Norðurslóð - 22.04.1986, Blaðsíða 5

Norðurslóð - 22.04.1986, Blaðsíða 5
„Undrandi renndi ég augum með bókanna röðum“ Formaður bókasafnsstjórnar setur samkomuna. Sunnudagurinn 6. apríl 1986 var merkisdagur í menningarlífi Dalvíkurbæjar. Þá var Bóka- safn bæjarins formlega opnað á nýja staðnum í kjarllara Ráð- hússins. Stjórn Bókasafnsins efndi til dálítillar viðhafnar, hóaði saman nokkrum hópi manna, bauð m.a. blaða- mönnum að vera viðstöddum. Athöfnin hófst með því að formaður bókasafnsstjórnar, Svanfríður Jónasdóttir, flutti stutt ávarp. Rakti hún m.a. húsnæðissögu safnsins, en 20 ár eru nú liðin síðan fyrst kom til tals, að það fengi samastað í eigin skrifstofuhúsi sveitar- félagsins. Þessi draumur er nú orðinn að veruleika með flutn- ingi safnsins í Ráðhúsið. Þá flutti Svanfríður þakkir til þeirra manna, sem sýnt hafa safninu áhuga og lagt fram sjálf- boðavinnu í sambandi við flutn- inginn og ennfremur til þeirra stofnana, „menningarsjóða og fyrirtækja hér í bæ“, sem hafa látið fjármuni af hendi rakna, alls um 500.000 krónur, sem varið hefur verið til búnaðar- kaupa. Þásagði bókasafnsformaður: ,,Á engan held égaðséhallað, þótt ég leyfi mér að taka nafn Sigurpáls Hallgrímssonar ei- lítið út úr og þakka honum sérstaklega. Sigurpáll hefur unnið þessu safni, auk þess að færa því stórar peningagjafir, af þeirri ósérhlífni og örlæti, sem einkennir svo marga af hans kynslóð." Að svo mæltu var Sigurpáli afhentur fagur blómvöndur sem tákn þakklætis og virðingar. Að lokum vitnaði Svanfríður í orð Stefáns heitins Hallgríms- sonar, sem hann mælti á stofn- Að ávarpi Svanfríðar loknu afhenti bæjarstjórinn á Dalvík, Stefán Jón Bjarnason, safn- verðinum, Nönnu Þóru Áskels- dóttur, lykilinn og þar með völdin yfir safninu. Nanna þakkaði fyrir sig og lýsti því, sem fram ætti að fara. Einn af viðstöddum gestum var höfuðskáld Dalvikinga, Haraldur Zóphóníasson. Hann hafði ort ljóð í tilefni atburð- arins, sem hann kallaði Hug- dettu. Nú las Friðjón Kristins- son kvæði Haraldar og birtum við það hér í heilu lagi. Annað skáld staðarins, Guðlaugur Arason, var og viðstaddur, sérstaklega boðinn í tilefni dagsins. Guðlaugur las kafla úr skáldsögu sinni, Víkur- samfélagið, sem sumir telja vera dalvískast af verkum hans. Gerðu menn góðan róm að framlagi þeirra félaga sem setti að sínu leyti menningarlegan blæ á samkomuna. Nanna afhendir Sigurpáli blórnin. Svanfríður horfir á. fundi Lestrarfélags Dalvíkur eftir hreppaskiptin 1946: „Það hefur vakað fyrir okkur, að þessi fundur gæti orðið nokkurs- konar útbreiðslufundur fyrir bókasafnið, gæti orðið til þess að fleiri og fleiri athuguðu, að hér eigum við í fórum okkar fróðleiks- og gleðigjafa, sem ekki má liggja ónotaður, ekki Að þessu búnu skoðuðu gestir safnið undir leiðsögn Nönnu safnvarðar. Voru menn á einu máli um að þetta væri fallegt safn og mikil orðin umskipti þess frágömlu, þröngu húsakynnunum í Skíðabraut- inni. Þarna eru bækurnar þús- undum saman flokkaðar í skáp- ana á hávísindalegan hátt, og á Tíu þúsund bækur Blaðamaður tók safnvörðinn tali og fékk nokkrar viðbótar- upplýsingar. (Innan sviga skal þess getið, að Nanna er dóttur- dóttur-dóttir Björns heitins Björnssonar og Sigríðar Jóns- dóttur íGöngustaðakoti. Móðir Nönnu, Vigdís, dóttir Sigrúnar Björnsdóttur og Björns