Norðurslóð - 20.02.1985, Blaðsíða 6

Norðurslóð - 20.02.1985, Blaðsíða 6
Lausnir á jólaþrautum N.sl. Margir hafaspreytt sigá ráöningujólagetraunanna núeins og jai'nan áöur. Líklega hafa aldrei komið fleiri ráðningar né heldur vísubotnar en nú. „Staðfræðiþrautina" geymum við til næsta blaðs. Ljóðagetraunin Rétt svör við ljóðaspurningunum 30 eru svo sem hér verður skráð. Það skal játað að til flýtisauka er farið nákvæmlega eftir úrlausn þeirra hjóna Önnu B. Björnsdóttur og Gísla Jónssonar frá Hofi, en þeirra lausn barst fyrst ogervíst 100% rétt. Ýmsir lleiri sendu algjörlega réttar lausnir og sumar útfærðar af mikilli elju og vandvirkni. í einhverjar vantar þó nokkur höfundanöfn og í öðrum er einstaka svar rangt eða óíullkomið. Án þcss að'tíunda það nánar birtum við hér listann yfir þátttakendur og látum svo örlög ráða og drögurn milli þeirra 10-12 sem hafa sjálf svörin öll rétt. Anna B. Björnsdóttir og Gísli Jónsson Akurevri. Gunnlaugur V. Snævarr Seltjarnarnesi, lngibjörg Hauks- dóttir og Sigurður Sigfússon Vík Skagafirði, Sigurlína Jóhannsdóttir Borgarnesi. Kristjana Ásbjarnardóttir. Áll'ta- gerði Mývatnssveit, Elísabet Bjarnadóttir og Aðalgeir Egils- son Mánárbakka Tjörnesi, Sveinbjörn Beinteinsson Drag- hálsi, Haukur Hafstað Hávík Skagafirði, Stelanía Jónas- dóttir Brautarhóli Svarlaðardal. Jóna og Stelán Snævarr Seltjarnarnesi, Adda Gunnarsdóttir, Holtagötu 12 Akurevri. Pálmi Jóhannsson DaKík, Steinunn Daníelsdóttir Dalvík. Dagbjört Ásgrímsdóttir Lambhaga Dalvík. Jónína Kristjáns- dóttir Klængshóli, Björn Þórðarson, Akureyri. Örlögin \ ilja hai'a það svo að nr. 5 í röðinni fái verðlaunin. Það er húsfreyjan í Álftagerði \iö Mývatn, Kristjana Ásbjarnardóttir. Það var reyndar verðugt þ\ í úrlausn hennar var óaðfinnanleg. Hún rná því búast við að pósturinn færi henni á næstunni bókina FólksemekkimágleymasteftirJón Bjarnason frá Garðsvík. Norðurslóð þakkar öllum þátttökuna og sendir bestu kveðjur. Svör við Ijóðagetraun N.sl. 1. Brúðarskóna. Úr samnefndu kvæði eftir Davíð Stefánsson. 2. Slormana. Úr Þér landnemar eftir Davíð Stefánsson (Alþingishátíðarljóðin). 3. A Dalvík og Dagverðareyri.Úr Síldarvalsinum eftir Elarald Zóphóníasson. 4. B/áfjólu. Úr kvæðinu Hallormsstaðaskógur eftir Halldór Laxness. 5. Kóngsins lausamaður. Úr sampefndu kvæði eftir Ruben Nilsson í þýðingu Magnúsar Ásgeirssonar. 6. Að lífið sé skjálfandi lítið gras. Úr samnefndu kvæði eftir Sigurð Þórarinsson. 7. Blóm í hárri hlíð. Úr Ferðalokum eftir Jónas Hallgrímsson. 8. Erlendis. Úr Stökum eftir Jónas Hallgrímsson. 9. Krummi. Úr ísl. þjóðvísu. 10. Sólin. Úr Sjómannsöng eftir Steingrím Thorsteinsson. 11. Er Gaukur bjó át Stöng. Úr gömlum ísl. dansi. 12. Frá Akranesi. Úr ísL þjóðvísu. 13. Litla drenginn minn. Úr sofðu, sofðu, góði eftir Guðmund Guðmundsson. 14. Stormsins fingurgómar. Úr Rammaslag eftir Stephan G. Stephansson. _ 15. Á Kaldadal. Úr kvæðinu Undir Kaldadal eftir Hannes Hafstein. 16. Sauðlauks upp i lygnum dali. Úr Lystihúskvæði eftir Eggert Ólafsson. svanni. I Vesturbænum eftir Tómas Frjálst er í fjallasai eftir Steingrím Úr Svanasöng á heiði eftir Steingrím 17. Margur saklaus Guðmundssonv 18. Söngbylgjan. Úr Thorsteinsson. 19. Á eyðilegri heiði. Thorsteinsson. 