Norðurslóð - 04.07.1986, Side 2

Norðurslóð - 04.07.1986, Side 2
NORÐURSLÓÐ Útgefendur og ábyrgðarmenn: Hjörtur E. Þórarinsson, Tjörn, Svarfaðardal Jóhann Antonsson, Dalvík Afgreiðsla og innheimta: SigríðurHafstað, Tjörn Sími 96-61555 Ljósmyndari: Rögnvaldur Sk. Friðbjörnsson Prentun: Prentsmiðia B/örns Jónssonar í nýafstöðnum bæjarstjórnarkosningum var útgáfustarfsemi framboðslistanna hér á Dalvík talsvert lífleg. Það er í raun merkilegt að siík sérútgáfa skuli hafa verið mun meiri nú en áður þegar haft er í huga hve önnur fjölmiðlun var mikii. Hér er vikublað gefið út og komu framboðslistarnir sjónarmiðum sínum þar á framfæri í nokkrum síðustu blöðunum fyrir kosningar. Svæðisútvarþið var með kosningadagskrá tvívegis. Fjölmiðlun öll er margföld að magni nú miðað við kosningar fyrri ára. í raun er þetta í takt við breytta tíma í þessum efnum. Umræða í þjóðfélaginu er til muna opnari en varfyrir' fáum árum. Fjölmiðlun öll meiri, opnari og hvassari. Auðvitað má efast um að slíkt sé í öllum tilfellum til bóta, einkanlega þegar hlutirnir eru sagðir í hita baráttunnar, eins og sagt er í kringum kosningar. Áhrifamáttur fjölmiðla er mikill. Útvarp og sjónvarp hafa yfirburði í þessum efnum og geta með frásögn sinni og reyndar stundum þögn haft afgerandi áhrif. Það hefur sýnt sig, að þó fréttir hafi verið í blöðum hafa þærekki náðathygli fyrr en t.d. sjónvarpið hefur tekið málið upp. Einmitt vegna þessa áhrifamáttar er ábyrgð sjónvarpsins og þeirra sem þar vinna mikil. Oftar en hitt hafa menn mætt þeirri ábyrgð með því að þegja um hlutina.,NýIeg ályktun útvarpsráðs bendir til að ýmsum þyki enn þögnin þægilegust. Fréttir undanfarinna vikna af rannsókn gjaldþrotamáls stórfyrirtækis og tengsl þess út um þjóðfélagrð sýna nauðsyn opinnar fjölmiðlunar. Réttvísin mun- vonandi dæma um sekt eða sakleysi manna. Þar verður dæmt eftir gildandi Íagabókstaf. En dófnstólar svara ekki spurningunni um hvort þær leikreglur sem farið er eftir standist eðlilegar siðferðiskröfur. Fjölmiðlar hafa skyldum að gegna gagnvart almenningi í þeim efnum. J.A. Sumarferðir Ferðafélag Akureyrar við Skeiðsvatn 30. júní 1986. Vesturfjöllin, Auðna- sýling og fleiri.í baksýn. Ferðafélag Svarfdæla hefur staðið fyrir nokkrum ferðum á ári bæði sumar- og vetrarferð- um. Yfirleitt hafa þessar ferðir verið vel heppnaðar og þátttaka í mörgum þeirra ágæt. Síðasta ferð félagsins var farin á föstudaginn langa, skíða- ferð kringum Hnjótafjall, sem tókst með ágætum. Nú hefur stjórn Ferðafélags- ins ákveðið 4 skipulagðar ferðir á þessu sumri sem hér segir: 1. Nykurtjörn - Lómatjörn - Steindyrafoss. Kvöldferð þriðju- daginn 15. júlí. Farið verður frá þjóðveginum við Grundarrétt kl. hálf níu um kvöldið. Farar- stjóri Hjörtur E. Þórarinsson. 2. Látrar - Grenivík, dagsferð laugardaginn 26. júlí. Farið verður sjóleiðis að Látrum og gengið að Svínárnesi ef aðstæður leyfa. Annars ekið á Grenivík og gengið lengra úteftirströndinni. Fararstjóri Valdemar Bragason. 2 - NORÐURSLÓÐ 3. Tungnahryggsskáli 16. - 17. ágúst. Ekið verður að Baugaseli í Barkárdal og gengið í skálann og gist þar. Gengið næsta dag niður í Skíðadal eða Hjaltadal eftir óskum. Farar- stjóri Jón Baldvinsson. 4. Hrísey 7. september. Gengið að Vita, keypt hressing í Brekku. Fararstjóri Gunnsteinn Þorgilsson: Allar verða ferðirnar auglýst- ar sérstaklega í tæka tíð. Árbók Ferðafélags íslands 1986 Nú er árbók Ferðafélags íslands komin út og geta áskrifendur og aðrir fengið hana hjá Jóni Baldvinssyni formanni Ferða- félags Svarfdæla. Hún fjallar um Snæfellsnes norðan fjalla, 250 blaðsíður prýdd fjölda glæsilegra mynda. Sálir Jónanna Gömul þjóðsaga í nýjum búningi Kerling I, kerling II og bóndi hvfla lúin bein, Ljósm. Rut Hallgrímsd, i'-'CÍfi m ' j , 1ÍHW»|| v 4A A Hugleikur - leikfélag áhugamanna í Reykjavík sýnir leikinn „Sálir Jónanna“. Höfundar: Ingibjörg Hjartardóttir, Sigrún Óskarsdóttir og Unnur Guttormsdóttir. Leikstjóri: Bjarni Ingvarsson. Leikmynd: Helgi Ásmundsson. Lýsing: Ólafur Órn Thoroddsen. Organisti: Anna Ingólfsdóttir. Leikhljóð: