Norðurslóð - 22.04.1986, Síða 1

Norðurslóð - 22.04.1986, Síða 1
Starfsmenn sem til náðist. Verkstæðisformaður fimmti frá hægri. Gleðilegt sumar „Vorið góða grænt og hlýtt.“ Frá Bílaverkstæðinu 40 ár í eigu UKED Einn af meiriháttar vinnu- stöðum á Dalvík er Bílaverk- stæði Dalvíkur. Svo vill til, að um næstkomandi áramót eru liðin 40 ár frá því er Jónas Hallgrímsson seldi bílaverk- stæði sitt Kaupfélaginu og varð sjálfur forstöðumaður þess áfram um meira en 30 ára skeið. Frá öndverðu hefur Bílaverk- stæðið verið mjög þýðingar- mikið þjónustufyrirtæki við at- vinnuvegi og einstaklinga hér í byggðarlaginu. Og þó að fleiri aðilar fáist nú við samskonar verkefni bæði á Dalvík og i nágrenninu, er verkstæðið með þeim tækjum og verkkunnáttu, sem þar eru fyrir hendi, algjör- lega ómissandi stofnun í pláss- inu. Norðurslóð lagði leið sína niður á Verkstæði og ræddi stundarkorn við verkstæðisfor- manninn, Gunnar Sigursteins- son, og deildarverkstjórana, Gunnar Gunnarsson og Óskar Jónsson. Fyrirtækið greinist í tvær deildir, Bíladeild og Véladeild. Þar að auki er svo vörulager og skrifstofa. Samanlagt vinna nú á öllum þessum stöðum 23 menn. Bíladeildin annast fyrst og fremst viðhald og viðgerðir vélknúinna tækja eins og nafnið bendir til, þ.e. bíla og tragtora. Óskar Jónsson verkstjóri upp- lýsti að þar ynnu nú 6 manns og vinna væri alveg nægileg. Mætti jafnvel fjölga mannskap þess vegna. En það er lítil aðsókn í þessa vinnu eða fagið yfirleitt, sagði Óskar, launin eru lág og skattarnir háir. Ófaglærðir menn hafa alveg jafnmikið upp úr sér eins og við bifvélavirkjar. Mikið umleikis hjá Véladeild Litið var inn í Véladeildina og rætt við Gunnar Gunnarsson verkstjóra. Hjá honum vinna nú 12 manns í fullu starfi. Útgerð- in er aðalviðskiptavinur deildar- innar, ekki síst Útgerðarfélag Dalvíkinga, og hefur verið til margra ára. Nýlega var líka lokið upptekt á aðalvél í Dal- borginni. Það var mikið verk Óskar Jónsson með fóðurvagninn. upp á meira en milljón krónur. Núna er svo Snæfellið úr Hrísey í svipaðri aðgerð, þó það sé talsvert minna verk. Nú er ætlunin að koma af stað ákveðnu viðhaldskerfi fyrir fiskiskip þannig m.a. að fyrir- fram er ákveðið viðgerð og endurnýjun hinna ýmsu hluta í vélbúnaðinum og þannigkomið í veg fyrir bilanir og stopp kannske í miðri veiðiferð. Slíkt viðhaldskerfi á að verða til hagsbóta báðum aðilum, út- gerðinni og verkstæðinu. Það er Félag málmiðnaðar- fyrirtækja, sem er að skipuleggja þessa starfsemi og er vonast til, að unnt verði síðar að taka þessi kerfi upp gagnvart land- búnaðartækjum og er verið að vinna að því til að byrja með í sambandi við Bændaskólann á Hvanneyri. Þá hefur verið í gangi og er framundan mikil smíðavinna fyrir Frystihúsið bæði gerð snyrtilínu í vinnslusalinn og gerð handflökunarlínu. Enn- fremur eru í smíðum lausfrysti- rekk fyrir Frystihúsið og fyrir fiskmóttökuna á Hjalteyri, sem rekin er í tengslum við Dal- víkurfrystihús. í öllum þessum smíðum telja þeir verkstæðis- menn, að þeir séu að verða sam- keppnisfærir og gera sér vonir um verkefni á þessu sviði utan Dalvíkur. Nóg verkefni framundan Gunnar verkstjóri telur, að ekki sé skortur á verkefnum fram- undan. Nú er t.d. að fara í gang viðgerð á syðri hluta gömlu Beinaverksmiðjunnar, sem Fóðurstöðin s.f. mun fá á leigu til viðbótar því húsnæði, sem hún þegar hefur frá Kaupfélag- inu. Ennfremur uppsetning á tækjum í Fóðurstöðinni og fyrir Dalvíkurkaupstað verður smíðuð vegrist ein mikil í stað þeirrar, sem nú er norðan við Árgerði og ekki lögleg talin. Þetta eru aðeins dæmi um ákveðin verkefni en svo fellur alltaf eitthvað til, sem ekki er vitað um fyrr en þau detta á. Að lokum var blaðamanni sýndur fóðurvagn, sem ætlunin er að setja á markaðinn og framleiða helst í miklum mæli ef viðtökur verða góðar ( sjá mynd). Þetta er léttur og lipur handvagn hugsaður bæði fyrir blautfóður, einkanlega í loð- dýrabúum og fyrir þurrfóður í fjósum. Fyrst og fremst er hugsað til að ná markaði hér í Eyjafjarðarhéraði, en etv. víðar um land ef vel tekst til og verð getur orðið samkeppnisfært við annað, sem er á boðstólum á þessu sviði. Reyndar er ætlunin, að þessi framleiðsla fari frarri í Bíla- deildinni og er þá öðrum þræði hugsuð til að stuðla að vinnu- jöfnun þar. Góður vinnukraftur Gunnar verkstæðisformaður sagði, að ágætir starfskraftar væru á Bifreiðaverkstæðinu. Þar eru enn menn, sem hafa unnið á verkstæðinu allt frá því að KEA' tók við því. Það eru þeir Arngrímur Stefánsson og Hörður Sigfússon. Svo eru á hinn bóginn lærlingar 5 að tölu núna. Og síðan menn á öilum aldri þarna á milli. Hér má nefna Hörð Kristgeirsson for- stöðumann Varahlutaverslun- arinnar, sem starfað hefur þarna í 30 ár, ennfremur Stefán Jónsson, Baldur Friðleifsson og Guðmund Óskarsson, sem allir eru gamlir í hettunni. „öldungarnir" Hörður Sigfússon og Arngrímur Stefánsson. Velta verkstæðisins er tölu- verð. Á árinu 1985 var hún um 45 milljónir og er þá meðtalin bensín- og olíusalan, sem nam ca. 5 milljónum. Að lokum sagði Gunnar, að skipta mætti viðskiptavinum verkstæðisins í þrjá flokka í stórum dráttum: Það er útgerðin sem er langstærsti viðskipta- aðilinn, tekin sem heild, og skiptir aðallega við Véladeild- ina. Þá er landbúnaðurinn, sem skiptir mikið við báðar deild- irnar og hefur næstmest við- skiptamagnið. Og að lokum eru það bæjarbúar á Dalvík og aðrir bíleigendur, sem skiptajyrst og fremst við Bílad^ildin^.'. Gunnar lýsti ánægju sinni með samskipti verkstæðisins við viðskiptavinina til sjós og lands og bað blaðið flytja þeim öllum bestu óskir um gleðilegt sumar og þakkirfyrir viðskiptin. Það gerir Norðurslóð hér með og þakkar fyrir upplýsing- arnar.

x

Norðurslóð

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.