Norðurslóð - 30.09.1986, Blaðsíða 1

Norðurslóð - 30.09.1986, Blaðsíða 1
Svarfdælsk byggð & bær 10. árgangur_Þriðjudagur 30. september 1986_9. tölublað „Loftið rignir litum^ Haustannáll svölum vindum haustsins. í því sambandi kemur upp í hugann þessi skáldleg3 vísa úr ljóði Stefáns G: Hrynur lauf af hverri grein haustnœðings í þytum. Sinn blœ hefur hver og ein hröpuð sljarna í skógarrein. Loftið rignir litum. Á Tungurétt hið röska lið . . . Göngur og réttir voru haldnar um helgina í 22. vikunni eins og til stóð og löggera ráð fyrir. Og ekki vantaði mannskap í göngur hér fremur en fyrri daginn. Göngur í Skíðadalsbotninum er það, sem flesta röska sveina, og jafnvel meyjar, dreymir um. Fréttamenn gerðu sér ferð á hendur og heimsóttu Afréttar- menn í Stekkjarhúsum kl. 10 á laugardagskvöldið 21. sept. Margradda söngur heilsaði gestunum úr 100 metra fjarlægð og hljómaði annarlega í afdala- kyrrðinni. Gangnaforinginn, Árni Steingrímsson, lét vel af sjálfum göngunum, þótt þoka væri töluverð um daginn. Eitt- hvað hefur orðið eftir, ekki er það að efa, en ætli það skili sér þá ekki í seinni göngunum. Það mun a.m.k. vera ásetningur afréttaryfirvalda, að koma í veg fyrir páskaheimtur úr Skíða- dalsbotninum eins og raunin hefur orðið á oftar en einu sinni og oftar en tvisvar á undan- förnum árum. Réttardagurinn rann upp, reyndar ekki bjartur og fagur að þessu sinni, heldur grár og úrsvalur. Ekki kom það í veg fyrir að mannfjöldi safnaðist saman á Tungurétt og er gott til Séð frá Sandá: F.h. Hnjótafjallið, Heljardalsheiði, Vífilsfjall. Sumarið er að kveðja hér á norðurslóð, eitt hið besta og fegursta, sem menn hafa upplifað á seinni tímum. Það er jafndægri á hausti þegar þetta er ritað, 23. september, og enn er tíðin afbragðsgóð. Uttekt hefur ekki verið gerð á fóðurbirgðum manna, en ekki er að efa, að þær eru nægar og sérstaklega munu gæði þeirra vera mikil. Það kemur betur í ljós, þegar haustfóðurúttekt hefur farið fram og niðurstöður efnagreininga á heyi liggja fyrir. Þá má þess geta, að uppskera garðávaxta hefur orðið ágæt, kartöflugras stóð að mestu grænt fram yfir mánaðarmót ág./sept. Það er reyndar ekki stór búgrein í Svarfaðardal, en skiptir máli þó fyrir heimilin í byggð og bæ. Að lokum skal þess getið sumrinu til lofs að berjaspretta hér í sveitinni a.m.k. var víða með ágætum og entist langt fram í september. Munu margir hafa sökkt upp í stóru ausunni í bláberja- móum og aðalberjalautum og birgt sig upp af fjörefnum til vetrarins. Já, þvflíkt blessað sumar. En nú er haustið gengið ígarð sást fyrir nokkrum árum. Ar- loftið er þrungið rómantík og þögulli eftirvæntingu. Litadýrð haustsins er í algleymingi og tréin standa gul og rauð oggræn í görðum og skógarlundum. Margir hafa sjálfsagt tekið eftir því hvernig víðirunnar eru að spretta upp hér og þai og mynda nú heilu skrúðgarðana, þar sem enginn slíkur gróður gerðishólminn norðan við brúna er gott sýnishorn. Hvað veldur? svarið er einfalt: minnkandi sauðfjáreign, minni ágangur búfjár, jafnvel er ástæðan stund- um að útheysskapureraflagður, svo víðirinn fær frið að vaxa upp úr grasinu. Nú taka hin marglitu laufblöð senn að falla af trjánum fyrir Kiistinn Guðlaugsson, sláturhússtjóri. Leíkfélag Dalvíkur Þá er haustið sest að hjá okkur á Dalvík og með þeim árstíma fer að lifna yfir þeim mörgu félög- um sem hér starfa. Leikfélag Dalvíkur er eitt þeirra og er nú þegar komið í gang með sitt starf. Á miðvikudagskvöldið 24. september hófst leiklistar- námskeið undir leiðsögn Þráins Karlssonar leikara frá Akureyri. Það stendur yfir í sex kvöld og væntum við ísjtórn L.D. þessað það skili okkur nýjum leik- kröftum í hópinn, sem því miður hefur verið að þynnast undanfarin ár. í framhaldi af námskeiðinu verður trúlega farið að ræða