Norðurslóð - 25.10.1983, Blaðsíða 6

Norðurslóð - 25.10.1983, Blaðsíða 6
Tímamót Skírnir. Þann 3. júlí var skírður Gunnar Steinn. Foreldrar Fríða Gunnarsdóttir og Aðalsteinn Gottskálksson frystihússtjóri. Athöfnin fór fram í Bíldudalskirkju, prestur sr. Dalla Þórð- ardóttir. (Sjá mynd á I. síðu.) Þann 23. okt. var skírður af sóknarpresti Ingi Magnús, foreldrar Ingibjörg Sigurjónsdóttir og Magnús Ingi Ingason, Hafnarbraut 30 á Dalvík. Bladid senciir heillaóskir. Ferming Þann 9. júlí voru fermd í Dalvíkurkirkju frændsystkinin Daníel AgúsX Haraldsson og Dýrleif Dögg Bjarnadóttir, barnabörn Daníels og Dýrleifar í Argerði. Við sömu athöfn var skírð Dýrleif Friðriksdóttir. Hamingjuóskir Afmæli. Þann 22. október varð sjötugur Steingrímur Þorsteinsson fyrrv. kennari í Vegamótum. Steingrímur var urn langt ára- bil ntikill burðarás í leiklistarlífi Dalvíkur. Á afmælinu sendi Leikfélag Dalvíkur honum meðfylgjandi heillakveðju samda af bæjarskáldinu Haraldi Zóphóníassyni. Norðurslóð vill fyrir sitt leyti óska Steingrími og fjölskyldu hans allra heilla í bráð og lengi. 5{ólwjuv fer tiú sina cjölu Aómamaður að allra dótní. jfellísí qfir hcúínn snjaHa. heíll ocj híesstm á deeji þcssum. ‘Jrauslur þetjti oq Irt/Ljaðajaslur, Irúr i trcrkí otj rajttsíuslerkut'. Ijamúvjjiwskír, cjrtdi ocj cjatttan iíra drenqítin tjleðji lenc/í. Cetkhiistrínir á Uíkstríðina letuji þúj ááðu , Uosla\jáðan. jfnfusl ocj UceUusl, úr ölíutn áííutrt aheijrendur, sú t/issa dendur. SnilUlÖk, tneð sotinum rökum sýtidír láðí, o\l ocj liðum. j\ik a| fccjttrð ieíkíjöld lika léslu þin ifið sjónum skísia. ‘Ttjrír aílí þetla þásund áUu þaUUtr skijldar, í juílu cjíldt. ífetmastóðar oq 'þinnar þjóðar pú heþtr skekUað treq oq hœidsað. jjullí manna oq uttað cutnan aidrei þúj bresíi i i/eqatiesíí. ‘farðu krtjttdur jretnd oq uírðínq Jjörs á treqi , að tokadecjí . f[eð ámaðaróskum. oq þakklceU Síjórn Ccíkjclaqs daUfíUur Má ég kynna? I. Nýr æskulýðsfulltrúi. Nýráðinn æskulýðsfulltrúi Dalvíkurbæjar heitir Gísli Arnór Pálsson l'æddur 30. júní 1952. Foreldrar hans eru Páll Olafsson bóndi og organisti í Dagverðartungu í Hörgárdalog kona hans Hulda Snorradóttir frá Syðri-Bægisá (Þórðarsonar I'rá Hnjúki.) Gísli er gagní'ræðingur frá G.A. og lærður trésmiður frá Iðnskólanum á Akureyri. Vann við iðn sína hjá Smára á Akureyri í 9-10ár. Brá sérsíðan í verslunarstörf' uns hann réði sig í starlið hér til ársins til að byrja með. Kona Gísla er Stefanía Þor- steinsdóttir úr Kræklingahlíð. Móðir hennar er Þórey Ólafs- dóttir frá Garðhorni (og Steí'aníu Jóhannesdóttur frá Syðra-Hvarfi). Hjónin eru sem sé bæði að hluta til Skíðdæl- ingar. Börn þeirra eru Ólafur 9 ára og Hulda Þórey 7 ára. En störf' að félagsmálum, hvað hefur maðurinn til brunns að bera á þeim sviðum? Jú, frá 15-16 ára aldri hefur hann verið ,,á kafi í málefnum ungmenna- félagsskaparins; bæði við ung- mennafélagið heima í Hörgár- dal og svo hjá UMSE-ung- mennasambandi Eyjafjarðar. Nú er hann formaður UIVISE. Áhugamaður er hann um íþrótt- ir, „hálfgerður sportidjót“ svo notuð séu hans orð. Ogsvo leik- listin, hann hefur leikið í einum 6 leikritum. Nýja starfið? Áhugavert starf en ómótað. Svolítið óljóst svona í byrjun hverjum tökum á að taka það. Maður gerir sitt besta og sér svo hvernig til tekst. II. Nýr kennari að Tónlistar- skólanum. Einhverntímann