Norðurslóð - 27.08.1986, Blaðsíða 1

Norðurslóð - 27.08.1986, Blaðsíða 1
Svarfdælsk byggð & bær 10. árgangur Miövikudagur 27. ágúst 1986 8. tölublað - ■. ií*.. ' - »->■>■«■ .'-, ir í * ir, Í r: V.:, Guðsþjónusta í grænum lundi. Sjá Fréttahorn á baksíðu. Heyskaparlok „Heyið grænt í görðum Nú líður á sumar og haust- litir fara senn að færast yfir lönd hér á norðurslóð. Það er engum blöðum um það að fletta, að þetta sumar fær hina bestu cinkunn líklega um allt landið og frá öllum stéttum manna. Trúlega munu bændur þó gefa því hæstu einkunnina svo mjög sem þeir eru háðir veðri og vindum, sól og regni með undir- stöðu hefðbundins búskapar, heyuflunina. Það er skammst Irá því að segja. að heyskapartíðin helúr verið með ágætum. Íjúlímánuði voru 17 alþurrir dagar og heildarúrkoman 36 nim. Og þó hclúr ágúst verið til muna þurrari til þessa eða aðeins 3 - 4 mm samanlagt þ.e. til 22. mánaðarins. Niðurstaðan er sú. að bændur eru allflestir hættir heyskap. sumir strax úr mánaðarmótun- um, en aðrir um miðjan mán- uðinn, einkuni þeir, sem áttu einhverja há til að slá. Þetta mun vera algjört einsdæmi hér. Til þessa liggja a.m.k. tvær ástæður: í fyrsta lagi tíðarfarið. í öðru lagi stöðugt meiri og fullkomnari heyskapartæki og tækni til að afkasta miklu á stuttum tima, þegar veðrið er í lagi. Við þetta má svo bæta hinum alkunna dugnaði bænda, sem leggja nótt við dag við að bjarga hinum verðmætu stráum. Ekki er þó víst, að heyfengur Skáldið í Gullbringu les upp. manna sé að sama skapi mikill að vöxtum, spretta var yfirleitt ekki mikil, enda áburðarnotkun sumstaðar a.m.k. í knappasta lagi. Aftur á móti var „afúæjar- heyskapur" meiri en þekkst helúr áður. Mun líklega annar- hver bóndi í dalnum hafa fengið slægju í annarra túnum og var á tímabiii gríðarmikill llutningur á heyi aftur og fram um sveitina. Svo fór að lokum að mjög lítið stendur óslegið af túnum hér í sveit, sem betur fer. Og svo fer að hausta að Að loknum góðum heyskap standa bændur nú hressir og glaðir og horfa fram á margra vikna „eyðu" milli heyanna og Jóhann og Halla syngja á slægjunum. gangna, og til. hvers á nú að nota hana? Líklega verða fáir í vandræðum með það, nóg eru verkefnin á bændabýlunum þótt ekki þurl’i að „gera í kringum hey" eins og í gamla daga. Nokkrir hala brugðið á það viturlega ráð aö fara í frí. Vitað er um nokkra sem farið hafa til Vestljarða, aðrir fara austur og til eru þeir sem ætla sér að fara Hringveginn. Og svo eru það Slægjurnar, þessi hefðbundna síðsumars- skemmtun og uppskeruhátíð okkar Svarfdæla. Þær voru haldnar „á Þinghúsinu" föstu- daginn 22. ágúst. Húsið varfullt 66 að venju og æskulýðurinn réð ríkjum. Á dagskrá var ræða sr. Péturs Þórarinssonar á Möðruvöllum, söguupplestur Þórarins Eldjáms (í Gullbringu) og gamanmál Jóhannesar Kristjánssonar frá Ingjaldssandinum. Og svo að sjálfsögðu dans. Nú eru liðin 30 - 35 ár síðan slægjusiðurinn var upptekinn á ný. Af því tilefni birtum við ljóð Halls Jóhannessonar lesið á Slægjum 1960. (Sjá hér á síðunni.) Göngur 20. sept. Þó að langt sé til gangna er ekki úr vegi að minna á þær ef einhver skyldi vera svo gleyminn að láta þær fara fram hjá sér. Heimagöngur og aukaréttir munu verða á föstudag og laugardag 19. og 20. september. Afréttargöngur verða á laugar- deginum og aðalréttin, Tungu- rétt sunnudaginn 21. sept. Slátrun mun hefjast á Dalvík þriðjudaginn 23. september. Svo er að sjá, að fjöldi sláturfjár verði álíka mikill nú og í fyrra. M.a. hefur verið beðið um slátrun ca. 800 fjár innan úr Saurbæjarhreppi. Nánar verður greint frá þessum málum í næsta blaði. A slœgjum 3. sept. 1960 Setin eru aalarkynni SvarJdæia i kvöld. /'ræknir menn og Jagrar konur Jagna tækniöld. Koma saman syngja, gleðjast. Sigur hlotinn er. Góðir húlsar, hversdagsrykið hrista skal aj sér. Aður voru aðrir limar eins og Jólkið veit. Karlar slógu kargaþjji. Kannski illa heit. Uppi I heiði, úti i flóa ýmsir heinu Ijú. í siðum pilsum svannar allir súust raka þú. Með Jólksins höndum ath