um ráðningu á leik- stjóra, og þá um leið tekin ákvörðun um hvaða leikrit verður sýnt í vetur. Það er oft á tíðum erfið ákvörðun og væri vel þegið ef Dalvíkingar vildu gefa stjórn L.D. upp óskir sínar í þeim efnum. Það vita líklega einhverjir að Leikfélag Dalvíkur varð 40 ára í janúar 1984. Það skemmtilega skeði núna um gangnahelgina að Hanna Kristín Hallgríms- dóttir afhenti félaginu merki í tilefni af þeim tímamótum. Það að merkið kemur ekki fyrr er vegna anna hjá Hönnu, sem hefur stundað nám í Myndlista og handíðaskóla íslands, ásamt því að annast um sína fjölskyldu. Hún lauk síðan prófi fráskólan- um vorið 1985. Hanna er Dalvíkingur, fædd 14. september 1956, og er dóttir Höllu Árna- dóttur (Staðarhóli) og Hallgríms Ingólfssonar. Eins og Hanna segir sjálf er merkið tvö kringlótt form, annað táknar gleðina en hitt sorgina. Hún brýtur upp hið hefðbundna grímuform, sem mikið hefur verið notað í merkjum leikfélaga, en nær samt fram þessum andstæðum þ.e. komedía og tragedía. Leikfélag Dalvíkur þakkar Hönnu þessa gjöf og óskar henni alls góðs í framtíðinni og þær óskir fylgja henni á lista- brautinni. Stjórn L.D. þess að vita, hvaða aðdráttarafl sauðkindin hefur enn og allt sem utan um hana er. Fólk kemur heim úr fjarlægum hér- uðum til að upplifa gangna- og réttarstemmninguna haust eftir haust. Meðan svo er hefur þjóðin ekki tapað sálu sinni alveg til fulls. Alltaf fækkar þó fé, sern til réttar kemur, ef nokkuð er. Á hinn bóginn leist féð vel ekki síður en undanfarin ár og má fuilyrða að hófleg beit á tak- markað fjalllendi Svarfdæla skili sér nú í mun meiri afurðum fjárbúanna en var um skeið. Plágan mikla - riðuveiki Á Tunguréttinni gat að líta nokkrar áberandi riðuveikar kindur. Ekki margar samt, því á vegum riðunefndar er nú gengið miklu betur fram en áður var í að aflífa og grafa veikar kindur, hvar og hvenær sem til þeirra fréttist. Það sem nú þótti hinsvegar ótíðindum sæta, var að a.m.k. 2 tvævetlur komu nú fram riðu- veikar af því fé, sem hingað var keypt inn úr Þistilfirði haustið 1984 og átti að vera í einskonar ,,tilraun“ á vegum Sauðfjár- veikivarna, þar sem kanna átti, hvort hugsanlegt væri að halda aðkeyptu, heilbrigðu fé frá riðu- veikinni með sérstakri einangr- un og aðgæslu á annars „sýktum“ bæjum. Þessi tilraun virðist nú runnin út í sandinn jafnvel fyrr en þeir svartsýnu bjuggust við. Slátrun hafin Þriðjudaginn 23. sept. hófst slátrun sauðfjár í sláturhúsinu á Daívík og á að standa jfir í 17 virka daga og enda 15. október. Beðið hefur verið um slátrun á 10.418 kindum alls, þ.e. 9.154 dilkum og 1.264 fullorðnum kindum. Er þetta lítið eitt fleira en í fyrra. Svæðið er það sama og áður, Ólafsfjörður, Dalvík, Svarfaðardalur. Árskógsströnd og riðubæir í Saurbæjarhreppi. Þeir eru nú 4 í stað tveggja, því til viðbótar við Villingadal og Möðruvelli hefur nú riða verið staðfest í kindum frá Hólum og Krónustöðum. Alls verður slátur- fé af þessum bæjum um 1000 talsins. Sláturhússtjórinn, Kristinn Guðlaugsson, sagði fréttamanni aövel hefði ræst úr um mönnun hússins, mest fyrir velvilja og skilning bændafólks í dalnum, sem hefur hlaupið í skörðin, sem myndast hafa við það að Árskógsstrendingar og Ólafs- firðingar, sem áður unnu við slátrunina, hafa nú gefið sig að annarri atvinnu, sem upp hefur komið heima fyrir. Hátt í 60 manns vinna við slátrunina. Greinilega eru Árskógsstrend- ingar mestir sauðbændur á svæði Dalvíkursláturhúss. Af sláturskrám að dæma er flestu fé lofað úr Syðri-Haga 465 kindum. Þá kemur Brimnes á Árskógsströnd og Bakki í Ólafs- firði með u.þ.b. 400 kindur í stað. Til samanburðar eru svo mestu sauðbændur Svarfdæl- inga Skeið 280, Háls 220, Frh. á bls. 6 Jóhannes Haraldsson, vigtarmaður. ♦

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.