Norðurslóð - 29.07.1986, Blaðsíða 4

Norðurslóð - 29.07.1986, Blaðsíða 4
Svarfdælsk byggð & bær Tímamót Skírnir Skírðir \ oru í Tjarnarkirkju á sunnudaginn 27. júlí bræðurnir Úlfur 9 ára og Ari 4 ára Þórarinssynir Eldjárn. Foreldrar þeirra eru Unnur Ólafsdóttir veðurfræðingur og Þórarinn Eldjárn rithöfundur Ásvallagötu 12. Reykjavík. Eldjárn rithöfundur Ásvallagötu 12. Revkjavík. Jón Helgi Þórarinsson skírði. Afmæli Þann 29. júlí verður sjötugur Sigurður Ólafsson bóndi í Syðra-Holti. Þann 5. ágúst verður sjötug Lilja Hallgrímsdóttir húsfreyja í KJaufabrekknakoti. Þann 27. ágúst verður sjötugur Jón Skagfjörð Stefánsson Hafnarbraut 10 Dalvík fyrrverandi hreppstjóri og fulltrúi bæjarfógetans á Dalvík. Þann 8. ágúst verður áttræð Jórunn Jóhannsdóttir Soanatúni 1 Dalvík. Blaðið flytur heillaóskir. Má ég kynna? Flestir niunu vita, að ráðinn hefur verið býr bæjarstjóri á Dalvík í staö Stefáns Jóns Bjarnasonar, sem lætur af því starfi líklega í ágústbyrjun. En hver er hinn nýi verðandi bæjarstjóri? Hann heitir Kristján Þór Júlíusson. innborinn Dalvík- ingur. fæddur 15. júlí 1957. sonur hjónanna Ragnheiðar Sigvaldadóttur og Júliusar Kristjánssonar á Hólavegi 7. Kristján Þór varð stúdent frá M.A.. félagsfræðideild. vorið 1977. Veturinn 1977-78 stund- aði hann nám í Stýrimannaskól- anum í Reykjavík og lauk 1. og 2. stigi. Var meira og minna á sjó næstu 2 árin og hefur verið afleysiijgamaður sem stýri- maður og skipstjóri flest sumur síðan. Hann settist í Háskóla íslands haustið 1980 með íslensku sem aðalfag en allmennar bók- menntir aö öðru leyti. Stefndi á BA-gráðu. en hefur ekki enn lokið prófritgerð sinni. Haustið 1984 hóf hann kennslu í Dal- NÍkurskóla og stundaði hana næstu 2 veturna. Jafnframt kennslunni \ar Kristján Þór ritstjóri Bæjarpóstsins á Dal\ ík frá byrjun til \ ors 1986. Sambýliskona Kristjáns Þórs er Guðbjörg Ringsted Irá Akur- eyri. dóttir Baldvins Ringsted tannlæknis og Ágústu Sigurðar- dóttur. Guðbjörg er myndlistar- kona að mennt. Dóttir þeirra er María. tveggja ára. Áhugamál sín segir Kristján Þór vera allt. sem dalvíkskt er. mannlíf. atvinnumál. náttúran til sjós og lands o.s.frv. Er bókmenntafræði góður undirbúningur fyrir starf bæjar- stjóra? Já. þ\'í ekki það. bók- menntirnar miðla manni ntikilli reynslu af ýmsu tagi.sem kemur manni til góða í hvaða starfi sem er. Hvernig segir honum hugur um nýja starfið? Það leggst mjög vel í mig. segir Kristján Þór að lokum. Blaðið þakkar viðtalið og árnar honurn heilla í vandasömu starli. Hestamót Hrings á Flötutungu 19. júlí. A-flokkur gæðinga f.v. Stefán Friðgeirsson á Sunnu frá Hóli, Ómar Arnbjörnsson á Sleipni Rafns Arnbjörnssonar, Sveinbjörn Hjörleifsson á Sóta, Steinar Steingrímsson á Sveip, Þór Ingvason á Meistara. Aðalsteinshús fær andlitslyftingu. Vegna forfalla Rögnvalclar Skida Frió- björnssonar, hefur Jön Baldvinsson hlauþic) í skarðið og tekið flestar myndir íþetta hlað. Frh. af forsíðu Nokkrar breytingar urðu í stjórn fyrirtækisins. Úr stjórn- inni gekk Úlfar Arason í Sól- vangi, sem verið hefur stjórnar- formaður svo og Tryggvi Stefánsson á Hallgilsstöðum. Kosinn var sem formaður Jóhann lngólfsson á Lóma- tjörn í