Norðurslóð - 04.07.1986, Blaðsíða 1

Norðurslóð - 04.07.1986, Blaðsíða 1
10. árgangur Föstudagur 4. júlí 1986 6. tölublað Kjörstjórn á Húsabakka. F. v. Björn Þórleifsson, Hjörtur E. Þórarinsson, Ármann Gunnarsson og dyravörður Sigurður Marinósson. Hreppsnefd Svarfaðardalshrepps. F.v. Árni, Björn oddviti, Ingvi, Svana og Jón. Kjörstjórn á Dalvík. Sitjandi f.v. Helgi Þorsteinsson, Halldór Jóhannesson og Hailgrímur Antonsson. Nýjar sveitarstjórnir Kosningar 31. maí og 14. júní. Þó að nokkuð sé liðið frá sveitarstjórnarkosningunum 31. maí og 14. júní þykir Norðurslóð rétt að helga þeim nú forsíðuna að þessu sinni. Þá er m.a. haft í huga að lesendahópur þessa blaðs er að einhverju leyti annar en t.d. Bæjarpóstsins, sem auðvitað hefur gert þessu efni skil áður. Ennfremur er hugsað til þess heimildargildis sem blaðinu er ætlað að hafa fyrir söguskoðendur framtíðarinnar. Kosning í dreifbýlishreppunum fór fram laugardaginn 14. júní og er það samkvæmt nýjum sveitarstjórnarlögum í síðasta sinn, sem þessi tímamismunur er á kosningunni milli bæja og sveita. Veður var hið besta kosningar- daginn og streymdi fólk heim að Húsabakka, þar sem kosning fór fram, einkum á tímabilinu V - 4. Samtímis var opin kaffisala á vegum sóknarnefndar Tjarnar- kirkju í skólaeldhúsinu og seldu safnaðarkonur vel og fengu ca 35 þúsund krónur í glugga- sjóðinn. Á kjörskrá voru 181 og greiddu 152 atkvæði, en það er tæplega 84%. Talning fór fram að aflokinni kosningu og stóð fram á nótt. Þess ber að gæta, að talning í óbundinni kosningu er til mikilla muna seinlegri en við listakosn- ingu, en að auki var kosinn sýslu- nefndarmaður. Allmargt manna var saman komið til að hlýða á talninguna og var eftirvænting töluverð í loftinu. Úrslitin urðu svo sem hér segir: Aðalmenn í hreppsnefnd, Björn Þórleifsson Húsabakka hlaut 80 atkv., Ingvi Eiríksson Þverá í Skiðadal 77 atkv., Jón Þórarinsson Hæringsstöðum 76 atkv., Svana Halldórsdóttir Melum 58 atkv., Ámi Steingríms- son Ingvörum 58 atkv. Varamenn: Símon Helgason Þverá, Stefanía Jónasdóttir Brautar- hóli, Margrét Gunnarsdóttir Göngustöðum, Gunnsteinn Þorgilsson Sökku og Kristján E. Hjartarson Tjörn. Sýslunefndarmaður var kjör- inn Atli Friðbjörnsson á Hóli, en til vara Gunnar Jónsson Brekku. Þessi kosning gildir til tveggja ára, en eftir það eiga sýslunefndir að hverfa úr sögunni. Verkaskipting Það merkasta við þessa kosningu er trúlega það, að nú var kona í fyrsta sinn kosin í hreppsnefnd og karlaveldið þar með byrjað að láta undan síga jafnvel í Svarfaðardal. Ekki vitum við, hvað þessi nýja hreppsnefnd kemur til með að setja efst á framkvæmdalista, en margur verður vonsvikinn, ef að 4 árum liðnum, verður ekki a.m.k. komin góð hreyfmg, helst einhver sýnilegur vottur um nýtt samkomuhús fyrir þetta sveitar- félag, sem um nokkurt skeið hefur státað af hrörlegasta samkomuhúsi á íslandi. Samkvæmt nýjum sveitar- stjórnarlögum skilar gamla sveitarstjórnin af sér hálfum mánuði eftir kosningu, og sú nýja tekur við. Þann 29. júní kom hin nýkjörna hreppsnefnd Svarfaðardalshrepps saman