Norðurslóð - 04.07.1986, Blaðsíða 3

Norðurslóð - 04.07.1986, Blaðsíða 3
Hitabylgja 9rAin sem stundum var ekki í hné er orðin að skaðræðis fljóti" I góðviðrinu. Kvenfélagskonur vinna að trjárækt á Húsabakka. Svarfaðardalsá í foráttuvexti Mánuður er liðinn og vel það síðan Norðurslóð greindi frá veðurfari vorsins. Megin inntakið var þrálátur kuldi allan maí- mánuð með tilheyrandi síð- búinni vorkomu og gróðurleysi allan mánuðinn. Reyndar stóð kuldinn lengur og t.d. var slydduveður og grá jörð af nýsnævi 8. -10. júní. Upp frá því fór tíðin fyrir alvöru að batna og jörð tók að gróa. Þá komu hinsvegar í ljós ljót köl í túnum sumstaðar hér um slóðir, einkum á bæjum í neðanverðri sveitinni. Stórflóð Upp úr miðjum júnímánuði gerði fyrst reglulegt sumarveður,. sól og hlýindi dag eftir dag og að lokum snerist það upp í sann- kállaða hitabylgju, 20 - 22 gráðu hita einkum dagana 27. - 29. júní. Eins og að líkum lætur leiddi þessi mikli hiti til feykiiegra vatnavaxta hér norðan- og austanlands. Nógur er snjórinn í fjöllunum til að viðhalda vatna- vöxtum fram eftir öllu sumri. Ekki fórum við Svarfdælir varhluta af þessum náttúru- hamförum. Svarfaðardalsá hefur streymt fram barmafull og mikið meira en það dögum saman, nú þegar þetta er ritað 30. júní. Dalurinn neðanverður hefur breyst í allmyndarlegan fjörð með eyjum og rifjum hér og þar. Fuglavinir hafa haft áhyggjur af því, að þessir miklu vatna- vextir hafi kaffært og eyðiJagt mörg fuglshreiður. Sennilega eru þetta nú óþarfa áhyggjur. Langflestir íuglar hafa ungað út fyrir nokkru og víst er það að mjög mikið er um ungaendur á flóðvatninu og ber óvenjumikið á þeim, þar sem allt gras er í kafi og hvergi hægt að fela sig. Vegaskemmdir Eins og að líkum lætur var þessi mikli vatnagangur nærgöngull við brýr og vegi og urðu tölu- verðar skemmdir á nokkrum stöðum hér um slóðir. Alvar- legastar skemmdir urðu á Ólafs- fjarðarvegi í Torfdalsárgili norðan við Sauðakot. Þar gróf áin sig í gegnum uppfyllinguna og myndaði allt að því 30 metra djúpt gljúfur. Verður mikið verk að vinna til að koma veginum þarna í samt lag, en til bráðabirgða hefur verið Iögð slóð yfir gilið ofan við veginn. Skíðadalsá lét ekki sinn hlut eftir liggja og lagði til atlógu við veginn nyrðst á eyrunum við Dælistún. Þar gróf hún undan veginum og sópaði honum burtu á ca. 80 m. löngum kafla. Eins og er klöngrast litlir bílar fram hjá torfærunni með því að aka upp á túnið. Þá er þess að lokum að geta að Svarfaðardalsáin gróf sig á bak við norðurstópul Hærings- staðabrúar og braUt úr veginum svo að hann varð ófær um skeið. Viðgerð hefur farið fram, svo að á morgun, i. júlí verður sótt 5 daga mjólk í Hæringsstaði og Búrfell. Heyskapur hafinn Því hafði verið spáð, að heyskap- ur hæfist í síðasta lagi að þessu sinni. Sú spá ætlar ekki að rætast frekar en aðrar spár okkar skammsýnna manna. Grasspretta hefur orðið svo ör í hitunum að komin var góð slægja á mörgum bæjum fyrir mánaðarmótin. Sláttur hófstá4 bæjum samtímis laugardaginn 28. júní því fáir eru svo fífl- djarfir að byrja heyskap á mánudegi. Og nú eru fyrstu hey komin í hlöðu, græn og ilmandi, sem gaman verður að gefa kúnum næsta vetur. I góðviðrinu. Dalvíkingar pianta trjám / skógarreit. Líklega hafa margir bændur lesið grein Þórarins Lárussonar fyrrverandi ráðunautar á Akur- eyri, sem hann skrifaði í Frey nýlega. Það er einhver hin sterkasta brýning, sem íslenskir bændur hafa fengið frá upphafi veganna um að byrja snemma £ að heyja. Greinin endar méð þessum frýjuyrðum: „Aðalatriðið er að drattast a vorlappirnar fyrir allar aldir'og byrja sláttinn, en væflast ek^i hálfsofandi í óslægjunni fram eftir óilu sumri." Vel mælt fbg skörulega hjá Þórarnt. KOSTABÓK ini. 1. kostur: 2. kostur: 3. kostur: 4. kostur: 5. kostur-. Innstæda er alltaf laus. Vextireru 13% eda hærri, ef verdtrygging reynist betrl Vextir færast tvisvar á ári. Leidréttingavextir af úttekt eru adeins 0,7%. Leyfdar eru tvær: úttektir á ári án vaxtaskerdingar. KOSTABÓK er gódur kostur. m Vegaskemmdir við Torfdalsá. INNLÁnSDEILD Ú.K.E. DALVÍK. % NORÐURSLÓÐ -J3

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.