hefði það þótt spásögn, að ' Englendingar myndu bjarga við tónlistar- og sönglífi Svarfdæla. En þaðernú samt að gerast. Nýr kennari við Tónlistarskólann er enskur, Nigel (frbr. NÆDJELL) YVilIiam Lillicrap frá Plymouth á suðurströnd Englands. Hann er fæddur 30. júní 1961. (Þeir eiga sama afmælisdaginn hann og nýi æskulýðsfulltrúinn.) Eftir venjulega skólagöngu heima í Englandi og í Kanada, þar sem faðir hans starfaði um skeið, en hann er í breska sjó- hernum, hóf hann nám í Kon- unglega Tónlistarskólanum í London, Royal College of Music. Þar var hann 1979-83, lauk prófi í fyrra en var í fram- haldsnámi þar fram á þetta ár. Aðalhljóðfæri hans eru píanó og selló. Hann sá í vor auglýs- ingu um stöðu hér og sótti um. Það gerði líka ensk stúlka, sem svo réðist til Ólafsfjarðar, þar sem hún 'kennir nú ásamt annarri enskri. Nú er Nigel sem sé farinn að kenna bæði hér á Dalvík og í útibúinu á Húsabakka. Þar eru nemendur hans 9 en á Dalvík 12-15. Hann kennir bæði píanó, blokkllautu og fiðlu. Því til staðfestingar að hann kynni að spila á píanó settist Nigel, þegar hér var komið samtali, niður við hljóðfæri þeirra Guðríðar og Rögnvald- ar formanns skólanefndar. Á svipstundu fylltist stofan af tónum lagsins „í dag er ég glaður í dag vil ég syngja“ eftir Sigl'ús Halldórsson. Þetta er hann búinn að æfa a.m.k. hundrað sinnum hugsaði blaða- maður og varð undrandi þegar honum var sagt að pilturinn hel'ði aldrei séð nóturnar áður. Að lokum spyrjum við Nigel, hvaða áhugamál hann eigi önnur en tónlistina. Þau eru fá, svarar hann af sönnu ensku lítillæti, helst göngur úti í náttúrunni bæði á láglendi og hálendi og svo að sjá sig dalítið um í heiminum. Nokkur skila- boð? Jú, segið nemendum mín- um að þeir eigi að æfa sig sam- viskusamlega heima, það er skipun. Noröurslóð óskar ofannefnd- um mönnum allra heilla í störfum. P.S. Viðstaddur samtalið var Colin Virr, kennari við Tón- listarskólann. Hann skýrði frá því á sinni ágætu íslensku aðnú væri blandaður kór að fara af stað á Dalvík. Fólk kom saman að kvöldi 19. okt. Það var um 20 manns, mikill meirihluti konur. Nú ríður á að söngfærir karl- menn gefi sig fram. Sauðfj árslátrun lokið Metþungi dilka Slátrun sauðfjár á Dalvík lauk að þessu sinni föstudaginn 14. okt. en hún hafði hafist þriðju- daginn 20. sept. Slátrun gekk vel í alla staði, enda tíðarfar ágætt næstum því allan tímann. Að þessu sinni var slátrað alls 11.180 kindum, en í fyrra var heildartalan 13.114 og er því fækkunin nær 15 af hundraði. Aftur á móti varð fallþungi dilka meiri en í fyrra, 14,985 kg fullkælt, og er það meiri meðal- þungi en vitað er um hér a.m.k. á síðari tímum eftir að ær fóru að verða svo mjög tvílernbdar eins og nú er raunin. I fyrra var meðalfallþunginn rétt um 14,4 kg og í hitteðfyrra um 13,6 kg. Jóhannes Haraldsson, sem verið hefur vigtarmaður í slátur- húsinu í meir en 20 ár, lét svo ummælt að hann hefði aldrei séð jafn vel útlítandi kjöt hér sem nú. Flokkun þéss varð líka í samræmi við það. Orsökin? Hagstæð tíð í sumar og haust, segja sumir. Rýmra í högum, segja aðrir. Hvortveggja rétt skýring, segjum við. Vænsti dilkur að þessu sipni vóg 27,8 kg. eign Gunnars Rögnvaldssonar bónda á Dæli. Ármann dýralæknir handleikur einn feitan. - Ljósm. Þór Ingvason.

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.