20. Gamall þulur. Úr kvæði Matthíasar Jochumssonar um Eggert Ólafsson. 21. Vélknúin skeið. Úr Hrafnistumönnum eftir Öm Amarson. 22. Bragi. Úr kvæðinu Skagafjörður eftir Matthías Jochums- son. 23. Fugl. Úr Kveðju íslendinga til sr. Þorgeirs Guðmunds- sonar eftir Jónas Hallgrímsson. 24. Fylkir. Úr kvæðinu Konungurinn á svörtu eyjunum eftir Einar H. Kvaran. 25. Það hið blíða b/anda stríðu og öfugt. Úr kvæði eftir Sveinbjörn Egilsson 26. Til Reykjavíkur. Úr Messunni á Mosfelli eftir Einar Benediktsson. 27. Aft þinn. Úr Amma kvað eftir Örn Arnarson. 28. Skessuleik. Úr ísl. þjóðvísu. 29. Dalur. Úr kvæðinu Island eftir Jón Thoroddsen. 30. Þá hœst fram fer. Úr Ölerindi eftir Hallgrím Péturssou. Krossgátan Lausnarvísan hljóðar svo ort af höfundi gátunnar, Steinunni Pálsdóttur Hafstað dýralæknisfrú í Laugasteini: Gátan ráðin, get ég nú gengið út í pósthús sjálfur. Frímerkt bréfið færð svo þú fyrr en janúar er hálfur. Eftirtaldir aðilar sendu lausnir á krossgátunni. Hanna Kr. Hallgrímsdóttir Reykjavík, Sigvaldi Jónsson Húsavík, Hlíf Gestsdóttir Reykjavík, Snjólaug Bragadóttir Dalvík, Erna Kristjánsdóttir Klængshóli Skíðadal, Lilja K rist jánsdóttir frá Brautarhóli, Reykjavík, Guöbergur Magnússon Þverá, Dóróþea Reimarsdóttir Dalvík, Loftur Bald\ insson Reykjavík, Fjölskyldan Birkihlíð Súgandafirði, Arngrímur Stéfánsson Dalvík, Helen og Stefán Jónmunds- son Dalvík, Sigríður Klemensdóttir Reykjavík, Stefanía Jónasdóttir Brautarhóli, Gunnar Jónsson Brekku, Arndís Baldvinsdóttir Kristnesi, Valgeröur Þorbjarnardóttir, Höfn Dalvík. Elín Antonsdóttir Ákureyri, Kristinn Þorleifsson Dalvík, Svana Halldórsdóttir Melum, Sigurlaug Egilsdóttir Máná Ljörnesi, Þóra Vordís Halldórsdóttir Dalvík, Hrelna Haraldsdóttir Dalvík, Dúfa Stefánsdóttir Ferstiklu Hval- fi.rði, Freygarður Þorsteinsson Uppsölum, Vilborg Tryggva- dóttir Reykjavík, Jónína Hjaltadóttir Hólum Hjaltadal, Ragnheiður Guðmundsdóttir Dalvík, Stefán Björnsson Brinmesbraut Dalvík, Þórunn Elíasdóttir Hafnarfirði, Jóna og Stefán Snævarr, tjölskyldan Sunnubraut 3 Dalvík, Dagbjört Ásgrímsdóttir Lambhaga Dalvík, Sigrún Sigurðar- dóttir Blönduósi, Gunnar Stefánsson Reykjavík og gcstirog heimafólk á Syðra-Hvarfi. Við úrdrátt kemur upp talan 15. Sá limmtándi í röðinni er Gunnar Jónsson bóndi í Brekku í Svarfaðardal og fær hann bókina Búskaparsaga í Skriðuhreppi forna eltir Eið á Þúfna- völium. Mörgum lausnununt lylgdu vinsamlegar kveðjur til Norðurslóðar og sérstaklega til höfundar krossgátunnar og þökkum \ ið þær og sendum öllum þátttakendum bestu nýárs- kveðjur. Hver var konan Upplýsingar hafa komið lram um konurnar, sem spurt var um í jólablaðinu. Þær eru þessar: 1. mynd: Guðríður Aðal- steinsdóttir, kona Guðmundar Guðlaugssonar Ak. 2. mynd. Guðrún Jónsdóttir Jarðbrú, f.k. Stefáns Gunn- laugssonar Dl. 3. mynd: Guðrún Kolbeins- dóttir, kona Ebenharðs Jóns- sonar frá Hánefsstöðum. 