á heimili aldursforseta, Árna Steingrímssonar á Ingvörum. Tilefnið var fyrst og fremst að skipta með sér verkum. Þar var Björn Þórleifsson, skólastjóri á Húsabakka, kjör- inn oddviti. Varaoddviti varð Ingví Eiríksson á Þverá, en fjallskilastjóri Jón Þórarinsson á Hæringsstöðum. Mánudaginn 30. júní fóru svo „stjórnarskiptin" fram, Halldór Jónsson á Jarðbrú skilaði hrepps- gögnunum í hendur Birni Þórleifssyni sem flytur þau norður fyrir Pollalækinn, heim í Húsabakkaskóla. Dalvík Dalvíkingar gengu til kosninga 31. maí sl. og kusu sér nýja bæjarstjórn. Kosningabaráttan hafði ekki verið mjög löng. en bara nokkuð lílleg. Fjölmiðlun hefur aldrei veríð jaln mikil í kringum kosningar og nú. Svæðisútvarpið var tvívegis með dagskrá þar sem lulltrúar list- anna komu fram. Vikulega voru pistlar frá listunum í Bæjar- póstinum auk þess sem allir aðilar voru með sýna útgáfu. Það var því vart hægt að saka frambjóðendur um að koma ekki skoðunum sínum á fram- færi við kjósendur. Kjörsókn var ekki mikil í byrjun. í hádegisfréttum útvarpsins var kjörsókn hér talin heldur lítil miðað við ýmsa staði. Úrþessu rættist þegarleið á daginn og varð endirinn sá að af þeirn 911 sem voru á kjör- skrá kusu 822, eða 90,23%. Á kjörstað greiddu 724 atkvæði og 98 utan kjörstaða. lalning atkvæða tafðist nokkuð vegna misræmis á kjörgögnum. Eftir að það leiðréttist gekk talning vél. Strax í byrjun talningar var ljóst að umtalsvcrðar brcytingar myndu verða miðað við síðustu kosningar. Raunar hagaði þannig til að fyrstu atkvæðin voru mjög mikið á D listann og leit út fyrir hreinann meirihluta hans. Þó það verði aidrci sannað, leikur grunur á að þá hafi nú larið að fara um ýmsa. Úrslit lágu svo í'yrir um klukkan tvö og voru þannig: B listinn hlaut 271 atkvæði og tvo ntenn kjörna. D listinn hlaut 337 atkvæði og þrjá menn kjörna. G listinn hlaut 200 atkvæði og tvo menn kjörna. Samkvæmt þessari niðurstöðu skipa bæjarstjórn Dalvíkur næsta kjörtímabil, eða til 1990: Af B lista Guðlaug Björns- dóttir og Valdimar Bragason. Af D lista J rausti Þorsteins- son, Ólafur B. Thoroddsen og Ásdís Gunnarsdóttir. Af G lista Svanlríður Jónas- dóttir og Jón Gunnarsson. Samkvæmt nýjum sveitar- stjórnarlögum tók svo hin ný- kjörna sveitarstjórn við 15 dögum eftir kosningar. Tíminn frá kosningum og þar til hin nýja bæjarstjórn tók formlega við var notaður til að mynda meirihluta í bæjarstjórn. í kosn- ingunum féll hreinn meirihluti Framsóknar svo nýjan þurfti að mynda. D listinn var í hugum flestra aðal sigurvegarinn og hafði frumkvæðið í þessum efnum. Þeir D lista menn sneru sér til G listans og þrátt fyrir fjarlægðina milli Alþýðubanda- lags og Sjálfstæðisflokks á landsvísu virðist hafa gengið átakalítið að mynda meirihluta Frh. bls. 6 Bajarstjóm Dalvíkur. F.v. Guðlaug Björnsdóttir, Ásdís Gunnarsdóttir, Ólafur Thoroddsen, Stefán Jón Bjarnason bæjarstjóri, Trausti Þorsteinsson forseti bæjarstjórnar, Svanfríður Jónasdóttir, Jón Gunnarsson, Óskar Pálmason varamaður Valdimars Bragasonar.

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.