sem eru hér núna, nei, nei. Þið fáið kannske einhvern tíma að sjá þær. Þetta eru bara svona sýnishorn. - Þessi hérna er úr Ytrivíkinni, þar er gott að vera. Þessi klettur virðist í fljótu bragði ekkert sérstakur en býr yfir ýmsu ef vel er að gáð. Þú sérð líka að ég hef málað í hann fullt af vætturn." Víst sé ég vættir. Kletturinn bókstafiega iðar af kynjaskepn- um. Ætli ég þori nokkurn tíma aftur niður í Ytrivík? Slembra með ástarpungum. - Hvernig varð nafnið til? - „Já, það er nú það.“ Lista- maðurinn hlær dátt. „Nafnið á henni þessari já. Það má eigin- lega segja að nafn og myndefni sé til orðið fyrir áhrif frá Kjarvalsmynd sem heitir Hafra- grautur og er núna í Ameríku. Nú ég hugsaði með mér, því skyldi ég ekki líka geta málað graut, til dæmis skyrhræring? Hann var nú einu sinni ein algengasta fæðutegund okkar íslendinga hér áður, fínasti mat- ur. Og þú sérð að í myndinni er blanda af ýmsu sem okkur stendur næst. Ástarpungarnir eru hér út um allt, en ástin - kærleikurinn - er einmitt rauði þráðurinn í lífinu.“ Við skoðum landslagsmálverk og Brimar ræðir af innlifun um áhrif náttúrunnar á mannsand- ann, hvernig hún göfgi og lyfti. „Umhverfi manns er stærsti áhrifavaldurinn. Það mótar og elur mann upp og sennilega er flestum það eðlilegast að eyða ævinni þar sem vaggan stóð í fyrstu. Já, þar sannast hið fornkveðna: Djúpt liggja ræt- ur,... römm er sú taug.... ogsvo framvegis." - Hefur þér aldrei dottið í hug að flytjast burt frá Dalvík? - Rœtt við Brimar „Jú mikil ósköp, einu sinni bjó ég i fimm ár í Glerárþorp- inu á Akureyri en ég eirði ekki. Hér líður mér best, í mínu upprunalega umhverfi.“ - Ertu ánægður með okkur sveitunga þína sem áhorfendur og þiggjendur að list þinni? „Já já. Mér hefur alltaf vérið tekið vel hér. Og ég lít eiginlega á það sem nokkurs konar skyldu mína að mála fyrir mína eigin granna. Mitt umhverfi - mitt fólk. Öll erum við jú bræður og systur og við eigum að hjálpast að. Samhjálp, samstaða og kærleikur, - á þessu byggist tilveran. Þannig göfgar um- hverfið sem hefur veitt okkur þroska og skjól. Það er lóðið.“ - Hvernig finnst þér okkur mannfólkinu takast til í sam- spilinu við náttúruna? - „Því hef ég lýst hér í myndinni Ragnarök. Þarna sést hvernig maðurinn er að missa valdið á tækninni. Hann er með sverð í vinstri hendi sem táknar að hann kann ekki að beita því. Auk þess hefur hægri hand- leggur hans ummyndast í flug- vélarvæng. Svo úir og grúir af alls kyns vítisvélum í kringum hann, sprengju, fallbyssukúlum og alls konar eyðandi öflum. Svo feiur hann sig á bak við þetta allt saman, þarna sérðu hönd hans efst til hægri hvar hún teygir sig fram og heldur um rofa, tilbúin að setja allt í gang og hvað skeður þá?