Norðurslóð - 29.07.1986, Blaðsíða 1

Norðurslóð - 29.07.1986, Blaðsíða 1
Svarfdælsk byggð & bær 10. árgangur Þriðjudagur 29. júlí 1986 7. tölublað Heyannir 1986 Nú í lok júnímánaðar er hey- skapur að sjálfsögðu í fullum gangi í sveitum landsins. Að fornu tali hófst mánuðurinn Heyannir að vísu ekki fyrr en í 14. viku sumars, |j.e. seint íjúlí- mánuði. Á þessu suniri byrjuðu Heyannir 27. júlí. Kn í reynd byrjaði sláttur hór í sveit heilum mánuði fyrr á þeim bæjum, sem fyrstir urðu. Það er því liðinn heill mánuður svo tímabært er aö grennslast eftir, hvernig hefur gengið hjá svarf- dælskum bændum. Það er skemmst frá því að segja, að tíðarfarið hefur verið hagstætt í betra lagi, júlí- mánuður hefur verið úrkomu- lítill þangað til þann 23. mán- aðarins að rigndi 9 mm í úrkomumælinn á Tjörn og 10 til viðbótar þann 24. Þetta er mikil úrkoma í þessum mánuði ársins og hlýtur að tefja nokkuð fyrir heyskap manna. Blaðið hringdi í nokkra menn í forvitniskyni og fékk eftir- farandi upplýsingar: Hof, Stefán .lónsson kom í símann. Þar byrjaði heyskapur um mánaðamótin og er nú langt kominn. Geymir sér dáljtið af heimatúninu, sem er ekki nógu vel sprottið enn. Dundar sér við að heyja á óábornu Grafar- túninu. Ætlar svo að slá há á nokkrum hekturum í lokin. nýting er ágæt og horíur á nægum og góðum heyjum ef svo fer sem horfir. Hnjúkur. Erna Kristjáns- dóttir kom í símann. Þar var byrjað að slá 8. júlí. Spretta var ágæt á túninu eins og ævinlega og nýtingin prýðileg, svo það eru horfur á miklum og góðum heyjum. Hnjúksmenn slá ekkert á Klængshóli að þessu sinni. það er til svo mikið af gömlum heyjum og ekki ástæða til að sanka að sér allt of miklu. Samt heyja þau eins og venjulega blettinn á Þverárkotinu. Þar er ævinlega haugagras. Atlastaðir. Lena Gunnlaugs- dóttir kom í símann. Þar var byrjað 8. júlí. Gamla heima- túnið var sæmilega sprottið. en Nesið alveg blóðsnöggt. Samt var farið yfir það en eftirtekjan var sáralítil. Aftur á móti er vel sprottið á Sandá. en þau á Atla- stöðum eiga helming þeirrar jarðar. Nýtingin á heyinu hefur Fóðurstöðin s.f. Vaxandi l m miðjan mánuðinn var hald- inn aðalfundur Fóðurstöðvar- innar, sem er samvinnufélag loðdýrabænda við Eyjafjörð og rekur fóðurgerð á Dalvík. Blaðið hafði tal af fram- kvæmdastjóranum, Símoni Ellertssyni, sem gegnt hefur því starfi frá hausti 1985. Eftir- farandi upplýsingabrot eru frá honum runnin. Reksturinn hefur frá upphafi veriö erfiður fjárhagslega. Stofnkostnaður mikill í vélum verið hreint frábær. svo út- koman getur orðið alveg sæmi- leg þegar upp verður staðið. Full snemmt að kveða upp loka- dóminn um sumarið. Grund. Sigurbjörg Karls- dóttir kom í símann. Sláttur hófst um mánaðamótin á heimatúninu. sem var vel sprottið. Hinsvegar mættu Bakkarnir vera betur sprottnir. Nýting hefur verið ágæt og það er farið að síga á seinni hluta heyskapar. E.t.v. fá þau lánaða skák í Ytra-Garðshornstúni, sem ekki verður fullnytjað af heimamönnum. Er reyndar óáborið. Þetta voru sýnishorn. tekin af handahófi. En niðurstaðan er nokkuð eindregin: Hevskapar- horfurnar eru þær. að hey- fengur verði ekki minni en í meðallagi að vöxtum og gæðin sennilega með allra besta móti. Þetta eru góðar fréttir eftir kalt síðkomið vor og daufar horfur um hevskap þá. Annað. sem kemur í ljós. er það. að enn er töluverð eftirspurn eftir túni til slægna. þrátt fyrir framleiðslu- takmarkanir og allt það. Samt eru nú horfur á. að einhver tún standi í sinu hér í sveit á þessu hausti og er það \issulega nýlunda í honum Svarfaðardal. fyrirtæki og tækjum, en stofnfé nánast ekki neitt. Rekstrarafkoman síðastliðið ár var afleit, en fór þó batnandi þegar á leið. \'onir standa til, að bjartara sé frant- undan. Endurbætur KEA leigir Fóðurstöðinni gömlu Beinaverksmiðjuna. sem hætt var að starfa sem slík fvrir þrem árum síðan. í suntar hafa farið fram á vegum Kaup- félagsins miklar endurbætur á