Norðurslóð - 27.01.1982, Blaðsíða 6

Norðurslóð - 27.01.1982, Blaðsíða 6
V etrarfuglarnir Venju fremur fátt um fugl Samkvæmt venju var gerð fugla- talning hér í sveit og á Dalvík 27. des. síðastliðinn. Talningin hér er liður í allsherjarkönnun Náttúrufræðistofnunar á fugla- lífi á og við landið að vetrar- lagi. A Dalvík sér Steingrímur Þorsteinsson um talninguna, en í sveitinni hefur talning farið fram frá Tjöm. Jafnan er farin sama leiðin til að fá betri samanburð milli ára. Að þessu sinni varð uppsker- an i rýrara lagi á báðum stöðum. A Dalvík em tegundir og tölur þessar: Stokkönd 6 Hávella 60 Æðarfugl 70 gulönd 2 snjótittlingur 8 Sendlingur 12 Svartbakur 30 Stormmáfur 6 Silfurmáfur 15 Hvítmáfur 4 Bjartmáfur 5 Hettumáfur 2 Hrafn 8 Frá Tjöm var farin hringur- inn upp í Qall, út að Holti, niður að á, suður gegn um Hánefs- staðaskóg, upp að Tjamartjöm. Utkoman var þessi: Hrafn 2 Snjótittlingur 2 Rjúpa 10 Fálki 1 Áberandi er fjarvera allra svartfugla við Dalvík og fæð snjótittlinga í sveitinni, en þetta er alveg tilviljun háð og ber ekki að draga af því neinarályktanir. Tímamót Skímir. Þann 20. des. var skírður Þór, foreldrar Ásta Sigríður Guðna- dóttir og Vilhjálmur Þór Þórarinsson (frá Bakka) Hjarðar- slóð 4d Dalvík. Þann 27. des. var skírður Steinþór, foreldrar Anna Bára Hjaltadóttir og Trausti Þorsteinsson skólastjóri, Böggvis- braut 7 Dalvík. Þann 31. des. var skírður Kristján Öm, foreldrarTuulaMarja og Halldór Kristinn Jóhannesson (frá Laugahlíð) lektor, Gautborg Svíþjóð. Þann 31. des. var skírður Hafþór, foreldrar Anna Sigríður Hjaltadóttir (frá Ytra-Garðshomi) og Gunnar Aðalbjöms- son verkstjóri, Dalbraut 5 Dalvík. Þann 19. des. var skírð Margrét Arnheiður, foreldrar Petrína Þ. Óskarsdóttir og Ámi Valdimar Þórðarson sjómaður, Hjarðarslóð 2a Dalvík. Þann 3. janúar var skírð Rósa, foreldrar Dagbjört Jónsdóttir og Gunnsteinn Þorgilsson bóndi, Sökku. Hjónavígslur. Þann 25. des. voru gefin saman Helga Níelsdóttir frá Hauga- nesi og Björn Friðþjófsson húsasmiður. Heimili þeirra er að Dalbraut 17 Dalvík. Þann 26. des. voru gefin samah Freygerður Snorradóttir frá Krossum og Ami Anton Júlíusson Dalvík. Heimili þeirra er að Hjarðarslóð 6f Dalvík. Þann 31. des. vom gefm saman Anna SigríðurHjaltadóttir frá Ytra-Garðshomi og Gunnar Aðalbjörnsson verkstjóri. Heimili þeirra er að Dalbraut 5 Dalvík. Gullbrúðkaup. Þann 7. janúar áttu 50 ára hjúskaparafmæli-f//i/itír Sigurðar- dóttir og Guðjón Sigurðsson í Svæði Dalvík. Blaðið flytur öllum ofanskráðum heillaóskir. Leiðrétting í Tímamótaþætti í jólablaðinu vom tvær meinlegar villur. Anna Stefánsdóttir frá Gröf var sögð hafa orðið 70 ára þann 7. desember. Þetta var ekki rétt, því Anna átti þetta merkisaf- mæli fyrir nokkra siðan. Þessa missögn er búið að afsaka við Önnu persónulega og hún búin að fyrirgefa að miklu veglyndi. Aftur á móti varð alnafna hennar Anna Stefánsdóttir á Karlsbraut 24 sjötug þennan dag 7. desember, og sendir blaðið henni heilíaóskir þótt seint sé og óskar gleðilegs nýs árs. Þá var það einnig alrangt, að Guðrún Amgrímsdóttir frá Vegamótum hefði orðið sjötug þann 8. des. Þetta afmæli var nákvæmlega 10 mánuðum fyrr, þ.e. 8 febrúar eins og frá var skýrt hér í blaðinu á sínum tíma. Biðjum við Guðrúnu velvirðing- ar á þessum mglingi. Fyrir þessar uppákomur og af fleiri ástæðum mun blaðið nú hætta að birta afmælisfregnir í þessum þætti, nema