Guð- mundssonar frá Bæjum í Stein- grímsfirði, fæddist í Göngu- staðakoti 1932.) Aðstoðar- maður í safni í hluta úr stöðu er nú Anna Bára Hjaltadóttir. Nanna upplýsti, að í safninu væru nú yfir 10.000 titlar, en þar fyrir utan er mikill efniviður, sem ekki verður settur fram í hillur, dagblöð, tímarit og þess háttar. Raunar vantartilfinnan- lega geymslupláss fyrir slíka hluti og ekki auðvelt úr að bæta. Annars er Nanna ánægð með aðstöðuna og vonast til að Dalvíkingar og aðrir noti sér nú vel þessa menningarmiðstöð í hjarta bæjarins. Hér skal þess getið, að útlán úr safninu 1984voruca. 12.000 bindi, en 1985 aðeins 9.600. Þennan samdrátt rekur Nanna ekki síst til þess, að niður var lögð kjörbúð KEA við Skíða- baut og þar með sölulúgan, sem dró marga borgara suður í Skíðabraut, þar sem upplýstir gluggar Bókasafnsins blöstu við. Eftir þetta áttu færri erindi á þennan stað í útjaðri bæjarins. Að lokum var Nanna spurð hvaða rétt aðrir en Dalvíkingar, t.d. fólk framan úr sveitinni, hefði til afnota af safninu. Auðvitað er safnið eign Dal- víkurbæjar, sagði safnvörður, en hvað sem því líður hugsum við okkur ekki að fara að draga fólk í dilka í þessu sambandi, heldur veita öllum sömu fyrir- greiðslu hvaðan sem það er úr byggðarlaginu. Friðjón Kristinsson les „hugdettu" Haraldar skálds. Skáldið Guðlaugur les úr Víkur- samfélaginu. Jón bæjarstjóri afhendir bókaverði lyklavöldin. má vera vanhirtur og ekki standa í stað. Okkur er vafa- laust engu minni þörf á því en verið hefur, að hlynna að því, sem er til þroska og framfara og meðal annars má það gerast á hverjum stað með því að koma upp góðu bókasafni og hagnýta það sem best.“ Þessi orð vil ég gera að mínum við þetta tækifæri, mælti formaður bókasafnsstjórnar að lokum. milli eru setukrókar og borð þar sem menn geta setið, lesið og skrifað og stúderað bókmennt- irnar. En ofan af vegg horfir „faðir bókasafnsins“ Þorsteinn heit- inn Þorkelsson „aumingi“ og brosir sínu hýrasta brosi sýni- lega ánægður með ávöxtinn, sem það fræ hefur borið, sem hann sáði til með stofngjöf sinni til Lestrarfélags Svarfdæla á því herrans ári 1879. Hugdetta Gefur sýn Hafa ófáir vfir glœstan sal: íslendingar bjart til beggja handa, sér leikið að Ijóðstöfum, vítt er til veggja, alh frá Agli vel sem eru til okkar daga drifnir Ijósum lit. bvrlað Bragafull. Gefur sýn aðra Um söguþjóðina gleðiríka, sagt hefur verið sannkallað augnavndi: utanlands og innan: stoltar, standandi í fararbroddi í stvrkum röðum, sem bókamenn blessaðar bókahiUur. séu Snjálendingar. Þar eru bœkur Eitt er spakmœli í þúsunda tali, er aldrei fvrnist: þvkkar bœði og þunnar, ,,blindur er bóklaus maður“ og að efni til Munu þau orð við allra hægi um alla framtíð aldinna jafnt sem ungra. sígild sannindi geyma. Eigum eljuverk Hljóti heill og þökk anda og handa hundraðfalda fjölvitra frœðimanna allir, sem hér unnu. er fyrr og síðar Vel sé þeim sýndu og bdru sem vilja góðum reisn á ritvellinum. málum, leggja lið. Léku að listfengi Birta og blessun er í letur fœrðu yfir Bókasafni handrit af hreinni snilld, haldi saman höndun. útfvrir landsteina Fvlgi stjórnendum um lönd og álfur og starfsliði œttjarðarorðstír báru. fararheil! J'ram á veg. H.Z. Bókasafn Dalvíkur NORÐURSIÓÐ - 5

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.