“ Konan mesta furðuverkið. Víkjum aftur að rómantískari hliðum lífsins. Ilmur skógarins er næsti áfangastaður: Iturvaxin kona situr nakin í skóginum, böðuð sólarljósi og snýr við okkur baki. Málarinn býður bolsíur og skýtur inn í: „Þú sérð að það er jafnrétti í sýningunni hjá mér. Jafn marg- ar myndir af báðum kynjum." Hann bendir á þrjár myndir af körlum og aðrar þrjár af kon- um. „Konan er mesta furðuverkið í allri sköpuninni, það hef ég alltaf sagt þótt ég hafi aldrei verið giftur." Brimar hlær dátt. „Það má líka segja að konan hafi frá upphafi verið driffjöðrin í allri list, sem myndefni og tilfinningaleg hvatning til list- sköpunar. Hún hefur verkað sem krydd á listina, það er ekki nokkur vafi. Það er vegna þess hve mikil ást er alltaf í kringum konuna. Ástin er alls staðar grunntónninn og án hennar verður ekkert gert. Ást okkar á lífinu, náttúrunni, ást milli karls og konu; hún streymir alls staðar gegnum tilveruna. Hvað sjáum við til að mynda fegurra en unga elskendur sem haldast í hendur? Það bókstaflega geislar út frá þeim.“ Listamaðurinn baðar út hönd- um af innlifun í umræðuna um konur og ást og bendir næst á mynd í grænum lit sem heitir Flóra: „Hér sprettur konan, furðu- verk skaparans í allri sinni mynd upp úr blómkrónu við rætur fjallanna - það má segja að þetta séu eilífðarfjöllin. 011 búum við i skjóli fjalla og verðum fyrir áhrifum frá þeim.“ Sjómaður, meiri fisk, meiri fisk. Frá ást og eilífðarfjöllum göng- um við og ég er snortin af næmi listamannsins á fegurð tilverunn- ar og mannbætandi viðhorfum hans til lífsins. Nú kveður við nýjan tón, nefnilega sjávarút- vegsmál! „Já, hér er sjómaður, nú verðum við að fá okkur fisk.“ Brimar skellihlær og býður harðfisk. - „Það vantar bara smjörið. Harðfiskur og smjör er í miklu uppáhaldi hjá mér. Ég segi líka stundum að með því að borða harðfisk með smjöri stuðla ég að jafnvægi í byggð landsins. Styrki bæði sjómenn og bændur. Það má ekki gera upp á milli höfuðatvinnuveg- anna. - Já, nafnið á þessari mynd er sprottið af því að mér finnst við stundum gera of miklar kröfur til sjómanna. Við heimtum sífellt meiri fisk, fisk- ur hefur jú lengst af verið aðalundirstaðan í lífi okkar. En við verðum að vara okkur á ofveiðinni. Ef þorskurinn deyr út er ég hræddur um að okkur verði ekki líft á hólmanum.“ Við röltum áfram, maulandi harðfiskinn og röbbum um mynd- irnar sem á vegi okkar verða. Hér er af nógu að taka, efniviður þessarar sýningar er margvís- legur og margir eru heimarnir sem opnast með leiðsögn lista- mannsins. Ólgandi fantasíur, landslag með ýmiss konar til- brigðum, fólk af ýmsu tagi - allt frá íslenskum bændum, sjómönn- um og eyrarkörlum upp í kín- verskan geimfara. Allt myndir frá síðari árum. Þú hefur aldrei bundið þig við neina eina ákveðna stefnu í myndsköpun?- „Nei, nei. Ég hef alltaf lifað frá degi til dags hvað það snertir og leyft áhrifunum að ráða eftir því hvernig þau koma yfir mig hverju sinni. Sjáðu til dæmis hvernig Picasso málar - alltaf eitthvað nýtt með hverri mynd. Enda er list hans sífellt lifandi og áhrifin frá henni dofna aldrei." - Brimar hlær. - „Já, maður fjnnur til smæðar sinnar frammi fyrir þessum stóru körl- um og má ekki mikið segja, en það veitir manni mikla innsýn í lífið og listina að grúska í verkum þeirra. Og maður gerir eins og maður getur, ekki betur. Um það er ekki að fást, bara að passa sig á að mála ekki of mikið. Það er hættulegt. Ég fer stundum í ham og ræðst í hluti sem ég ræð ekkert við. Það er vont, og þá verð ég að éta harðfisk til að halda aftur af mér. Já, já. Það er ágætt ráð að éta harðfisk. Það er stundum eins og eitthvað yfirnáttúrulegt stjórni mér þegar ég er að vinna. Eins og það sé ekki ég sjálfur sem held á penslinum. Þá mála ég og mála klukkustundum saman og stend svo eftirá steinhissa á þessu öllu saman.