Norðurslóð - 29.07.1986, Qupperneq 3

Norðurslóð - 29.07.1986, Qupperneq 3
Yfir I.ilífsá. I.jósm. H.K.Ij. leiðarlýsingum að hað þurfi að fara í 400 metra hæð, en það eru áreiðanlega ýkjur. Sama er, útsýnið er stórkostlegt yfir um Eyjafjörð og allt til Sigluness. Eftir 2 og 1/2 tíma göngu kemur hópurinn að næsta bæ, Grímsnesi. Frá þessum fallega stað fluttist Steingrímur Jóns- son og fjölskylda hans til Dalvíkur 1938 og jörðin fór í eyði. (Hann byggði sér hús á Dalvík og kallaði Grímsnes. Þar býr Jón sonur hans nú.) Nú voru menn þ.e. 5 karlar og 4 konur, orðnar matar- og hvíldarþurfi, svo menn settust að við kvíavegginn og tóku til malpokans. Grímsnes hefur verið fremur ,,lítil jörð að landkostum, en mikil að sjávargagni" eins og stendur í sveitarlýsingunni. „fjörubeit, reki, selveiði og útræði“. Áfram er haldið. Næsti bær, Sker, er 3 km innar. Þar eru f'allegar bæjarrústir og útihúsa. Einkennileg löng jarðgöng frá bæ eða fjósi út í læk. Þarna kvað hafa verið snjóflóðahætt. Flóð féll á fjárhúsin og drap flestar ærnar 1926. Þá flutti fólkið út í Látra, en Sker fór i eyði. Feðg- arnir fórust 9 árum síðar svo sem áður var sagt. En áfram og áfram og aldrei til baka. Næsti áfangi er inn að Steindyrum 2,5 km innar. Allt vafið gróðri, þó ekki skóggróðri og nú er allt löðrandi í sauðfé þeirra Höfðhverfinganna. Steindyr hefur verið skemmti- leg jörð og þar hafa greinilega búið þrifabændur undir það síðasta. Það sér maður m.a. á vallargarðinum, sem er svo vel gerður að hann er nánast sauð- heldur ennþá svo þverhnýfturer hann á ytri brún. En enginn má sköpum renna, jörðin fór í eyði 1930 og þar með var draumur- inn búinn. Næst er áð við stórbýlið Svínárnes. Það er á móts við suðurenda Hríseyjar neðan undir Svínárdal, en upp eftir honum sér í kollinn á Kaldbak, 1 167 m háan. (Þar uppi er varða og á koparplötu stendur: Land- mælingar Islands 1918? Síðan kemur þessi merkilega hótun: Röskun varðar refsingu.) „Svínárnes var hið mesta stórbýli og útróðrarstöð. Þangað voru farnar skreiðar- ferðir og þurfti ekki lengra sjó- fang að sækja" segir í byggðar- lýsingunni. Samt fór þessi fallega vildisjörð í eyði 1959 og síðasti ábúandinn flutti til Hrís- eyjar. Undirritaður hafði hugsað sér að koma í Svínárnes fyrir marglöngu síðan. Nokkurs- konar pílagrímsferð. Þarna bjó nefnilega langalangafi hans og amma, Guðlaugur Sveinsson og Anna Halldórsdóttir á fyrri hluta síðustu aldar. Dóttir þeirra var Anna, kona Jóhannesar Halldórssonar, sem keypti Urðir í Svarfaðardal og fl uttist þangað 1861, faðir Sigurhjartar, föður Sigrúnar á Tjörn. Geta margir Svarfdælir rekið ætt sína til þessara Svín- árneshjóna. Nú er jörðin notuð sem beiti- land, en jafnframt stunda ein- hverjir Grenvíkingar þar kart- öflurækt á stórum ökrum og skýla með girðingum gerðum af loðnunót. Og það er ágætur jeppavegur heim að bænum. Þá er að nefna síðasta eyði- býlið. Hringsdal. Bæjarstæðið er bráðfallegt í grösugum dal. afar skjóllegum. Þarna hefur verið gaman að búa upp á fornan máta og stunda sjóinn Jr KOSTABOK 1. kostur '. 2. kostur ■■ 3. kostur -. 4. kostur: Innstæda er alltaf laus. Vextir eru 13% eda hærri, ef verdtrygging reynist betri. Vextir færast tuisvar á ári. Leidréttingavextir af úttekt eru adeins 0,7%. 