4. mynd: Guðrún Sigurðar- dóttir, kona Hallgríms Jóns- sonar frá Hánefsstöðum. Vísubotnar Þátttaka í gerð vísubotna varð með mesta móti að þessu sinni. Gott er það og blessað út af fyrir sig, en kemur okkur þó í nokkurn vanda. Sumir höfundar senda marga botna fyrir hvern fyrripart, en við getum ekki birt nema einn plássins vegna og verða menn að virða okkur það til vorkunnar. Fyrripartarnir voru þessir: En sú blesuð biíðutíð, bara hún endist fram á jól. Ríkisstjórnin ráðþrota rambar á heljarbarmi. Ríkisstjórnin ráðum slynga ræður fram úr hverjum vanda. Halldór Jóhannesson Dalvík. Þá mun skína á fjöllin fríð og fegra dalinn vetrarsól. Enda mun hún andvana engum valda harmi. Mun hún samt á milli þinga mannorðinu eflaust farga. Sigvaldi Jónsson Húsavík. Herrann verndi heimsins lýð, er hæstan situr veldisstól. Misjafnt liðið má nota múgurinn hátt þó jarmi. Illir þrýstihópar þinga, þörfum málaflokkum granda. Haraldur Zóphaníasson Dalvík. Enginn snjór og engin hrið, engin þörf að fara í skjói. Föst i gati fjárlaga fálmar veikum armi. Einkum þeirra íslendinga er að höllum fæti standa. Jóhann Sigurðsson Akureyri. Aldrei komi ofan hríð, alltaf skíni friðarsól. Er á leið til andskotans með erlendu lánsfjárjarmi. En Allaballar eru að springa og öllu sínu fjöri granda. Ingvar Gíslason Reykjavík. Fifill vex í fjórri hlíð, fagna lækir heitri sól. Hún er að fara í hundana með herjans sultarjarmi. Astir hlaut hún Islendinga, að henni heillavættir standa. Hanna Kr. Hallgrímsdóttir Reykjavík. Ætti að vera ár og síð indæll hiti og mikil sói. Betra væri að burtpota bévuðum stjórnargarmi. Launþegana þó vill þvinga þrúgar þeirra líf og anda. Filippía Kristjánsdóttir Reykjavík. Vongóð eftir vori bíð, veit ég bráðum hækkar sól. Vckur þörf til verkfalla og veldur þjóðarharmi. Varla er fyrir vesælinga að vilja í þeirra sporum standa. Snjólaug Bragadóttir Dalvík. Iðjufólk I erg og gríð ennþá mundar sumartól. Oll með flaustri afgreiðsla er hjá þessum garmi. Nema þeirra Norðlendinga, sem neyðast til að brugga landa. Björn Þórleifsson Húsabakka. í landi geysar launastríð og lýðurinn finnur ekkert skjól. Vonandi er hún einnota og endar í sorpbílsfarmi. En samt mun enginn Svarfdælinga sæll við hana geði blanda. Birkir Friðbertsson Birkihlíð, Súgandafirði. Þó fegurst skarti fjall og hlíð, er fá þau hreinan vetrarkjól. Hennar feigð og fjörbrota- fieipur enginn harmi. Og einurð flestra íslendinga efalítið tekst að granda. Nafnlaus hagyrðingur En þiggja skyldi ég skíðahríð svo skefli yfir dal og hól. Launin illsku og afbrota er steikjandi varmi. Vísnanöldur vesalinga varla náir henni að granda. Óskar Karlsson Hrísum. Á fjöll og byggð ei falli hríð, fyrr en aftur hækkar sól. Sinna illu afbrota iðrast nú votum hvarmi. Öllum plágum íslendinga eyðir milli sinna handa. Við treystum okkur satt að segja ekki til að taka eitt svar út úr og slá því föstu, að það sé best. Einhverjum finnst það líklega vottur um kjarkleysi og lítilmennsku, en við köllum það heldu hógværð og rétt- lætiskennd. Sem sagt, við tókum út úr ein 5 af okkar dómi jafngóð svör og létum draga á milli. Upp kom hlutur Snjólaugar Bragadóttur á Dalvík. Snjólaugu verður send bókin Á varinhellunni eftir Kristján frá Djúpalæk. Bændur athugið Stúlka á þrettánda ári og drengurátólftaári, óska að komast í sveit í 1-2 mánuði á komandi sumri. Upplýsingar í síma 61365. Opið hús fyrir aidraða Sunnudaginn 3. mars verður,,opið hús“ fyrir aldraða á Dalvík og í Svarfaðardal í Þing- húsinu á Grund. Kvenfélagið Tilraun og Ungmennafélagið Þorsteinn Svörfuður sjá um dagskrána. Húsið opnar kl. 2 e.h.

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.