einhver manneskja, sem hefur tíma og tækifæri til, fáist til að taka að sér þennan þátt fyrir blaðið. Það væri vel þegið, ef einhver gæFi sig fram til þessa starfs. Heiman ég fór ... Árni Þórðarson fyrrverandi skólastjóri - að hœtta meðan allt leikur í lyndi Viðmælandi okkar að þessu sinni er Árni Þórðarson Jóns- sonar bónda á Steindyrum og síðar Skáldalæk, og Guðrúnar Björnsdóttur frá Syðra-Garðs- horni. Árni fæddist á Skálda- læk árið 1906, en móðir hans dó strax eftirfæðingu hans. Þórður brá búi ári síðar, og ólst Árni fyrstu bernskuárin upp hjá vandalausum en einkar góðu fólki. Níu ára gamall fór hann að Þverá í Svarfaðardal til elstu systur sinnar, Dórótheu, og manns hennar Árna Jónssonar frá Sökku. Á. Þ. um fimmtugt. - Af bernskuminningum mín- um úr Svarfaðardal ber hæst starf mitt með Ungmennafélag- inu Þorsteini Svörfuði, og er mér ánægja að fá tækifæri til að þakka fyrir það félagslega upp- eldi er ég hlaut í því góða og skemmtilega félagi. Þessi fyrstu kynni mín af félagsstarfi urðu mér bæði ómetanleg og ógleym- anleg. Síðar á lífsleiðinni hef ég oft leitt hugann og dáðst að því frjálslyndi og víðsýni hjá for- ystumönnunum að taka lítt þroskaða unglinga í félagið með fullum réttindum og gefa þeim kost á að taka virkan þátt í allri starfsemi þess. Sem dæmi um þetta og jafnframt víðtæka starfsemi félagsins minnist ég þess, að sett var á laggirnar málhreinsunarnefnd, og í hana var ég kosinn, 15 ára fáfróður stráklingur. Ég man vel að nefndin skilaði lista yfir erlend orð sem- fólk sletti gjarnan í daglegu tali, og var um leið bent á góð og gild íslensk orð sem nota mætti í staðinn. Ekkert skil ég í því nú hvers vegna ég fékk að vera í þessari nefnd, en svona var víðsýni forystumanna mikil, þeir hikuðu ekki við að trúa unglingum fyrir nokkurri ábyrgð. Störfin í ungmenna- félaginu veittu mikilli tilbreytni inn í líf okkar unga fólksins í fásinninu, en þáttur minn hjá Þorsteini Svörfuði varð því miður allt of stuttur, þar eð ég fór fljótlega að heiman. I skóla á Grund. Ég gekk í barnaskólann á Grund til Tryggva Kristinsson- ar, þess elskulega manns. Er ég var tólf ára var lögð á það áhersla að ég tæki fullnaðar- próf, en til þess þurfti að ná ákveðinni einkunn í íslensku og reikningi. Þetta tókst en inni- lega hefði ég þegið að fá að vera einum vetri lengur í skólanum á Grund. Síðasti veturinn minn í skóla hafði orðið heldurstuttur, aðeins þrír mánuðir. Þetta var frostaveturinn mikla 1918, og hafði hreppsfélagið ekki efni á að kaupa kol, en verð á þeim hafi rokið upp úr öllu valdi. Kaupavinna. Oft varð mér hugsað til að komast eitthvað burtu til náms, en ekki var margra kosta völ. Gagnfræðaskólinn á Akureyri var aðeins fjarlægur draumur sem ekki rættist. En brátt losnaði um mig í sveitinni og fór ég mjög ungur í kaupavinnu til Þórðar Jónssonar á Þórodds- stöðum í Ólafsfirði. Hjá honum var ég tvö sumur. Á því fyrir- myndarheimili var gott að vera. Þeir feðgar á Þóroddsstöðum voru mikiir atorku- og fram- faramenn og langt á undan sinni samtíð í alri verkmenningu. Hjá Þingeyingum. Víkjum nú sögunni til hausts- ins 1925. Þá var Laugaskóli settur á stofn, og hafði ég haft af því spurnir um sumarið. Ég skrifaði verðandi skólastjóra, Arnóri Sigurjónssyni, og sótti um skólavist, sem hann veitti mér af mikilli ljúfmennsku, þrátt fyrir lítinn undirbúning minn. Kostnaður við skólavist var alveg í