5. kostur ■. Leyfdar eru tvær. úttektir á ári án vaxtaskerdingar. KOSTABÓK er gódur kostur. inTiLATiSDEILD Ú.K.E. DALVIK. 2? jöfnum höndum. Samt fór jörðin í eyði 1932. Þaðan var Þórlaug Oddsdóttir í Brekku, kona Halldórs Jónssonar bónd og dýralæknis, sem allir eldri menn hér muna. Sigurlaug í Brekku dóttir þeirra fæddist í Hringsdal 1910 en fluttist hingað með foreldrum sínum 2 ára. Ferðalok Nú fór að styttast á leiðarenda. Tveim km. innar en Hrings- dalur er bærinn Finnastaðir og beint þar upp af Hjalli. Á þessum bæjum eru a.m.k. tún nytjuð og einhver búseta er þar. enda örstutt inn í Grenivík. Á Finnastöðum beið göngumann- anna bíll frá Dalvík. Fegnir urðu menn að setjast upp í far- kostinn eftir 7 tíma göngu frá Látrum. En það verður að viðurkennast að fólk var ekkert að flýta sér og sjálfsagt er hægt að fara þetta á 4 tímum eins og fólkið sagðist hafa gert sem deginum áður fór þessa leið. Þetta var góð og vel lukkuð ferð eins og þær eru flestar hjá Ferðafélagi Svarfdæla. Sárast hve ótrúlega fáir hafa áhuga og framtak til að leggja leið sína um fáfarnar slóðir utan bílvega. En hvað um það, sá sem aldrei reynir veit heldur aldrei hvers hann fer á mis og unir því glaður við bílinn sinn ogtroðnu slóðirnar. ,,Það er svo misjafnt sem mennirnir leita að . .“ segir skáldið og ekkert frekar um það að segja. En hitt er víst, að ferða- félagarnir 9, sem gengu Látra- strönd laugardaginn 26. júlí 1986 sjá ekki eftir áreynslunni og munu varla gleyma strax þessari könnunarferð um hina eyddu byggð, sem blasir við okkur handan fjarðar. H.E.Þ. Starfsmann vantar á Dalbæ Starfsmann vantar í eldhúsiö á Dalbæ frá 10. sept. 1986. Um er að ræða 50% stöðu og unnið er á dagvöktum. Umsóknarfrestur er til 30. ágúst. Upplýsingar gefur forstöðumaður. Svarfaðardalshreppur Nú hefur verið útbúin skrifstofuaðstaða fyrir hreppinn í húsnæði Bókasafns Svarfdæla, íkjallara syðri byggingar á Húsabakka. Sími hreppsins - 61332 - hefur einnig verið fluttur þangað. Oddviti Svarfaðardalshrepps. ATVINNA Lausar stöður á Dalvík: Eftirtaldar stöður hjá Dalvíkurbæ eru lausar til umsóknar: Bæjarritari í starfinu felst dagleg stjórnun bæjarskrifstofu, umsjón með fjárreiðum bæjarsjóðs og rekstri. Góð bókhaldsþekking auk þekkingar á sviði tölvunotk- unar nauðsynleg. Launakjörskv. launastigaStarfs- mannafélags Dalvíkurbæjar. Aðalbókari í starfinu felst umsjón með bókhaldi bæjarsjóðs og bæjarfyrirtækja auk færslu bókhalds. Launakjör skv. launastiga Starfsmannafélags Dalvíkurbæjar. Æskilegt er að umsækjendur gætu hafið störf sem fyrst. Umsóknir er tilgreini menntun og fyrri störf sendist til bæjarstjórans á Dalvík fyrir 12. ágúst. Allar frekari upplýsingar gefa bæjarritari og bæjar- stjóri. Dalvikurbær, Ráðhúsinu, 620 Dalvík. Frá Húsabakkaskóla Húsabakkaskóli auglýsir eftir aðstoðarmanni í mötuneyti næsta skólaár. Vinna þar hefst um 20. september. Upplýsingar veita formaður skólanefndar, Jóhann Ólafsson Ytra-Hvarfi. sínii 61515 og skólastjóri. Björn Þórleifsson Húsabakka, sími 61552. Svarfdælir - Ferðafólk Kaffisala verður í I unguseli við Tungurétt um versl- unarmannahelgi 3. og 4. ágúst n.k. (st.nnudag og mánudag) frá kl. 2 - 6 eh. Sömuleiðis sunnudaginn 10. ágúst frá 2 - 6 e.h. Komið og njótið góðra veitinga. Nefndin. NORÐURSLÓÐ 3

x

Norðurslóð

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.