Norðurslóð - 04.07.1986, Qupperneq 8

Norðurslóð - 04.07.1986, Qupperneq 8
Tímamót Skírn Þann 8. júní var skírður í Dalvíkurkirkju Höskuldur Freyr, foreldrar Emilía Höskuldsdóttir starfsmaður í Sparisjóði (frá Hátúni, Árskógsströnd) og Aðalsteinn Hauksson Böggvis- braut 19 Dalvík. Brúðkaup Á þjóðhátíðardag 17. júní voru gefin saman í Vallarkirkju brúðhjónin Anna Sólveig Sigurjónsdóttir á Sy.ðra-H varfi og Vilhjálmur Ólafsson frá Urriðavatni Fellum. Afmæli Þann 5. júní varð sjötugur Þórarinn P. Þorleifsson Goða- braut 6 Dalvík. Þann 7. júní varð sjötugur Sigmundur Sigmundsson Fram- nesi Dalvík. Þann 23. júlí verður sjötugur Friðrik Magnússon bóndi á Hálsi. Þann 23. júlí verður 95 ára Soffía Jóhannesdóttir á Urðum. Þann 29. júlí verður 75 ára Sigurvin Sigurhjartarson áður bóndi á Skeiði, nú Karlsbraut 18 Dalvík. Norðurslóð llytur heillaóskir. Andlát Þann 27. júní andaðist í Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri Friðbjörn Zóphóníasson fyrrverandi bóndi á Hóli í Svarfaðardal síðar búsettur að Skíða- braut 13 Dalvík. Friðbjörn fæddist á Hóli 22. des. 1918. Hann stundaði nárri í Hólaskóla 1938-40, en var síðan bóndi á Hóli frá 1946 til 1974, er hann seldi búið í hendur Atla syni sínum og fluttist til Dalvíkur. Þar gerðist hann starfsmaður hjá Kaup- félaginu og vann hjá því við afgreiðslu- störf meðan heilsan leyfði. 20. maí 1945 kvæntist Friðbjörn eftirlifandi konu sinni, Lilju Rögnvaldsdóttur í Dæli. Þau eignuðust 5 börp, sem að einu undanskildu eru búsett hér í heimabyggð. ' . . Þau hjón voru miklir dugnaðarforkar og búnaðist vel á Hóli. Friðbjörn var fljótlega mjög virknr í félagsmálum í svejtinni t.d. sat hann í hreppsnefnd kjörtímabilið 1958-62 og var þá jafnframt Ijallskilastjóri hreppsins. Friðbjörn var vinsæll maður og mikils metinn bæði sem bóndi í sveitinni og eins el'tir að þau hjón fluttu sig um set og settust að á Dalvík. Munu margir minnast hans með þakklæti og virðingu nú á kveðjustundu. Hann verður Jarðsettur í Dalvikurkirkjugarði laugar- daginn 5; júlí. Blaðið er heldur seirtna á jerðinni en venju- lega. Það átti með réttu að koma úl i júnír mánuði. Við biðjumst ve/virðingar á þessu og sendum lesendum öl/um bestu kveðjur og óskir um gjöj'ult og gott sumar. Útgejéndur Vegna J'orJ'alla Rögnvaldar Skíða Frið- björnssotmr, hejur Jón Baldvinsson h/aupið' í skarðið og tekið Jlestar myndir íþetta b/að. Þegar komið er af vegum með bundnu slitlagi tekur tíma að venjast breyttum aðstæðum —FÖRUM VARLEGA! ' ' il^EROAR. J Fréttahormð Nú um tíma hefur verið minna umleikis í rækju- \innslu S.F.D. en var í vetur. Mjög góð veiði var fyrstu mánuðina. Um 200 tonn af hráefni voru unnin á mánuði. Þá voru Dalborg og Bliki burðarásar í hráefnisöfluninni. Dalborg er nú á fiskitrolli og Bliki var í slipp um tíma svo í júní var tekið á móti 65 tonnum. Xetabátarnir eru nú að byrja á rækju. Stefán Rögnvalds hefur farið þrjá túra en afli verið lítill. Otur var að byrja nú í vikunni. hinir eru að undirbúa. Búist er við svipaðri útgerð háðan á djúprækju og síðast liðið sumar. Verð á unninni rækju er nú mjög hátt á erlend- um mörkuðum og eftirspurn mikil. - o - Mikil atvinna er nú í sumar hjá iðnaðarmönnum. Ný- lega bauð Víkurbakarí út bygg- ingu húsnæðis sem þeir ætla að reysa við Hafnarbraut. Tvö tilboð bárust og voru bæði frá fyrirtækjum á Akureyri. Ekkert tilboð barst frá fyrirtækjum héðan, einfaldlega vegna þess hve verkefni þeirra eru mikil. Enn er eftir að ákveða hverjir sjá um viðbyggingu við Krífakot. Eins og kemur annars staðar fram í blaðinu er ákveðið að Sæplast mun byrja á húsbygg- ingu á næstunni. Sem sagt það vantar tðnaðarmenn. - o - Tréverk h/f hefur tekið að sér byggingarframkvæmdir fyrir Blika h/f við Ránarbraut að undangengnu útboði. Bygg- irtg þessi er um 1000 m2 og er á ská á móti núverandi húsnæði Blika. Fyrirhugað er að nýta þetta nýja húsnæði fyrir véla- og veiðarfæra- og saltgeymslu ásamt ýmsu öðru. Skrifstofur fyrirtækisins verða einnig þarna. - o - Haraldur Rögnvaldsson skútu- eigandi með meiru er nú á siglingu við Bretlandsstrendur ef'tir því sem næst verður komist. Halli sigldi héðan ásamt Árna Júlíussyni og höfðu þeir féiagar viðkomu í Færeyjum. Fneyjá kona Árna hefur nú slegist í hópinn og mun skútan nú vera á siglingu suður eftir Bsnetíímdseyjum. Halli ætiar að divelja þarna eitthvað fram eftir sumri, en hin koma heim fljót- léga. Myndin hér í fréttahorninu er tekin: þegar þeir láta úr höfn. - o - Nýlega var Urðakirkju gefinn fagur skírnarfontur, keramik- skál.á skreyttum fæti. Gefendur e.ru Karl og Lilja í Klaufa- brekk-nakoti og dætur þeirra Hálla- og: Dómhildur. Gjöfin er til minningar um dóttur þeirra hjóna Jónasínu Dómhildi er dó Ii95Tí aðtins fimm ára gömul. Fonturinn er gerður af lista- mönnunum Margréti Jónsdóttur og manni hennar Henrik Pedersen A'kureyri. - o - ann 26. maí s.l. voru tón- leikar í Dalvíkurkirkju. Kolbeinn Bjarnason lék áflautu og Páll Eyjólfsson á Gítar. Þetta voru hrífandi tónleikar, vönduð efnisskrá flutt af mikilli kunnáttu og leikni. Hins vegar voru áhorfendur og áhlýðendur allt of fáir því miður. Hafi lista- Kolbeinn með flautu, Páll með gítar. mennirnir bestu þakkir fyrir góða skemmtun. Þess má geta til fróðleiks að Kolbeinn er að hluta Svarfdæl- ingur, sonur Bjarna heitins Benediktssonar frá Hofteigi og Öddu Báru Sigfúsdóttur Sigur- hjartarsonar frá Urðum. , - Ljósm. S. Hafst. Nýtt símanúmer Símanúmer mitt er 96-61855. Kristján E. Hjartarson Tjörn.

x

Norðurslóð

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.