syðri hluta hússins og fær Fóðurstöðin það allt til afnota. Auk loðdýrafóðursins hefur stöðin framleitt meltu til fóðurs jórturdýra svo og þorskalýsi. sem allt hefur selst innan lands til framleiðslu meðalalýsis. \ onast er til að framhald geti orðið á þessari aukaframleiðslu. en ekki er það öruggt. því fleiri aðilar sækjast nú eftir lifur frá bátunum. Eitt mesta vandamálið í þessum rekstri er að jafna aðgang að hráefni frá fisk- vinnslustöðvunum. Slíkt er ein- ungis unnt að gera með því að geta geynit hráefniðá lager. Það er því stóri draumurinn nú að koma upp frystigevmslu við hliðina á fóðurgerðinni. þarsem hægt væri að geyma ca. 1500 tonn af hökkuðum og plötu- frystum fisk'úrgangi. Þetta er lorgangsverkefni. sent \erður að kornast í höfn hið fyrsta. Breytingar á stjórn Á aðalfundinum \'ar samþykkt að mvndaður verði stofnsjóður viðskiptavina Fóðurstöðvar- innar og renni í hann 8 c'c fóðurverðs næstu 5 árin. Er sjóðurinn hugsaður sem rekst- rarfé stöðvarinnar. en jafn- framt sem trygging gegn töpum ef einstakir viðskiptavinir hætta rekstri. Ennfremur var ákveðið að setja á 150 krónu afgreiðslu- gjald fvrir hverja alltendingu fóðurs til að koma í veg fyrir að fóðurbíllinn sé kallaður um langan veg til að afhenda fáein kíló af fóðri. . í túninu á Hnjúki i Skíöadal 27. júlí 1986. :'x-\ Byggðasafnið í Hvoli Eins og kunnugt er keypti Dalvíkurbær Hvol á síðasta ári með það fyrir augum aö byggðasafn staöarins verði þar til húsa. Jón E. Stefánsson sýndi ntikinn velvilja til málsins og seldi húsið mjög ódýrt. Blaöamaöur Norðurslóðar lagði leið sína í Hvol til að kanna hvernig ntiðaði aö koma byggðasafninu upp. Þar var safnanefndin aö störfum bæöi við að lagfæra húsiö og koma mununum fvrir, sent þar verða. leggja leið sína í safnið og sjá ýmislegt. sem vekur endurntinn- ingar urn liðinn tínia. Þó ntikið verk hafi veriö unnið á síðustu mánuðum er enn mikið ógert \ið uppsetn- ingu muna og treystu nefndar- menn sér ekki að tímasetja. hvenær safnið \erður formlega opnað. í október sl. var byrjað að gera húsið upp. Ýrnsar endur- bætur liala verið gerðar rná þar nefna hitalögn ogvatnslögn inn í húsið. Veggir hafa sumstaðar verið klæddir að nýju og allt rnálað. Á gólfin hafa veriö sett teppi og á nokkrum stöðum parket. Mikið verk hefur verið unnið þarna. Mest hefur mætt á nefndinni, en auk þess leituðu þeir til lelaga í I ionsklúbbnum sem unnið Itafa í sjálfboöa- vinnu rnilli 300 og 400 klukku- vinnu milli 300 og 400 vinnu- stundir. Björn Þorleifsson hafði yfirumsjón með endurbótunum og vann þarna mikiö og allt í sjállboðavinnu. Nokkrir hafa þar fyrir utan lagt þessu lið. sérstaklega v.ar Hjtilti Þorsteins- son drjúgur í vinnulramlagi í vetur og vor. Nú eru tvær hæðirnar frá- gengnar, en risið sent er að stórum hluta manngengt er óinnréttað. í undirbúningi er að innrétta það í baðstolustíl og setja þar inn tilheyrandi muni. Klæðning helur verið útveguð í þessu skyni. llppsetning muna er nú að heljast. Kjarninn að munasafninu er það sem Kristján Ólafsson hefur á mörgum undanförnum árum bjargaö lrá glötun og safnað i þessu skyni. Kristján hefur gert márga hluti upp og allt hefur hann skráð. hvaðan þeir kontu og hverjir afhentu. Síðan húsið var keypt og ljóst var að safnið yrði að veruleika hafa margir lágætir munir borist. í ferð með blaðamanni voru hjónin Klara Simonsen og Jóhann Tryggvason frá Ytra- Hvarfi sem hér eru í heimsókn. Þau eru búsett i London og eru tuttugu ár frá þ\í þau voru hér síöast í heimsókn. Þarna gat Jóhann séð ýmsa muni sem voru á Ytra-hvarfi þegar hann var þar fyrir limmtíu árum. Meðal muna er fyrsta orgel í Vallakirkju. sem Jóhann spilaði á fyrir rúmum limmtíu áriint. Hann settist augnablik við orgeliö og endurnýjaði kynni sín við það. Ekki er að ela að margir numu á svipaöan hátt Jóhann á Hvarfi við gamla orgeliö. Frh. á baksíðu

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.