Norðurslóð - 04.07.1986, Blaðsíða 4

Norðurslóð - 04.07.1986, Blaðsíða 4
f tilefni Landsmóts hestamanna á Hellu. Freyja Hilmarsdóttir og Jóhann Friðgeirssonsýna gaeðinga á Dalvfk fyrir nokkrum árum. Aðalfímdur Sæplasts hf. Mjög góð afkoma Síðast liðinn laugardag var haldinn aðalfundur Sæplasts h/l'. Á íundinum voru reikn- ingar fclagsins fyrir síðast liðið ár lagðir Iram og skýrðir. Afkoma félagsins var mjög góð og einnig Ijárhagsstaða þess í lok ársins. Framleiðslu- og söluaukning á árinu 1985 var mikil miðað við það sem saman- burðarhæft var við árið á undan. Þá var upplýst að það sem af er þessu ár er söluaukning orðin um 100% eða tvölöldun miðað við sömu mánuði í fyrra. Á þessu ári hcfur ekki verið hægt að anna cltirspurn, þótt fram- leiðslan hafi aukist til muna. Fyrirtækið hefur komist yfir alla öröuglcika sem það átti við að stríða þegar það var llutt hingað norður. Sæplast tók þátt í sýningu í Kaupmannahöln núna í júní. Þar kom í Ijós að framleiðsla Sæplasts stendst lyllilega sam- keppni við Iramleiðendur í nágrannalöndunum svo sem Noregi og Danmörku, bæði hvað varðar gæði og verð. Útflutningur er þó nokkur hluti framleiðslunnar og ler vaxandi. Stjórn félagsins skipa nú: Matthías Jakobsson, formaður, Hallgrímur Hreinsson, Jón Gunnarsson, Eiríkur Helgason og Jón Friðriksson úr Reykja- vík. Jón Friðriksson ereini hlut- hafinn sem einnig átti hlut í fyrirtækinu meðan það var fyrir sunnan. í-ramkvæmdastjóri er Pétur Reimarsson. Fundurinn fól stjórn félagsins að halda áfram undirbúningi að byggingu, og að hefja fram- kvæmdir þegar nauðsynlegum undirbúningi er lokið. Sýndar voru teikningar sem gerðar hafa verið af fyrirhugaðri byggingu. Er hér um að ræða hús sem er 700: að grunnfleti auk I002 rýmis á annari hæð. A-104 Ritskoðun eða hvað? Alveg var ég steinhissa, þegar ég heyrði lesinn í Útvarpinu útdrátt úr forystugrein minni í maíblaði Norðurslóðar. Greinin var skrifuð í tilefni af kjarnorkuslysinu í Chernobyl og út frá því hugleið- ingar um vígbúnaðarstefnu Bandaríkjastjórnar. Vissulega var greinin harðorð og átti líka að vera það til að lýsa megnri andúð höfundar á hinni ,,her- skáu og ófyrirleitnu Reagan- stjórn í Washington" eins og það var orðað. Það kom greinilega í ljós við lesturinn, hvoru megin hjartað slær í brjósti þess starfsmanns Útvarpsins, sem hefur það verk með höndum að tilreiða efni forystugreina landsmálablaða á mánudögunum. Hann las nánast frá orði til orðs gagnrýnina í greininni, sem beindist að Rúss- um vegna framkomu þeirra fyrst eftir slysið. En þegar kom að gagnrýninni á Bandaríkja- menn fyrir kjarnorkusprenging- ar þeirra og vopnaskak út um allan heim fór heldur en ekki að slá út í fyrir manninum og að lokum treystist hann ekki til að tilfæra eitt einasta orð úr loka- setningunum. En til þess að ná þó eðlilegri lengd á lestrinum greip hann til þess ráðs að taka nokkrar setningar upp úr dauðmeinlausri frásögn af uppsögn Hólaskóla, sem þarna var á sömu síðu. Það var svo sem 'góðra gjalda vert, en lítið kemur það við grein, sem fjallar um kjarnorkuvá. HEÞ. Helgaropnun Véladeildar KEA hefst laugardaginn 5. júlí Opið frá kl. 10-12 laugardaga og sunnudaga. Véladeild KEA Óseyri 2. Sími 22997. Skólaslit á Dalvík Þann 28. maí s.l. fóru fram skólaslit Dalvíkurskóla í kirkj- unni á Dalvík. í skólanum í vetur voru 298 nemendur, þar af 268 nemendur í grunnskóla og forskóla. Úr 9. bekk útskrif- uðust að þessu sinni 33 nemendur með grunnskólapróf og 7 nem- endur útskrifuðust af fram- haldsdeild en áður höfðu 10 nemendur verið útskrifaðir af skipstjórnarbraut 1. stigs. Áð venju voru veittar viður- kenningar við skólaslitin. Úr Móðurmálssjóði fengu viður- kenningu Elísa Rán Ingvars- dóttir og Ragnheiður Valdimars- dóttir báðar úr 6. bekk. Frá Danska sendiráðinu fengu viðurkenningu Jón Áki Bjarna- son í 8. bekk og Anna Jóna Guðmundsdóttir 10. bekk. Hlutu þau viðurkenningu fyrir góðan námsárangur í dönsku og sýndan áhuga á tungumálinu. Lions- klúbburinn veitti viðurkenningu fyrir bestan samanlagðan náms- árangur í 8. bekk og kom hún í hlut Hafrúnar Stefánsdóttur. Þá afhenti skólinn Birgittu Níelsdóttur og Hallgrími Matthíassyni í 9. bekk viður- kenningu fyrir góðan náms- árangur og störf að félagsmál- um. Við athöfnina var einnig afhent sérstök viðurkenning, gefin af Jóni Stefánssyni, fyrir áhuga og góðan árangur í skák. Viðurkenninguna sem var skák- tölva hlaut Olafur Gíslason í 5. bekk en hann náði mjöggóðum árangri í skák á vetrinum. Brunavarnaátak 1986 Brúnabótafélagið stóð fyrir sýningu á brunavarnartækjum á dögunum. Þar var slökkvilistmönnum framtíðarinnar kennt að halda á tækjunum. Um síðustu áramót varð einn af fyrri kennurum skólans, Ásgeir Sigurjónsson, áttræður. Af því tilefni afhenti Hilmar Daníelsson, formaður skóla- nefndar, honum gjöf sem virð- ingarvott fyrir störf hans að uppeldis- og kennslumálum á Dalvík í 42 ár. Enginn kennari hefur starfað jafnlengi sem Ásgeir við skólann. Ljóst er að nokkrar breyt- ingar verða á kennaraliði skól- Ásgeir Sigurjónsson á unga aldri. ans næsta skólaár. Svanhildur Björgvinsdóttir og Matthías Ásgeirsson hafa fengið ársleyfi frá störfum. Þá láta eftirtaldir kennarar af störfum við skólann Guðmundur Jensson, Hörður Lilliendahl, Sigríður Stefáns- dóttir, Dóroþea Reimarsdóttir og Guðbjörg Ringsted. 4 -NORÐURSLÓÐ

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.