Hjálmtýr Heiðdal. Mér fannst nærri eins og ég væri kominn í Þinghúsið á Grund á nýjan leik þarna á Galdraloftinu í Hafnarstræti 9 í Reykjavík. Háaloftið í húsinu hefur verið innréttað sem leik- hús. Það er að vísu lítið og þröngt, með sætum fyrir 50 - 60. manns, svartmálaða leiksviðs- umgjörð og heimagerða ljós- kastara sem eru búnir til úr tómum málningardollum. Nokkrir beddar stóðu á gólfinu fyrir framan áhorfendur, híalínstjöld að baki. Áhorfendur biðu þögulir og eftirvæntingarfullir eftir að leiksýningin hæfist í þessari nýstárlegu vistarveru. Og nú eru lesendur Norður- slóðar líklega farnir að spyrja með sjálfum sér. „Af hverju er maðurinn að skrifa í Norðurslóð um leiksýningu suður í Reykja- vík?“ Það er vegna þess að Svarfdælingar eiga drjúgan hlut að henni. Einn þriggja höfunda leikritsins er Ingibjörg Hjartar- dóttir frá Tjörn. Hinir höfund- arnir eru Sigrún Óskarsdóttir (þó ekki frá Dalvík) og Unnur Guttormsdóttir, en hún á ættir að rekja í dalinn, komin út af Hjörleifi Guttormssyni presti á Völlum og Tjörn. Björn Ingi Hilmarsson (Daníelssonar á Dalvík) leikur eitt aðalhlut- verkið, Kölska, Unnur leikur fylgju hans, Móra. Hjörleifur Hjartarson frá Tjörn leikur eitt af aðalhlutverkunum og Árni bróðir hans fer með auka- hlutverk. Nú er að segja frá sjálfu leikritinu. Það er um þjóð- söguna af gömlu kerlingunni sem fór með sálina hans Jóns síns og smúlaði henni inn í himnaríki. Hér eru sálir Jónanna fjórar. Þráðurinn úr Gullna hliðinu er spunninn, en alveg með nýju ívafi, þ.e. textinn er nýr, oft með haglegum setning- um og mergjuðum vísum. Eg heyrði tungutakið að heiman innan um og saman við. Uppákomur úr íslenskum þjóðsögum eru notaðar í bland við þemað úr Gullna hliðinu. Er það góð hugmynd og skapar tilbreytingu í leikinn. Einnig sú hugdetta að beita fyrirbærum úr nútímanum í verkinu, útvarps- þul, veðurfregnum og sönglandi flugvallarrödd. Leikritið Sálir Jónanna á að vera harmleikur. Svo segir í leik- skrá. Og höfundum og leikend- um tókst nokkurn veginn að koma þeim boðskap til skila: annars vegar breyskleika hrösun, fátækt og þrældómi og á hinn bóginn fómfýsi, þolgæði og kær- leik sem umber allt. En það var grunnt á grallaraskapinn eins og t.d. þegar María mey birtist í skvísugerfi, blásandi sápukúlur og Pétur postuli með eldrauðan hárlubba. Björn Ingi túlkaði leður- klæddan skrattann með tilþrif- um og góðri framsögn og fasi. Unnur var prýðilegur Móri, með heimagerðan hrossabrest. Kerlingar þrjár eru býsna vel gerðar persónur frá hendi höfunda. En enginn hefði trúað því að Sigríður Helgadóttir sem lék kerlingu I væri nýkomin á fjalirnar nú á sjötugsaldri. Svo einlæg og fumlaus var túlkun hennar á ímynd hins besta í fari hinnar íslensku sveitakonu. Kerling II er heimóttin sjálf. Hana leikur Anna Kristín Kristjánsdóttir af mikilli íþrótt og skoplegum svipbrigðum. Kerling III er forað og pilsvarg- ur svo að mann óar við. Kemur Sigrún Óskarsdóttir fenjugangi hennar vel til skila. Karl einn sem ekki er eins og fólk er flest, er fremur sviplítil persóna frá hendi höfunda. Hjörleifur á Tjörn leikur hann og kemst vel frá. Leikritið var allt flutt af ósvikinni leikgleði áhugafólks- ins sem var svo smitandi að áhorfendur hrifust með og nutu sýningarinnar. Leikstjórn og leikmynd, búningar, lýsing og leikhljóð allt var þetta prýðilega vel af hendi leyst hjá þeim Bjarna Ingvarssyni leikstjóra, Helga Ásmundssyni er sá um leikmynd, Ólafi Erni Toroddsen sem stjórnaði lýsingu, Hjálmtý Heiðdal er framleiddi leikhljóð og Önnu Ingólfsdóttur organ- leikara. Þess skal að lokum getið að þessi uppfærsla á sálum Jónanna var valin sem eitt af þremur leikritum frá íslandi til flutnings á norrænni leiklistarhátíð áhugamanna sem var haldin í Reykjavík nú á dögunum. Áhugamannaleikfélög ættu að gefa þessu leikriti gaum. Júlíus J. Daníelsson P.S. í fyrra var leikritið Skugga- Björg í leiksviðsbúningi sömu höfunda og Sálir Jónanna sýnt hér í borg við góðar viðtökur. J.J.D.

x

Norðurslóð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.