“ Hjólkoppar o.fi. dót... Nei ég held það sé verra að binda sig við eitthvað ákveðið. Prófa nýtt, leita. Það er það sem gildir. Ég fór til að mynda fyrir stuttu að prófa þessar dekoratífu myndir eins og þessa hérna. Óður til trésins. Hún er gerð í tilefni af ári trésins. Það er lygilegt hvað fánýtir hlutir geta nýtst vel í myndir. Þessi hjólkoppur hérna ber fjögra laufa smárann uppi og gefur honum góðan bak- grunn. Þar upp af teygir sig lífsins tré, fulltrúi hinnar eilífu móður náttúru, í sólargeislana. Sagað, nelgt og málað, það er gaman að þessu. En þetta er nú meira svona dekoratíft en bein- línis listrænt.“ Fyrstu myndirnar. „Ég var held ég sautján ára þegar ég fór að dútla með ólíuliti. Toni bróðir minn gaf mér fyrstu túbulitina sem ég eignaðist. Þeir voru reyndar ætlaðir til að lita með ljós- myndir. Bjarni heitinn Thor. frá Sauðanesi varð hrifinn af þess- um myndum og fékk þær hjá mér. Ég var satt að segja steinhissa á hva ð þær eru þó góðar miðað við kunnáttuleysið. Litirnir eru líka býsna ferskir ennþá þótt þeir væru ekki ætlaðir til að mála með þeim.“ Ásgeir P. eini kennarinn. „Nei, ég hef aldrei lært neitt til myndlistar nema í barnaskóla hjá Ásgeiri P. sem þá kenndi mér teikningu, meðal annars. Hann hefur víst séð eitthvert efni í mér, því að hann veitti mér verðlaun fyrir teikningu. Ætli ég hafi ekki verið svona 10-11 ára. Það var ljóðabók Bjarna Thor- arensen, fyrsta og eina viður- kenning sem ég hef fengið fyrir myndlist.“ Teiknaði með fingri á eldhús- gluggann. „Jú, jú, ég hef sjálfsagt alla tíð verið haldinn þörf fyrir að tjá mig á þennan hátt, allt frá því fyrst ég man eftir mér, fjógra eða fimm ára. Þá stóð ég gjarnan við gluggann í eldhúsinu og teikn- aði með fingri í móðuna sem settist á rúðuna þegar verið var að sjóða matinn. Maður var alinn upp í mikilli Framhald á bls. 19. Tímamót Þann 21. des. verður 85 áraHalldórHallgrímsson frv. bóndi á Melum í Svarfaðardal. Halldór tók við búskap á Melum af Hallgrími föður sínum árið 1937 og bjó þar til fyrir nokkrum árum, að dóttir hans og tengdasonur tóku við. Árið 1836 tók við búskap á Melum Hallgrímur Sigurðarson langafi Halldórs og hefur jörðin haldist í ættinni síðan. Kona Halldórs er Birna Friðriksdóttir frá Hverhóli og eiga þau 6 börn. Halldór er heima á Melum um þessar mundir. Þann 30. des. verður 75 ára Ásgeir P. Sigurjónsson, frv. kennari á Dalvík. Ásgeir er fæddur á Fornustekkum í Hornafirði, en kom hingað sem kennari 1932 og kenndi hér við barna- og unglingaskóla allan sinn starfsaldur. Kona hans er Þórgur.nur Loftsdóttir og eiga þau 2 börn. Norðurslóð sendir þessum vel metnu heiðursmönnum bestu afmœliskveðjur. Bóndi og eyrarkarl.

x

Norðurslóð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.