lágmarki, og tókst mér að treina kaupavinnulaun- in fyrir öllum útgjöldum. Laugaskóli vann sér strax mikið álit og nutu nemendur þar hvort tveggja í senn hald- góðrar fræðslu og þroskandi uppeldis. Á Laugum var ég tvo vetur, en sumarið á milli réðist ég sem kaupamaður að Víðikeri í Bárð- ardal. Þá voru þeir Víðikers- bræður enn flestir heima, og var þetta skemmtilegt og rausnar- legt heimili með afbrigðum. una, voru slíkar hugmyndir draumórar einir fyrir blásnauð- an mann með engan bakhjarl. Eftir áramót næsta vetur kallar Ingimar Eydal ritstjóri Dags mig tii sín og biður mig að kenna fyrir sig íslensku í forföll- um við Barnaskóla Akureyrar. Ég freistaðist til að taka þetta að mér en með hálfum huga og miklum kvíða. Þetta voru elstu nemendur skólans sem ég fékk í umsjá, og taldi ég mig algjör- lega vanbúinn að veita þeim þá fræðslu sem þeir áttu rétt til. Þetta slampaðist þó af, og þar með var ég kominn með kenn- arabakteríuna. Sótti ég um 3. bekk Kennaraskólans næsta haust og útskrifaðist vorið eftir. Að duga eða drepast. Hér stöldrum við aðeins við og veltum þvífyrir okkur, hvort nemanda yrði leyft að setjast beint inn í 3. bekk Kennara- háskólans í núgildandi mennta- kerfi okkar íslendinga. Varla fengi sá a.m.k. kennarapróf að vori, en Arni segir okkur að Freysteinn Gunnarsson þáver- andi skólastjóri hafi levft honum að komc og revna það vœri best að sjá hvað hanngœli! - Og Arni heldur áfram: - Já, í þá daga var ekki alltaf spurt um hvað menn kynnu mikið heldur hversu þeirdygðu. Mér var gert fyllilega ijóst að þetta væri mitt mál, einkunn að vori segði tii um fall eða fram- gang. Á þessum árum var maður alltaf að spara tíma og fé sem ekki var til. I júlí 1980. Á. Þ. á Snerru, skagfirsku afrekshrossi. Út fyrir pollinn. Námsferillinn varðæðikrók- óttur, en e.t.v. um leið dálítið fjölbreytilegur. Ég hef oft leitt að því getum síðar, að sennilega hafi ég öðlast meiri þroska og víðsýni við sérhvern krók, en hefði ég gengið beinan og greiðan veg í gegnum þetta allt saman. Nú, nú, frá Laugum lá leiðin til Danmérkur þar sem ég var einn vetur við lýðháskólann í Askov, en hann kannast flestir íslendingar við. Næsta vetur (’29-’30) var ég í eldri deild búnaðarskólans á Hvanneyri, svo það er alit að því að maður geti státað af að vera búfræð- ingur! Margt fer öðruvísi en ætlað er . . . . Frá Hvanneyri barst ég til Akureyrar. Ég hafði reyndar aldrei haft annað í huga en setjast að í sveit og þá líklega sem bóndi, en á árunum upp úr 1930 sem kennd eru við krepp- Strax að loknu kennaraprófi fékk ég stöðu við Miðbæjar- skólann í Reykjavík og var tal- inn mjög heppinn. Skólastjóri hans var þá Sigurður Jónsson, og tel ég mig hafa átt miklu láni að fagna að hefja starf undir stjórn þess reynda og farsæla skólamanns. Þarna starfaði ég í nær 20 ár með mörgum mætum mönnum sem ekki gefst kostur á að nefna hér, því miður. Skólastjóri Hagaskólans. Árið 1949 gerðist ég svo skólastjóri við nýjan skóla sem hét Gagnfræðaskólinn við Hringbraut. Hann var fyrst til húsa þar sem nú heitir J.L.- húsið, en fluttist síðar í eigið húsnæði hér inni á Högunum og heitir síðan Hagaskólinn. (Til gamans má skjóta hér inn í, að svo mjög sem forstöðu- menn JL-hússins státa sig nú nærri daglega af því að þar gerist kaupin best á eyrinni, telst það varla ný bóla. Það var Framhaid á bls. 4.

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.