Höfðahverfi. Aðrir í stjórn eru nú Jón Sigurðsson á Draflastöðum, Hjalti Haralds- son í Ytra-Garðshorni, Skarp- héðinn Pétursson og Þorsteinn Aðalsteinsson báðir á Dalvík. Stöðvarstjóri er, sem fyrr Sagði Símon Ellerlsson. >• Áætlað er að fóðurfram- leiðsla þessa árs verði ca. 3.500 tonn og fer vaxandi. Trúlega mætti tvöfalda hana með nú- verandi tækjahúnaði ef og þegar þörf krefur, að því tilskildu þó, að frystigeymslan verði að veru- leika. Fóðurstöðin er þannig ekkert smáræðis fyrirtæki og skiptir miklu máli fyrir Dalvík, og ekki síður fyrir loðdýraræktina í Eyjafirði, að hún komist á traustan rekstrargrundvöll og reynist starfi sínu vaxin. Fréttahornið Skipakomum til Dalvíkur- hafnar hefur fjölgað fyrs.tu sex mánuðina á þessu ári miðað við sama tíma í fyrra. Nú hafa komið 83 flutningaskip á móti 59. Inn og útflutningur hefur að sama skapi aukist. Árið 1985 voru flutt út 3.384 tonn fyrri hluta ársins en 4.651 tonn nú. Aðal aukningin í útflutningi er skreið eða réttara sagt hausár, en frosinn fiskur hefur dregist saman (er víst mikið fluttur með bílum til Reykjavíkur). Inn- flutningsaukningin er aðallega salt. Bolfiskafli hefur aukist á sama tíma úr 5.710 tonnum í 6,534 tonn, og rækjuafli úr 701 tonni í 1.075 tonn, þannig að umferð afla og vöru um Dalvíkurhöfn á þessu ári hefur aukist verulega miðað viðsíðast liðið ár. Pása sl. sunnudag í frystihúsinu. Bátar í Dalvíkurhöfn: Dalborg, Baldur, Bliki og smábátar í forgrunni. Nefndarkosningar eru af- staðnar hjá bæjar- stjórninni á Dalvík og er listi yfir velflestar nefndir birtur hér í blaðinu. Hlutur kvenna virðist vera nokkuð stór þegar á heild- ina er litið. Stutt er í jafnræði kvenna og karla hvað nefndar- skipan varðar og er það mjög í takt við skipan bæjarstjórnar þar sem þrjár konur sitja af sjö. Ein er sú nefnd sem konur hafa ekki skipað fyri, en það er bygginganefnd. Nú sitja þar tvær konur af fimm. Ekki nóg með það heldur voru þær kosnar formaður og varafor- maður þessarar nefndar. Svanhildur Árnadóttir er for- maður og Þóra Rósa Geirs- dóttir varaformaður. Hafin er reglubundin sigling flutningsskips frá Dalvík til Bretlands og Norðurlanda. Austfarhf. semer fyrirtæki í eigu íslendinga og Færeyinga hefur keypt 1100 tonna flutningaskip sem hér var í fyrstu ferð fyrir skömmu. Skipið verður hér hálfsmán- aðarlega og verður Dalvík endastöð þess á Norðurlandi og eina lestunarhöln hcr við Eyja- fjörð. Með skipinu kom fragt til Dalvíkur aðallega salt, en einnig vörur sem fóru siðan til Akur- eyrar. Hcr lestaði skipið meðal annars ferskan fisk í gáma sem fer á markað í Bretlandi. Út- gerðir rækjubáta á Dalvík og Árskógsströnd sendu grálúðu og einnig fór þorskur af Björg- úlfi. Samtals fóru þrír gámar af ferskum liski og cr þetta í fyrsta skiptið sem ísliskur fer beint frá Dalvík í gámum. Skipið er sérstaklega útbúið lyrir gála- flutning og getur flutt 1 12gáma, þar á mcðal frystigáma. Við- komustaðir skipsins erlendis eru Hull í Englandi og Ála- borg í Danmörku auk Færcyja. Ekki er að efa að miklir möguleikar opnast við þcssa nýju þjónustu. Umboðsaðili fvrir Austfar hf. er Bliki hf.

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.