var unnið, engin veittust grið. Aldrei mútti aj sér draga íslenzkl húalið. Og hestar þunga bagga búru bindingsdögum ú. OJi voru þeir illa haldnir. Ekki skeytt um þú. Fergusson er Júrðu skjólur að Jélla hin grœnu strú. Sælt er úti ú sumardögum að sitja og vera að slú. Stundum brosir heiður himinn, hreinn og Jagurblár. Svo er ekki af sólskininu söluskallur húr. Öllu heyi ýti er saman, ekki borin Jöng. Svona gengur sveitastarjið sumardægur löng. Sjúsi eijramar sveinn og meyja saman binding við. En er þú lioijið ústalijið eða skipt um svið? Aðalfundur Útgerðarfélags Dalvíkinga h.f. var haldinn á Dalvík þann 10. júlí s.l. Á aðal- fundinum voru lagðir fram árs- reikningar félagsins fyrir reikn- ingsárið 1985 og kom þar fram að hagnaður varð af rekstri félagsins að upphæð 10.45 milljónir króna, sem er verulega betra en undanfarin ár. Björgvin Jónsson formaður félagsins flutti skýrslu stjórnar og kom fram í máli hans að einkum þrír þættir væru afger- andi um batnandi afkomu félagsins, þ.e. áfallalaus og góður rekstur togaranna, lækkun íjármagnskostnaðar vegna lægri vaxta og stöðugra gengis ísl. krónunnar og síðast en ekki síst lækkun á olíuverði, sem er mjög stór liður í rekstri togara. í máli framkvæmdastjóra félagsins, Valdimars Bragasonar kom fram að hann væri þokka- lega bjartsýnn á framtíðina, hvað varðaði rekstur félagsins. Sagði hann að s.l. ár hefði tekist að skapa togurunum verkefni allt árið, þrátt fyrir veiðitakmark- anir, sem leiddu af kvótakerfinu svonefnda. Einnig hefði tekist að dreifa svo þeim afla sem togararnir mega veiða að vinna í frystihúsinu á Dalvík hefði orðið samfelld allt árið, þrátt fyrir miklar hrakspár og upp- Cjf lun heyja hejúr gengið hér i sumar greitt. Harðan vetur héraðsbúar hræðast því ei nein. Katt þó blúsi úr kólgubakka og kyngi niður snjó, bújjúrhjörðin unir inni. AlltaJ Jóður nóg. En mitt i dagsins barning birtist bjarmi aj geislarönd. Þegar voru tvö ú túni að taka hev i bönd. Raunaból ú rökkurkvöldum reyndist létt að Jú. í sæiri angan síðslægjunnar sameinast var þú. Tækniöld i garð er gengin. Gervalli nú er breytt. Mannsins orka minna notuð, meira viti beitt. En hvorl þroski þú er meiri - þroski i hverri súl, ú þessum stað skal það ei ræða. Það er annað múl. Fram eru rœstar Júamýrar, Jœrð eru moldarbörð. Brunahæltum, berum söndum breytt i grœna jörð. Síðan yjir iðgrœn svœði er alls kyns vélum rennt. Engan hejði úður grunað, að það gæti hent. Áfram þokast okkar menning, oft þó gangi hœgt. Eitt mú nejha öðru Jremur œrið mikilvœgl: Um húsdýrin er hugsað betur heldur en úður var. Og þar Jinnst einna Jegurst dœmi Jýllri menningar. Meðan blessuð sumarsólin svarjdœlsk roðar Jjöll og Jólkið litur feginsaugum Jagurgróinn völl, þarf um Jramiið ekki að ótiasi okkar kæra lands, sé þess gætt að veginn vísi vörður sannleikans. hrópanir um atvinnuleysi síðustu mánuði ársins. Sagði Valdimar að mjög góð samvinna væri milli fimm stærstu útgerðar- og fiskvinnsluaðilanna á staðn- um, þ.e. Blika h.f., Frystihúss K.E.Á., Upsastrandar h.f., Útgerðarfélags Dalvíkinga h.f. og Söltunarfélags Dalvíkur h.f. um hráefnismiðlun milli vinnslu- stöðvanna og það markmið að halda sem jafnastri atvinnu allt árið. Lagði Valdimar á það áherslu, að ýmis náttúruöfl og ófyrirséð atvik væru afgerandi um það hvernig til tækist og að menn yrðu að sætta sig við það að þeim yrði ekki breytt, en í staðinn reyna að aðlaga sig að þeim á þann besta hátt sem hentaði hverju sinni. Fram kom á fundinum að afli b/v Björgvins EA 311 1985 var 2.864 tonn af bolfiski og 114 tonn af rækju samtals að verðmæti 60,1 millj. kr. Afli b/v Björgúlfs EA 312 var 3.015tonn af bolfiski og 50 tonn af rækju samtals að verðmæti 61,9 millj. kr. Á fundinum voru áhöfnum togaranna færðar þakkir fyrir vel unnin störf og sérstaklega góða umgengni um skipin, en óhætt er að segja að hún sé til mikillar fyrirmyndar. Frá Ú.D. Hallur Jóhannesson Aðalfundur IJD Góð afkoma 1985

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.